Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 26. apríl 2010 13 Kvótakerfið lagði grunninn að lyg- inni. Það bjó til glópagullið. HugurAx býður t i l morgunverðarfundar um stjórnendalausnir 28. apríl kl. 8:15 - 10:00 í Golfskálanum Grafarholti Nú sem aldrei fyrr vilja fyrirtæki hafa greiðan aðgang að upplýsingum úr rekstrinum. Á það ekki hvað síst við um hvers kyns upplýsingar sem tengjast vörustjórnun, s.s. birgðastöðu, þróun veltuhraða birgða og endingar tíma. Kynntu þér hvernig viðskiptavinir HugarAx nýta sér verkfæri stjórnendalausna í sínum rekstri. Dagskrá 8:15 - 8:45 Morgunverður að hætti hússins 8:45 - 9:00 Inngangur - Microsoft Stjórnendalausnir HugarAx Gunnar Ingimundarson - framkvæmdastjóri HugarAx 9:00 - 9:25 Hentar Microsoft BI stjórnendalausn HugarAx stórfyrirtækjum? Kristján Elvar Guðlaugsson - framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ölgerðarinnar 9:25 - 9:45 Ávinningur Fríhafnarinnar af stjórnendalausn HugarAx Hlynur Sigurðsson - framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar 9:45 - 10:00 Spurningar og fundarlok Skráning er með tölvupósti edda@hugurax.is eða í síma 545 1000 Háskólinn í Reykjavík býður til kynningar á meistaranámi í viðskiptadeild. Kynningarfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl kl. 16:00 – 17:30 í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, Fönix 2. Allir velkomnir! Háskólinn í Reykjavík er framsækinn rannsóknarháskóli sem býður nemendum persónulegt, kraftmikið og alþjóðlegt starfsumhverfi. HR hefur skapað sér sérstöðu sem háskóli atvinnulífsins og er jafnframt stærsti tækni- og viðskiptaháskóli Íslands. DAGSKRÁ: 16:00 Meistaranám í alþjóðaviðskiptum 16:20 Meistaranám í fjármálum fyrirtækja Meistaranám í fjárfestingarstjórnun 16:40 Meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun Meistaranám í stjórnun rekstrarbókhalds 17:00 Leiðsögn um ný húsakynni skólans HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTADEILD www.hr.is Ósköpin hófust með kvótakerf-inu. Þá fylltist allt af pening- um sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk. Eins og helstu hug- myndafræðingar þessa kerfis þreyttust ekki á að útskýra fyrir heimsbyggðinni á sólríkum ráð- stefnum þá var kvótakerfið undir- staða hinnar svokölluðu velmeg- unar Íslendinga. Sú velmegun var í raun og veru óveidd, rétt eins og þorskurinn í sjónum – og blásin út, rétt eins og verðið fyrir aðgang- inn að hinum óveidda fiski. Með öðrum orðum: ekki til. Hins vegar urðu til menn sem héldu að helsta hlutverk athafnamannanna í samfélaginu væri að græða peninga til að græða peninga, til að græða peninga. Til að græða peninga. Þótt ég gæti veitt fisk … Kvótakerfið lagði grunninn að lyg- inni. Það bjó til glópagullið. Sam- kvæmt þessu kerfi voru búin til verðmæti úr réttinum til að veiða úr fiskistofnum sem eru sameign þjóðarinnar. Búinn var til eigna- réttur á því sem aðrir áttu – og það sem meira var og enn afdrifarík- ara: þann eignarétt var hægt að veðsetja. Hugmyndin um fisk varð yfir- sterkari hinum raunverulega fiski. En: Fiskurinn verður ekki að verð- mætum fyrr en búið er að veiða hann og vinna. Það skapar ekki verðmæti í sjálfu sér að einhver eigi möguleika á að búa þau til. Það að ég gæti veitt fisk táknar ekki að ég sé búinn að því. Væri svipað kerfi í gangi í bók- menntunum þá hefði ég fengið umtalsverðan kvóta vegna skáld- söguskrifa minna frá því fyrir 1990 og síðan þyrfti Eiríkur Örn að borga mér fúlgur fjár fyrir að fá að skrifa bækur vegna þess að ég ætti réttinn á að skrifa þær, og gæti gert það ef ég nennti en mér finnst náttúrlega þægilegra að láta Eirík