Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 12
12 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG SLÉTTAN STÍL Sérhönnuð hárvörulína fyrir Til að ná hárinu sléttu og glansandi ver hárið gegn hita Nú er sumarið formlega gengið í garð þótt kalt sé enn á Íslandi. Ýmislegt bendir til þess að bráðum komi betri tíð með blóm í haga og nýr ársreikningur Akureyrarbæjar, fyrir árið 2009, gefur sannarlega góð fyrirheit. Þar hefur orðið mikill viðsnúningur sem ber að þakka: Í stað tæplega 900 milljóna króna halla sem virtist blasa við í kjölfar banka- hrunsins, er tekjuafgangur af rekstri Akureyrarbæjar og fyrirtækja í eigu hans rétt um 1.165 milljónir króna. Það munar um minna þegar árar eins og nú gerir. Niðurstaðan er langt umfram vænting- ar og er einkum fernt sem skýrir hana: Tekjur eru meiri en gert var ráð fyrir, rekstrarútgjöld eru minni, lífeyrisskuld- binding vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar lækkar og hagnaður varð af sölu Norðurorku á hlut sínum í Þeistareykjum. Salan á Þeistareykjum ehf. skýrir rúmlega helming þess árang- urs sem náðist á árinu, þannig að þótt hún hefði ekki komið til, hefði engu að síður orðið afgangur af rekstrinum. Fjárhagsáætlun ársins 2009 var gerð á miklum óvissutímum skömmu eftir fall íslensku bankanna. Ljóst var að rekstrar- forsendur höfðu gjörbreyst til hins verra sem kallaði á aðhaldsaðgerðir af hálfu bæjaryfirvalda. Við þessari stöðu var brugðist með aðhaldi á öllum sviðum en á sama tíma var lögð áhersla á að verja eins og kostur var þá starfsemi sem hald- ið er úti af hálfu sveitarfélagsins. Ég tel að þessar áherslur, ásamt pólit- ískri samstöðu um verkefnið, hafi leitt til þess að góð sátt skapaðist um aðhalds- aðgerðir bæjaryfirvalda. Stjórnendur og starfsmenn bæjarins eiga mikið lof skilið fyrir skilning og þátttöku í framkvæmd þeirra. Sömu sögu er að segja um alla þá aðila sem unnið hafa að samfélags- verkefnum af ýmsu tagi með bæjarfé- laginu. Þar lögðust allir á eitt og árangur þessa starfs birtist okkur nú svart á hvítu í lægri rekstrarkostnaði Akureyrarbæjar. Akureyringar báru gæfu til að standa saman þegar þær fjárhagslegu náttúru- hamfarir sem bankahrunið var dundu yfir þjóðina. Sú samstaða, sem og gott starf stjórnenda og starfsmanna bæjar- ins, hefur skilað okkur traustari fjár- hagslegri undirstöðum en ella hefði orðið. Fyrir það vil ég þakka og á þeim forsend- um vil ég starfa áfram í þágu bæjarbúa. Gleðilegt sumar! Betri tíð Fjárhagur Akureyrar Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri á Akureyri Hef ekki tíma „Ég er bara alveg upptekinn.“ Svo svaraði Halldór Ásgrímsson blaða- manni Vísis þegar hann spurði hann út í skýrslu rannsóknarnefndarinnar í gær. Hafði bara ekki tíma, mikið að gera hjá Halldóri. Nefndin taldi að margar ákvarðanir ríkisstjórnar Halldórs og Davíðs Oddssonar hefðu haft mikið að segja við hrunið. Ákvarðanir hefðu verið teknar með pólitíska hagsmuni í huga og jafnvel með þeirri vitneskju að þær kæmu þjóðinni illa. Bara ekki flokknum. En Halldór hefur engan tíma til að svara fyrir það. Hann er í útlandinu. Reglurnar brotnar Mikið hefur mætt á þeim frambjóð- endum sem upplýst hefur verið að þáðu milljónatugi frá bönkunum í prófkjörsbaráttu sinni. Athyglisvert var að sjá þegar upplýst var að um prófkjör Samfylkingarinnar árið 2006 hefðu gilt reglur varðandi útgjöld. Frambjóðendur og stuðnings- menn áttu að verja að hámarki milljón króna. Ljóst er að margir þverbrutu þær regl- ur, á meðan aðrir virtu þær. Íþróttamenn sem svindla eru sviptir verðlaun- um, á það líka að gilda um þingmenn? Vantaði reglur Og meira um prófkjör. Guðlaugur Þór Þórðarson fór yfir sín styrkjamál í ítarlegu samtali við DV um helgina. Hann sagðist hafa farið eftir ströng- ustu reglum og fylgt þeim til hins ýtrasta. Eftir á að hyggja hafi styrkirnir þó verið of háir. „Mistökin sem við gerðum er að við áttum fyrr að koma með reglur út af prófkjörum.