Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 4. maí 2010 — 103. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Þetta er flott keppni, sem getur opnað ýmsar dyr,“ segir Karl Fridrik Hjaltason, nemi í klass-ískum ballett við Listdansskóla Íslands. Hann heldur utan til Sví-þjóðar um miðjan mánuðinn til að taka þátt í Storadal-dansen, klass-ískri sólódanskeppni, sem er þekkt á Norðurlöndunum og er mikil viðurkenning fyrir alla sem taka þátt í henni. „Það er náttúrlega frábært tæki-færi að fá að fara þarna út, ég átti alls ekki von á því þar sem ein-hverjir 32 sóttust eftir því “ se iKarl Ha Óhætt er að segja að Karl hafi náð langt á skömmum tíma því ekki eru nema tvö og hálft ár síðan hann hóf nám í klassískum ballett. „Ferillinn minn byrjaði í samkvæmisdansi hjá Dansskóla Jón Péturs og Köru og svo skipti ég yfir í Dansskóla Auðar Har-alds. Þetta var mjög skemmtileg-ur tími, ég starfaði með mörgum af stærstu nöfnunum í bransanum og vann til gullverðlauna. Sam-kvæmisdansinnn er hins vegardýrt sport og m ð skiptis í skólann eða dansinn og fer svo á milli eftir þörfum. Helm-ingur tímans fer í nám og helm-ingurinn í dans,“ útskýrir hann og getur þess að hann stefni á að taka ballettinn á sem skemmstum tíma. „Svo vil ég vinna erlendis í nokkr-ar vikur og ferðast eitthvert um heiminn.“ Spurður hvaða þýðingu sigur í Svíþjóð gæti haft segist Karl takaöllu með ró. „Verður ðkki Keppir í klassískum ballett Karl Fridrik Hjaltason heldur til Svíþjóðar um miðjan maí þar sem hann mun taka þátt í keppni í klass- ískum ballett. Hann segist taka öllu með ró en viðurkennir að sigur gæti breytt framtíðarfyrirætlunum. Karl hlakkar til að taka þátt í keppninni í Svíþjóð en með í för verða tveir aðrir Íslendingar, þær Ellen Margrét Bæhrenz og Sigrún Ósk Stefánsdóttir, sem einnig eru nemendur við Listdansskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÝMISLEGT sem viðkemur mismunandi prjóni, svo sem bútaprjón (entrelac), tvöfalt prjón, myndaprjón (intarsia), að prjóna með perlum til skrauts og margt fleira er að finna á vefsíðunni http://knitting.about. com/cs/specialtechniques/index.htm. Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / wwwOpið : Mánud Kynning artilboð Hornsóf i 2H2 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 285.900 kr Rín 2H2 Verð frá kynnum nýju línuna Fjölþrepa bakbrettið• Eykur sveigjanleika• Linar bakverki• Bætir líkamsstöðu• Auðvelt í notkun• Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr. vorverkinÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 2010 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA Styrkir tengsl við náttúruna Sumartíminn er hafinn í Grasagarði Reykjavíkur. SÍÐA 2 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Vorverkefni ÞRIÐJUDAGUR skoðun 12 Eigum enn langt í land Félag heyrnar- lausra er 50 ára. tímamót 14 FÓLK Rögnu Lóu Stefánsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í breskum raunveruleikaþætti. Ragna Lóa segist hins vegar ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætli að hleypa sjónvarpsmönn- um inn í líf sitt og fjölskyldu sinnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eiga þættirnir að vera umfangsmiklir og er hug- myndin sú að fylgjast með dag- legu lífi hennar. Ragna Lóa var um árabil ein fremsta knattspyrnu- kona landsins en hún býr nú í Port- smouth ásamt eiginmanni sínum, landsliðsfyrirliðanum Hermanni Hreiðarssyni. - fgg / sjá síðu 38 Ragna Lóa Stefánsdóttir: Boðið í raun- veruleikaþátt Sigurjón og Cage saman á ný Sigurjón Sighvatsson er á góðri leið með að landa Nicolas Cage í sína næstu mynd. fólk 38 Ísbjörn raunhæfur möguleiki Forstöðumaður Húsdýragarðsins segir vel raunhæft að ísbjörn geti þrifi st þar. fólk 31 RAGNA LÓA STEFÁNSDÓTTIR DÓMSMÁL Brýnt er að stofna sér- stakan millidómstól, meðal annars til að takast á við málaferli tengd bankahruninu, segja lögspekingar. Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra tekur undir þetta og segir tímabært að huga að málinu. Páll Hreinsson, hæstaréttar- dómari og formaður rannsóknar- nefndar Alþingis, sagði á málstofu lögmanna á föstudag að flest upp- gjörsmál eftir bankahrunið myndu enda hjá dómstólum landsins. „Í líkingamáli má kannski orða þetta svo að eftir eldgos bankahrunsins í jöklum mammons sé því að rísa risaflóðbylgja dómsmála,“ sagði Páll og benti á að eini „viðlaga- undirbúningur“ hins opinbera til að mæta flóðbylgjunni sé sá að bæta við fimm héraðsdómurum. Þeir verða skipaðir á næstu dögum. Páll vísaði til þess að Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstarétt- ar, sagði í febrúar að besta lausnin væri að stofna millidómstól. Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, lagði einnig áherslu á millidómstól á málstofunni. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- ardómari og Eiríkur Tómasson lagaprófessor sögðust báðir styðja millidómstig. Páll sagði að vegna málafjölda gæti Hæstiréttur ekki beitt heim- ild til að fá til sín vitni í sakamál- um. Sum mál enduðu því eins og borðtennisleikur milli Hæsta- réttar og héraðsdóms. „Við þessu verður að bregðast í tíma á ábyrg- an hátt. Samkvæmt stjórnskipun okkar liggur ábyrgðin og frum- kvæðið í reynd hjá hæstvirtum dóms- og mannréttindamálaráð- herra og Alþingi að bregðast við í tíma á þeim vanda sem við okkur blasir,“ sagði Páll. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra var formaður nefnd- ar sem haustið 2008 lagði til við þáverandi dómsmálaráðherra að tekið yrði upp millidómstig með að lágmarki sex dómara. Ráðu- neytið sendi í byrjun síðustu viku Hæstarétti og dómstólaráði erindi og spurði hvort þar væri talin þörf á því að huga að álagi á dómsvald- ið. Ragna segir svör ekki hafa borist. „En þessi umræða kallar á að við tökum þessa tillögu og hugum að því hvort það sé gerlegt að koma á millidómstigi. Ekki bara vegna þess að það séu mörg mál á leiðinni heldur líka með tilliti til mannréttinda upp á milliliðalausa sönnunarfærslu,“ segir dómsmála- ráðherra. - gar Ráðherra og dómarar segja nýtt millidómstig aðkallandi Dómskerfið er að springa, segir formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Hann kveður á ábyrgð hins opin- bera að stofna millidómstól. Dómsmálaráðherra lagði sjálfur til millidómstig árið 2008 og vill skoða málið. LÉTTIR TIL SUÐAUSTANLANDS Í dag verður hæglætisveður víðast hvar. Vestan- og norðvestantil verður skýjað og súld á stöku stað en suðaustan- og austanlands létt- ir heldur til. Ágætlega hlýtt í veðri. veður 4 10 8 12 12 14 HINGAÐ Í SÆLUNNAR REIT Svo orti Jónas Hallgrímsson um Þingvelli. Tæpum tveimur árum síðar eru Íslendingar enn minntir á þau sannindi að allt er í heiminum hverfult og spyrja hvort við höfum gengið götuna til góðs. En landið er þó enn fagurt og frítt, eins og þessir gestir við Þingvallavatn sannreyndu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ELDGOS Yfirvöld á Írlandi ákváðu í gær að banna flugumferð nú í morgun í að minnsta kosti sex klukkustundir vegna þess að fyrirsjáanlegt væri að aska bærist þangað frá Eyjafjallajökli. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veð- urstofu Íslands, hefur verið stöðugur gangur í gosinu í Eyjafjallajökli undanfarna daga. Í gær rann heitt vatn niður úr Gígjökli og urðu tveir starfsmenn Jarð- vísindastofnunar fyrir vægri eitrun vegna gasáhrifa. Óli Þór sagði í gærkvöldi að þótt Írar hefðu ákveð- ið að loka á flugumferð vegna þess að vindar bæri ösku frá Íslandi þangað yfir væri magnið miklu minna en á upphafsdögum gossins. Bæði kæmi miklu minni aska úr gosstöðinni og eins næði gosmökkurinn aðeins um sextán þúsund feta hæð miðað við þrjátíu þúsund fet áður og askan bærist því ekki viðlíka langt og áður. „Þótt þetta berist suður með vesturströnd Írlands ættu til dæmis Færeyjar að sleppa,“ sagði Óli Þór. Eydís Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Jarðvísinda- stofnun, lýsti því í fréttum Stöðvar 2 og á Vísi að nærri hefði liðið yfir hana þegar hún fór með Þor- steini Jónssyni, tæknimanni stofnunarinnar, til að taka sýni við lónið í Gígjökli í gær. Þau vöruðu í kjöl- farið fréttamenn og kvikmyndatökumenn á svæð- inu við hættunni af varasömum eiturgufum. Talið er að nú berist um 50 tonn af hrauni á sekúndu úr eldstöðinni. - gar Heitt vatn rann undan Gígjökli í gær undan hrauninu og aska berst til Írlands: Írar banna flug í dag vegna öskuskýs Afturelding í efstu deild Afturelding tryggði sér í gær sæti í N1-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu. íþróttir 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.