Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 2
2 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR Slasaðist á Skarðsheiði Félagar úr björgunarsveitunum Brák, Oki, Heiðari og frá Akranesi fóru á Skarðsheiði seinni partinn í gær til að sækja mann, sem talið var að hefði slasast á baki. Maðurinn hrasaði í fjallinu og rann niður brattar skriður. BJÖRGUN KÍNA, AP Styttan af litlu hafmeyj- unni var afhjúpuð útvöldum gest- um á nýjum stað í Sjanghæ í Kína í gær. Þar verður hún til sýnis í danska skála heimssýningarinn- ar, sem hefst 1. maí. „Þetta er fyrsta ferð Litlu haf- meyjunnar til Kína og líklega sú síðasta,“ segir Bjarne Ingels, arkitektinn sem hannaði danska skálann. Margir Danir eru ósáttir við flutning styttunnar frægu til Kína í auglýsingaskyni fyrir Danmörku, en Ingels segir langa sögu liggja að baki. Margir Kín- verjar hafi alist upp við ævintýri H.C. Andersen. - gb Umdeild ferð frægrar styttu: Hafmeyjan er komin til Kína SJANGHÆ Í danska skálanum situr hafmeyjan úti í lítilli tjörn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Ólafur Darri, ertu ekkert að kafa full djúpt í hlutverkið?“ „Ég er að minnsta kosti búinn að henda mér út í djúpu laugina.“ Ólafur Darri Ólafsson undirbýr sig fyrir aðalhlutverkið í kvikmyndinni Djúpið með sjósundi og köfun. Myndin er lauslega byggð á sundafrekum Guðlaugs Friðþórssonar en hann synti í land er bát hans hvolfdi skammt frá Heimaey. ÚTIVIST Á laugardaginn kom 100 þúsundasti gesturinn í Hlíðarfjall ofan Akureyrar á þessum vetri. Þetta var Sigríður Jónsdóttir frá Húsavík, sem þáði að launum vetrarkort fyrir næsta vetur í Hlíðarfjalli og flugfar til Reykja- víkur með Flugfélagi Íslands. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður Hlíðarfjalls, veitti henni verðlaunin. Síðasta opnunarhelgi í Hlíð- arfjalli verður frá 30. apríl til 2. maí. Þá verður opið á föstudag frá klukkan 13 til 21 og á laugar- dag og sunnudag frá 9 til 15. - hhs Góðri vertíð senn að ljúka: Gestir í vetur 100 þúsund NÚMER 100.000 Sigríður Jónsdóttir frá Húsavík var hundrað þúsundasti gesturinn til að renna sér í brekkum Hlíðarfjalls þennan veturinn. MENNING Ólafur Halldórsson, handritafræðingur, hlaut í gær sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til rannsóknar og kynningar á Færey- ingasögu. Heiðursviðurkenningin var hluti af færeyskri barna- og fjölskylduhátíð sem sett var í gær á Kjar- valsstöðum, á fánadegi Færeyinga, en hátíðin er hluti af Barnamenningarhátíð Reykjavíkur. Ólafur hefur um áratugaskeið unnið að rannsókn- um á handritum, textum og útgáfum á fornsögum og eytt þar drjúgum parti ævistarfs í Færeyinga- sögu, meðal annars með því að annast einstakar útgáfur af henni. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sagði í ræðu sinni við verðlaunaafhendingunaað Ólafur hefði unnið ómetanlegt starf, sem hann hefði unnið í þágu menningartengsla frændþjóðanna Færeyinga og Íslendinga. Ólafur varð níræður fyrir viku og mætir enn hvern virkan dag til vinnu á Árnastofn- un. Auk erindis sem Ólafur flutti um Færeyingasögu var íslenskum börnum boðið að senda póstkort til jafnaldra sinna í Færeyjum og í lokin voru færeysk- ir þjóðdansar stignir og boðið upp á veitingar ættað- ar úr Færeyjum. - jma Ólafi Halldórssyni handritafræðingi veitt viðurkenning fyrir ævistarf: Níræður mætir daglega í vinnu HEIÐRAÐUR Á KJARVALSSTÖÐUM Sendikvinna Færeyinga á Íslandi, Gunnvör Balle, verðlaunahafinn Ólafur Halldórsson handritafræðingur og borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FERÐAMÁL Ráðast þarf í miklar aðgerðir til að fá erlenda ferða- menn aftur til landsins. Þetta er mat framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Ernu Hauks- dóttur. Fréttir af eldgosinu í Eyjafjalla- jökli hafa borist um allan heim og Erna segist hafa fregnir af því að ferðaþjónustufyrirtæki víða um land hafi fengið fjölda fyrir- spurna frá fólki sem hugðist koma til landsins í sumar. Einnig að töluvert sé um afbókanir meðal erlendra ferðamanna. „Við höfum fengið upplýsingar frá ferðaþjónustufyrirtækjum sem segja að mikið sé um afbókanir. Það sem er hins vegar mun alvar- legri tíðindi er að hrun er í nýjum bókunum. Þessi tími, og næstu vikur fram á sumar, er aðalbókun- artími ársins í ferðamannaiðnaðin- um þannig að þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Erna. