Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 32
 26. APRÍL 2010 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Íslensk hönnun verður áberandi í Hofi, nýju menn- ingarhúsi á Akureyri, þar sem 500 fellanlegir stólar úr smiðju Prologus verða teknir í notkun. Guðmundur Einarsson hjá hönnunarhúsinu Pro- logus hannaði og hafði yfirumsjón með framleiðslu stólanna 500. Fjöldi aðila lagði hönd á plóg og þar á meðal Bólsturverk, Zenus bólstrun og Sóló húsgögn. Stóllinn var valinn úr hópi þrettán annarra og þar af voru ellefu þeirra erlend framleiðsla. Loft- ur Þór Pétursson hjá Bólsturverki lét hafa eftir sér í samtali við Samtök iðnaðarins að hann væri ánægður með ákvörðun Akureyr- inga að velja íslenska framleiðslu í menningarhúsið. „Hér er um að ræða alvöru verðmætasköpun sem er gjald- eyrissparandi, auk þess sem hugvit, þekk- ing og reynsla fær útrás. Svo má auðvitað nefna að nýting á tækjum, húsnæði og mannskap verður góð.“ Nánar á www.si.is. Íslensk hönnun í menningarhúsið Nokkrir múrarameistarar hafa ákveðið að taka höndum saman til að berjast fyrir aukinni notkun á múrverki og innlendri framleiðslu í byggingum hérlendis. Þeir Helgi Steinar Karlsson, Sigurður Heimir Sigurðsson og Viðar Guðmundsson múrarameist- arar kynntu á dögunum filt sem þeir hafa prófað og þar á meðal á gifsplötum. Þannig geti sements- bundið efni tekið að nokkru við af sandsparsli sérstaklega á grófari stöðum þar sem er meiri áraun, til dæmis göngum í fjölbýlishúsum. Frá þessu er greint á vefsíðu Steinsteypufélags Íslands og þess getið í leiðinni að múrarameistar- arnir beiti sér nú fyrir því að hús- næði séu múruð að innan og utan og góðu íslensku milliveggjaplöt- urnar séu notaðar í stað innfluttr- ar klæðningar. Sjá steinsteypufelag.is. Múrað upp á gamla mátann Múrarameistarar berjast fyrir því að húsnæði séu múruð að innan sem utan og innfluttar klæðningar frekar látnar eiga sig. ● SAGAN Félag húsgagna- og innanhússarkitekta stóð fyrir þremur yfirlitssýningum á verk- um félagsmanna á sjöunda ára- tugnum en á þeim tíma var mikil gerjun á sviði formsköp- unar í húsgagnagerð. Félags- menn tóku líka þátt í alþjóð- legum sýningum og 1960 var ein slík í München í Þýskalandi. Þar hlaut stóllinn Chieftain eftir húsgagnaarkitektinn Gunnar H. Guðmundsson (1922-2004) gullverðlaun. Sá er úr eik og nautshúð. Náðu í nýja innilitakortið okkar! Nýir litir og fullt af góðum hugmyndum! Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BYKO Kauptún • BYKO Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Snæþvottur, Grundarfirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur, byggingavöruverslun, Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • Verslunin Vík, Neskaupstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin, Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • Öxull, Grindavík ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 50 11 8 04 /0 9 Fellanlegir stólar úr smiðju Pro- logus munu prýða menningarhúsið Hof. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.