Fréttablaðið - 26.04.2010, Page 43

Fréttablaðið - 26.04.2010, Page 43
569 5100 skyrr@skyrr.is Velkomin Ertu snillingur? Skýrr vantar nörda í forritun og viðskiptagreind Viðskiptagreind (Business Intelligence) Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Óðinsdóttir mannauðsstjóri Skýrr í 569 5100 eða ingibjorg.odinsdottir@skyrr.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí næstkomandi. Fullum trúnaði heitið. Öllum umsóknum svarað. Skýrr óskar eftir tveimur forriturum til að starfa í hrikalega frjóum hópi við hugbúnaðarþróun og alls konar sniðugheit. Einnig vantar okkur sérfræðing til starfa í viðskiptagreind. Í boði eru fjölbreytt og spennandi verkefni hjá traustu fyrirtæki í kraftmiklu og lifandi starfsumhverfi. Leitað er að orkumiklum og jákvæðum einstaklingum, sem geta axlað ábyrgð og tekist á við krefjandi verkefni í öflugum hópi. Skýrr er eitt stærsta hugbúnaðarhús landsins og leiðandi fyrirtæki á sviði viðskiptagreindar. Skýrr hefur gegnum árin þróað fjölmargar eigin lausnir eins og sjá má á vef þess. Enn fremur er Skýrr samstarfsaðili erlendra risa í upplýsingatækni á borð við Microsoft, Oracle, SAP BusinessObjects, Targit, VeriSign og WebMethods. Forritun – Hugbúnaðarþróun Ennisblað Umsækjandi þarf að búa yfir mikilli framkvæmdafærni, vera með góða rökhugsun og eiga auðvelt með að skipuleggja sig, tjá sig og leysa vandamál viðskiptavina. Hvirfilblað Umsækjandi þarf að vera vinnuglaður og eiga auðvelt með að skynja og bregðast við áreiti, hvort sem það er frá viðskipta- vinum eða samstarfsfólki. Hnakkablað Umsækjandi þarf að eiga auðvelt með að skilja og lesa skriflegar óskir jafnt samstarfsfólks sem viðskiptavina. Gagnaugablað Umsækjandi þarf að hafa gott minni til að viðhalda góðri viðskiptagreind og hafa yfirsýn á umtalsverðan línufjölda af kóða. Starfslýsing og hæfni Forritun í PL/SQL, SQL og Java Reynsla af forritun fyrir Oracle gagnagrunna er æskileg Gott ef viðkomandi þekkir til OA Framework, ADF Framework (Oracle ADF) eða RAP/qooxdoo Menntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði, kerfisfræði, viðskiptafræði eða sambærilegs sviðs er kostur Plús ef viðkomandi er flinkur pool-spilari Fordómar gegn fótbolta og póker óæskilegir Skýrr í hnotskurn Skýrr er stærsta og skemmtilegasta fyrirtæki landsins í upplýsinga- tækni. Starfsfólk fyrirtækisins er yfir 330 talsins og viðskiptavinir eru um 3.000. Skýrr býður atvinnulífinu samþættar heildarlausnir á sviði hugbúnaðar, rekstrar og fjölbreyttrar ráðgjafar. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Ármúla í Reykjavík. Starfsfólkið er helsta auðlind Skýrr. Fyrirtækið er fjölskylduvænt, jafnréttissinnað og tekur tillit til persónulegra aðstæðna fólks. Starfsfólkið er samhentur hópur sérfræðinga með jákvætt viðmót og liðsandann í öndvegi. Sveigjanlegur vinnutími er í boði og vinnu- aðstaðan er nútímaleg, opin og þægileg. Skýrr rekur frábært mötuneyti, með bæði heilsufæði og heimilismat. Fyrsta flokks kaffivélar með sérmöluðum eðalbaunum og sódavatn þykja sjálfsögð lífsgæði. Félagslíf innan Skýrr er kraftmikið og líflegt. Óvæntar uppákomur eru tíðar. Aðstaða fyrir börn er góð. Pool-borð, pílukast og tölvuleikjahorn til staðar. Gildi Skýrr eru ástríða, snerpa og hæfni. Starfslýsing og hæfni Greining á þörfum viðskiptavina með tilliti til viðskiptagreindar og árangursmælinga Hönnun, uppbygging og smíði viðskipta- greindarumhverfa Hönnun og smíði skýrslna og mælaborða (Dashboards) Greining og ráðgjöf á þörfum viðskiptavina með tilliti til viðskiptagreindar Umsjón með innleiðingu og uppsetningu viðskipta- greindarumhverfa Þjónusta, kennsla, leiðbeiningar og kynningar um notkun lausnanna Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði, kerfisfræði, viðskiptafræði eða sambærilegs sviðs er kostur Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnu eru nauðsynlegir kostir Viðkomandi þarf að vera lífsglaður og notalegur vinnufélagi /

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.