puða við það úr því að hann er svo duglegur, svo að ég get þá veðsett þessa eign mína og slegið lán fyrir Wolverhampton Wander- ers. Verðmætasköpun varð að verð- mætaskáldun. Raunveruleg verð- mæti urðu að pappírsverðmætum. Raunverulegir útgerðarmenn urðu að pappírsbarónum. Dugnaðarfork- ar urðu að iðjuleysingjum. Manns- efni urðu að landeyðum. Allt var einhvern veginn óraun- verulegt. Til varð lénskerfi þar sem fólk lenti í þeirri ógæfu að hafa skyndilega fullar hendur fjár sem það átti ekki skilið. Krónurn- ar komu bara. Mannkynssagan geymir ótal dæmi um að slíkur auður leiðir til ófarnaðar og eyðslu- semi sem umfram allt er tjáning á örvæntingu: Kvóta-aðallinn sem var að rífa stóreflis hús til að reisa ný og enn þá ljótari var náttúrlega fyrst og fremst að tjá okkur hinum fyrirlitningu sína – á okkur, húsun- um, peningum, sjálfum sér. Andvaraleysi gerandans? Um hríð – áður en kvótaframsal og veðsetning hófst fyrir alvöru á tíunda áratug síðustu aldar og útgerðarmenn fóru að veðsetja allt saman til að geta farið að rífa hús í Garðabænum og byggja blokkir í Kualalumpur – voru Íslending- ar svo sannarlega í öfundsverðri stöðu: þeim hafði auðnast að byggja allan sinn infra-strúktúr – skóla- kerfi, heilbrigðiskerfi, samgöng- ur, velferðarkerfi – án óbærilegr- ar skuldasöfnunar. Þjóðin hafði aðgang að einhverjum gjöfulustu fiskimiðum á byggðu bóli og frá- bær sérþekking var í landinu á því að breyta fiskinum í raunveruleg verðmæti; þjóðin virtist vel mennt- uð; hún var fámenn og stéttaskipt- ing hafði farið minnkandi áratug- um saman; fáir voru ofsaríkir og fáir sárfátækir – óttalegt basl að vísu á mörgum eftir áralanga efna- hagsóreiðu en samt var hér á ára- tugunum fyrir aldamót búið í hag- inn fyrir fyrirmyndarsamfélag að norrænum hætti. Sú leið var ekki farin eins og við vitum. Sú stjórnmálastefna varð ofan á þar sem virkjaðir voru aðrir mannlegu eiginleikar en sam- ábyrgð og félagsandi. Nú koma þeir framsóknarmenn- irnir sem innleiddu þetta kerfi og biðja okkur afsökunar á því að hafa verið „andvaralausir“. Þeir tala jafnvel um mistök og gagnrýnis- leysi. Það er ágætt. En hrunið kom ekki vegna „andvaraleysis“ Fram- sóknarflokksins eða „mistaka“ – sem er að verða helsta aflátsorð aflandseyjahöldanna um þessar mundir. Framsóknarmenn voru ekki of passífir – þeir voru of akt- ífir. Rétt eins og þeir Jón Ásgeir og Björgólfur Thor sem reyna nú að gera sig að áhorfendum eða lítt virkum þátttakendum fremur en gerendum. Efnahagshrunið varð meðal annars og ekki síst vegna pólitískrar stefnu Framsóknar- flokksins sem var í grundvallarat- riðum röng. Og ósköpin hófust með kvóta- kerfinu … Hugmyndin um fisk er ekki fiskur Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG AF NETINU Feit börn í grimmum heimi Feit börn sem hafa ekkert til saka unnið, ekki gert neitt rangt, fá að heyra það aftur og aftur í okkar samfélagi að þau séu ekki í lagi. Og við sjáum ekkert athugavert við það. Grannt fólk lifir líka óheilbrigðu lífi. Ef það er óhollustan sem við höfum mestar áhyggjur af þá liggur beinast við að sjónum okkar sé beint þangað. Að skilaboðin séu send til allra en ekki bara til þeirra sem eru í betri holdum. Hvað þá að baráttan fyrir heilsusamlegu lífi sé sett fram sem útrýmingarherferð gegn feitum líkömum. Við þurfum að fara að átta okkur á því að inni í þessum feitu líkömum býr fólk, sem á sama tilverurétt og allir aðrir, og að fjandsamleiki okkar í garð líkama þeirra hefur aðeins bakað þeim óþarfa sorg, sjálfsfyrirlitningu og skömm. http://blog.eyjan.is/likamsvirding Sigrún Daníelsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.