Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 14
14 26. apríl 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Helsti vorboði okkar kom á tilsettum tíma nú rétt fyrir páska. Lóan er ein- kennisfugl íslenskra móa og útbreiddur varpfugl um land allt og einnig á hálendinu. Fullorðna lóu í sumar- búningi þekkja allir, en ungfuglar og fullorðnir fuglar á haustin eru án hvítu og svörtu litanna að framan og rugla því suma í ríminu. Lóan er vaðfugl, sem verpir einkum á þurrum stöðum, mólendi og grónum hraunum. Lóan er utan varptíma aðallega í fjörum, lyngmóum og á túnum. Að áliðnu sumri fara lóurnar að safnast í hópa og búa sig undir brottför til vetrarheimkynnanna í V-Evrópu, aðallega á Írlandi, en einnig í Frakklandi, á Spáni og í Portúgal, þar sem þær dvelja einkum við árósa. www.fuglavernd.is FUGL VIKUNNAR: HEIÐALÓA Lóan er komin HEIÐLÓA Lóan syngur dirrindí. MYND/JAKOB SIGUÐRSSON LUCILLE BALL (1911-1989) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég vil heldur sjá eftir þeim hlutum sem ég hef gert en þeim hlutum sem ég hef ekki gert.“ Lucille Ball var bandarísk gamanleikkona sem var þekktust fyrir leik sinn í þátt- unum I Love Lucy. MERKISATBURÐIR 1834 Ofsaveður brestur á á Faxaflóa og farast þar 42 menn af tveimur skipum og 14 bátum. 1909 Björn Jónsson ráðherra skipar þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka hagi Lands- banka Íslands og var það upphafið að bankafargan- inu. 1966 Akraborg fer sína síðustu ferð til Borgarness. 1978 Kvikmyndasjóður Íslands er stofnaður. 1986 Tsjernóbýl-slysið: Kjarna- klúfur í Tsjernobyl spring- ur. 2004 Fjölmiðlafrumvarpið er lagt fram á Alþingi. Listamannadeilan nær hámarki þenn- an dag árið 1942 þegar Jónas Jónsson frá Hriflu og formaður menntamála- ráðs setti upp „háðungarsýningu“ á verkum nokkurra listamanna í búðarglugga Gefjunar í Aðalstræti í Reykjavík. Aðdragandi deilunnar var sá að fjór- tán myndlistarmenn sendu Alþingi um mitt ár 1941 kvörtun vegna listaverkakaupa menntamálaráðs fyrir íslenska ríkið og hvöttu til þess að í ráðinu sæti einhver sem hefði sérþekkingu á myndlist. Listamennirnir voru ósáttir við þá afstöðu ráðsins að kaupa einungis frásagnarlist með þjóðlegu myndefni en sniðganga verk mik- ils meirihluta menntaðra myndlistar- manna. Hnn 26. apríl 1942 lét Jónas setja upp fyrrnefnda sýningu. Hún innihélt verkin Þorgeirsboli eftir Jón Stefáns- son, Hjörtur Snorrason eftir Gunnlaug Scheving, Kona eftir Jóhann Briem, Í sjávarþorpi eftir Jón Engilberts og Við höfnina og Blá kanna eftir Þorvald Skúlason. Sýningunni var ætlað að draga dár að verkum listamannanna eins og berlega kom fram í grein eftir Jónas sem birtist í Tímanum daginn eftir opnun- ina og bar titilinn „Er þetta það sem koma skal?“ Hnn 2. maí var sýningin tekin niður og önnur sett upp. Heimild wikipedia. ÞETTA GERÐIST: 26. APRÍL 1942 Háðungarsýning í Gefjun JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi og rithöfundur, varð fimm- tugur í gær, 25. apríl. Af því tilefni dvelur Eðvarð nú í viku í New York ásamt eiginkonu sinni, Bryndísi Sig- urjónsdóttur grunnskólakennara. „Það var lengi búið að vera í umræð- unni hjá okkur hjónum að fara til New York þegar ég yrði fimmtugur. Við höfum komið þangað nokkrum sinnum og þetta er eftirlætisborgin okkar, full af lífi og fjöri,“ segir Eðvarð en vina- hjón þeirra eru með í för. Eðvarð er fæddur í Reykjavík en alinn upp á Hellissandi. Hann gaf út fjölmargar bækur á 9. og 10. áratug síð- ustu aldar, meðal annars einar þekkt- ustu unglingabækur sem komið hafa út á Íslandi. Eðvarð hefur gegnt stöðu sóknarprests frá árinu 1997. „Tilfinningin að verða fimmtugur er góð. Það ná ekki allir þeim aldri. Fimm- tugur maður er yfirleitt búinn að taka út sæmilegan þroska, ef hann hefur kært sig um að læra af lífinu á annað borð. Hann þekkir betur en áður veik- leika sína og styrkleika. Stórafmæli gefa gott tilefni til að staldra við, líta um öxl og horfa fram á veginn. Marg- ur finnur þá að hann hefur margt að þakka,“ segir Eðvarð, og nefnir meðal annars þrjú börn sem hann á en eitt þeirra fermdi hann fyrir rúmum mán- uði. „Þá buðum við öllum nánum ætt- ingjum í fermingarveislu. Það er of mikið að standa fyrir annarri stórri veislu með svo stuttu millibili þannig að við hjónin ákváðum frekar að gera okkur glaðan dag erlendis.