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, sagði stöðuna slæma í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Hann segir sölu á flug- ferðum aðeins vera um fjórðung af því sem var fyrir gos og stuðla þurfi að mikilli landkynningu til að ekki verði algert hrun í ferða- þjónustunni. Matthías segir jafnframt að stefnt hafi í að komandi sumar yrði mesta ferðamannasumar í manna minnum. Miðað við söluna verði það hins vegar aðeins svip- ur hjá sjón. Erna segir mikilvægt að allir leggist á eitt við að koma réttum upplýsingum á framfæri til að ferðaþjónustan falli ekki á tíma. Mikil bjartsýni ríkti í ferðageir- anum fyrir nokkrum vikum þegar allt stefndi í að ferðamenn myndu streyma til landsins. „Það þurfa allir að taka til hend- inni og hjálpast að við þetta verk- efni sem fram undan er,“ segir Erna. juliam@frettabladid.is Salan aðeins svipur hjá sjón eftir gosið Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir bókanir hjá félaginu aðeins fjórðung af því sem var fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli. Erna Hauksdóttir hjá Samtökum ferðaþjónustunnar segir brýnt að ferðaþjónustan falli ekki á tíma. HRÆÐSLA ERLENDIS Útlendingar veigra sér við að panta flug til Íslands eftir að gosið í Eyjafjallajökli komst í heimsfréttirnar. SAMGÖNGUR Vonast er til að sú breyting verði á dreifingu ösku frá Eyjafjallajökli að hægt verði að taka innanlandsflug upp að nýju í dag. Innanlandsflugið lá niðri um helgina. Iceland Express stefnir að flugi til og frá Keflavíkurflugvelli í dag að sögn Kristínar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa félags- ins. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafullr- úi Icelandair, segir flugfélagið gera ráð fyrir að allt flug félagsins til og frá landinu færi því um Akureyri í dag og á morgun. Öll flug Icealandair eru til Glasgow og þaðan er flogið áfram á aðra áfangastaði. Bæði félögin flugu til og frá Akureyri í gær. Iceland Express flaug til London og Kaupmannahafnar og stóð til að freista þess að láta þær vélar lenda í Keflavík þegar þær sneru aftur til landsins í gærkvöld. Það gekk hins vegar ekki upp og vélunum var stefnt til Akureyrar. Öll flug Icelandair eru hins vegar til Glasgow og þaðan er flogið áfram á aðra áfangastaði. Kristín Þorsteinsdóttir sagði í gær að Ice- land Express ætlaði að reyna að fljúga frá Keflavík til London, Kaupmannahafnar, Berl- ínar og Brussel enda væri gott útlit fyrir að hægt yrði að opna fyrir flug frá Keflavík. Sem fyrr eru farþegar beðnir um að fylgj- ast náið með vefsíðum flugfélaganna og texta- varpinu vegna hugsanlegra breytinga á flug- áætlunum. - gar Icelandair flýgur áfram til og frá Akureyri en Iceland Express reynir við flug um Keflavíkurflugvöll: Stefnt að innanlandsflugi eftir helgarhlé KEFALVÍKURFLUGVÖLLUR Iceland Express hyggst reyna að fljúga um Keflavíkurflugvöll í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN, AP George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendir næsta haust frá sér sjálfs- ævisögulega bók, þar sem hann skýrir frá tildrögum og forsend- um umdeildra ákvarðana sem hann tók á forsetaferli sínum. Meðal annars verður fjall- að um atburðina í kringum 11. september 2001, forsetakosning- arnar árið 2000 og persónulegri mál, svo sem tengsl hans við fjöl- skyldu sína og ákvörðun hans um að hætta að drekka. Bókin á að heita „Decision Points“ og kemur út 9. nóvember. - gb Bush gefur út bók: Ákvarðanir for- seta útskýrðar SPURNING DAGSINS Sígild ævintýri ásamt geisladiski í hverjum mánuði. Fyrsta bókin á aðeins kr! A R G H ! 0 41 0 Skráðu þig á: klubbhusid.is eða í síma 528-2000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.