“ Þurfti Guðlaugur Þór virkilega reglur til að segja sér að kannski væri óeðlilegt að þiggja um 25 millj- ónir í styrki? Þetta hljómar óþægi- lega líkt afsökun bankamanna um að þeir hafi ekki verið stöðvaðir með reglum. kolbeinn@frettabladid.is S kýrsla rannsóknarnefndar Alþingis setur í nýtt ljós ýmsar vinsælar hugmyndir, sem settar voru eftir banka- hrunið um orsakir þess. Óhætt er að segja að sumar þeirra skýtur hún í kaf. Þar á meðal er kenningin, sem ýmsir forkólfar föllnu bankanna og stjórnmálamenn sömuleiðis hafa haldið á lofti, að íslenzka bankakerfið hafi ekki verið í neitt sérstaklega vondum málum haustið 2008, það hafi bara ekki staðizt hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Sérhverjum lesanda rannsóknarskýrslunnar má vera ljóst að þessi kenning á sér enga stoð í raunveruleikanum. Torveldara aðgengi að lánsfé á alþjóðavett- vangi gerði íslenzku bönkun- um lífið vissulega erfiðara. En bankakerfið var annars vegar orðið alltof stórt, hins vegar var það rotið að innan, meðal annars vegna krosseignatengsla og eig- enda, sem skömmtuðu sjálfum sér lán og juku þannig áhættu kerfisins. Stjórnvöld hefðu þurft að grípa í taumana strax árið 2006 en gerðu það ekki. Vandi bankanna var með öðrum orðum heimatilbúinn vandi. Önnur kenning, sem fær lítinn stuðning í rannsóknarskýrsl- unni, er umsáturskenningin um að stjórnvöld í nágrannaríkjun- um hafi ekki viljað koma Íslandi til bjargar þegar mest á reið og þannig átt sinn þátt í að keyra hagkerfið í kaf. Önnur mynd birtist við lestur skýrslunnar; nágrannaríkin voru reiðubúin að hjálpa, en kröfðust þess um leið að íslenzk stjórn- völd gripu til aðgerða til að draga úr áhættu bankakerfisins. Nor- rænu seðlabankarnir lánuðu Íslandi peninga, gegn skjalfestum loforðum ráðherra og seðlabankastjóra um umbætur. Peningarnir skiluðu sér, en lítið varð úr efndum loforðanna. Seðlabankastjóri Bretlands bauð fram aðstoð við að minnka íslenzka bankakerfið. Því tilboði var aldrei svarað. Undir lokin nutu íslenzk stjórnvöld og eftirlitsstofnanir mjög lítils trausts á alþjóðlegum vettvangi. Þetta voru líka heimabökuð vandræði. Þriðja dellukenningin er að vegna regluverks Evrópska efna- hagssvæðisins hafi stjórnvöld ekki getað gripið í taumana og stöðvað bankana af. Þetta skýtur rannsóknarnefndin skipulega í kaf; sýnir fram á að íslenzk stjórnvöld höfðu svigrúm til að setja sérstakar reglur sem hefðu dregið úr svigrúmi og áhættu bankanna og tekið mið af sérstökum aðstæðum hér á landi, til dæmis varðandi hagsmunatengsl og þröngt eignarhald. Undir- hópur rannsóknarnefndarinnar um siðferði bendir raunar á að stjórnvöldum hafi aldrei hugkvæmzt að efna til neinnar úttektar á því hvaða sérreglur Íslandi var heimilt að hafa um fjármála- markaðinn, innan ramma EES-löggjafarinnar. Einn stærsti kostur rannsóknarskýrslunnar er hversu miklar upplýsingar hún birtir. Það gerir fólki kleift að ræða um hrun bankakerfisins á grundvelli staðreynda, en ekki kenninga sem slegið var fram á grundvelli takmarkaðra upplýsinga og almenn- ingur hafði litlar forsendur til að leggja mat á. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar skýtur í kaf ýmsar hugmyndir um orsakir hrunsins. Dellukenningar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.