“ Þau hjón borðuðu á einum frægasta djassstað borgarinnar á afmæliskvöld- inu sjálfu, Blue Note á Manhattan. „Við höfum farið þrisvar sinnum áður á þennan stað og aldrei orðið fyrir von- brigðum. Þarna spila bara þeir bestu og maturinn er frábær. Þetta kvöld var Michel Camilo ásamt hljómsveit,“ segir Eðvarð og býst ekki við að þeim muni leiðast í vikunni. „Það er svo margt hægt að gera í þessari borg. Við skrepp- um áreiðanlega í Central Park og upp á þak á Rockefeller Center, þaðan sem er frábært útsýni yfir borgina. Kannski skoðum við frelsisstyttuna enn einu sinni, göngum niður „Tána“, í gegnum Wall Street og niður á innflytjenda- höfnina þar sem er stór verslunarmið- stöð, margir veitingastaðir og frábært útsýni yfir Brooklyn-brúna. Skrepp- um örugglega í Kínahverfið og kannski förum við í siglingu.“ juliam@frettabladid.is EÐVARÐ INGÓLFSSON, SÓKNARPRESTUR OG RITHÖFUNDUR: ER FIMMTUGUR Fimmtugur maður hefur margt að þakka fyrir NEW YORK Á AFMÆLINU Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur og rithöfundur, heldur mikið upp á New York-borg og ætlar að skoða frelsisstyttuna einu sinni enn. Náttúran.is hélt upp á þriggja ára afmælið sitt á degi umhverfisins í gær og opnaði nýja útgáfu af vefnum undir heitinu natturan.is 2.0. Á þessum þremur árum hafa þrjár konur sest í stól umhverfisráðherra og mikil átök átt sér stað í þjóðfélaginu, segir í til- kynningu. „Á opnunarárinu var útrás- in á fullri ferð og fáir að hlusta á tuð um sjálfbæran lífsstíl og nægjusemi í neyslu. En sem betur fer er tónninn annar í dag og nauðsyn þess að hlífa móður jörð“, segir enn fremur. Markmið náttúran.is hefur frá upp- hafi verið að móta ábyrgt og óháð svið fyrir alla sem eitthvað hafa fram að færa á sviði umhverfismála. Á nýja vefsvæðinu hefur allt efni verið endur- skrifað frá grunni. Nýjum efnisflokk- um hefur verið bætt við og enski hluti vefjarins er orðinn yfirgripsmeiri auk þess sem meginefni eins og grænar síður og grænt kort er komið á þriðja málið, þýsku. Af nýjum efnisflokkum má síðan nefna vistvæn innkaupavið- mið, náttúruspjall og vöruleit þar sem hægt er að þrengja leitina eftir fram- leiðanda og vottunum en auk þess er unnið að gerð Græns bókhalds fyrir heimili og smærri fyrirtæki. - ve Náttúran.is þriggja ára FJÖLMARGIR NÝIR EFNISFLOKKAR Í tilefni afmælisins var opnaður nýr og endurbættur vefur undir heitinu natturan.is 2.0. Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og amma, Guðmunda Hjálmarsdóttir Laufrima 4, lést 19. apríl á Skógarbæ. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, 28. apríl klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Jónsson. Oddný Þorvaldsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík, lést laugardaginn 17. apríl. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. apríl kl. 15.00. Ragnar Hólmarsson María Finnsdóttir Mette Fanö Þorvaldur Sverrisson Helga Sverrisdóttir Halla Sverrisdóttir Hörður Hauksson Svavar Ragnarsson Finnur Ragnarsson Kári Hólmar Ragnarsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Álfheiður Björk Einarsdóttir lést föstudaginn 23. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Lára Björk Hördal Kjartan Guðmundsson Hrafnhildur Kjartansdóttir Sigrún M. Einarsdóttir Ásgeir Eiríksson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.