Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 29
vorverkin ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 2010 5 Vorannir eru hafnar hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur en þær eru forleikur að annasömu sumri. Aðalviðfangsefni félagsins er um- sjón Heiðmerkur en í skóginum fer fram endurnýjun og viðhald á áningarstöðum og stöðug grisjun meira og minna allt árið. „Efnið er aðallega nýtt í spæni sem undirlag fyrir húsdýr, í garða, göngustíga og fleira en auk þess er töluvert framleitt af eldivið og kurli. Félagið hefur einnig umsjón með útivistar- svæðinu í Esjuhlíðum en þar er stöðugt verið að bæta göngustíga og planta trjám,“ segir Kristján Bjarnason, skógarvörður í Esju- hlíðum. Fastir starfsmenn fé- lagsins eru fimm en vor- og sum- arvertíðin hefst fyrir alvöru í byrjun júní þegar aukinn mann- skapur fæst til starfa. „Við eigum von á miklum fjölda unglinga frá Vinnuskóla Reykjavíkurborgar, unglingum í atvinnu átaki, sjálf- boðaliðum og fleirum í sumar. Verkefnin eru fyrst og fremst grisjun, göngustígagerð og plönt- un trjáa,“ upplýsir Kristján. Þetta ár er þó sérstakt fyrir þær sakir að nú eru 60 ár frá því að Heið- mörk var opnuð almenningi og verður sérstök afmælisvika í lok júní. Þótt mestu annirnar séu ekki hafnar er lífríkið og mann- lífið allt að lifna við og fylgist Kristján með þeim breytingum sem verða frá degi til dags. „Vorið kemur með veiði- mönnunum, en að þessu sinni var Elliðavatnið opnað 1. apríl en ekki 1. maí eins og verið hefur. Apríl var reyndar fremur kald- ur en það hélt ekki mikið aftur af áköfum veiðimönnum,“ segir Kristján. Hann segir fluguna ekki hafa farið að kvikna að ráði fyrr en í lok apríl og að þá sé ekki að spyrja að fiskinum sem eltir púpuna. „Brumin byrja að þrútna á alaskavíðinum upp úr áramót- um og trén taka að laufgast í maí en það er nokkuð seinna en niðri í borginni enda erum við 70-100 metrum yfir sjávarmáli.“ Kristján segir hunangsflug- urnar fara á kreik í apríl og að þær séu áberandi í blómum víðis- ins til að byrja með. „Álftir, hús- endur og duggendur halda til á vatninu allan veturinn en þegar vorar koma gömlu farfuglarn- ir; lóan, stelkurinn, spóinn og hrossagaukurinn. Auk þess sjást hinir ýmsu flækingar í skóginum bæði vor og haust, fuglaskoður- um og ljósmyndurum til óbland- innar ánægju. Þeir eru einmitt áberandi merki vorkomunnar.“ Kristján segir kanínur meira áberandi með hverju árinu þótt refur og minkur haldi þeim eitt- hvað niðri. Fyrstu ungarn- ir sjást á spretti um þetta leyti árs. - ve Annirnar hefjast fyrir alvöru í byrjun júní Lífríkið og mannlífið er að lifna við bæði í Heiðmörk og Esjuhlíðum og fylgist Kristján Bjarnason með þeim breytingum sem verða frá degi til dags. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kanínur verða meira áberandi í Heiðmörk með hverju árinu sem líður en fyrstu ung- arnir sjást um þetta leyti árs. ● UMHIRÐA GARÐA Verkefnin í garðinum er yfir- skrift námskeiðs sem Endurmenntun háskólans stend- ur fyrir hinn 10. maí í samstarfi við HORTICUM mennta- félag. þar er sjónum beint að umhirðu á einka-, fjölbýlis- húsa- og sumarhúsalóðum og gert ráð fyrir að þátttakendur hafi brennandi áhuga fyrir garðrækt og faglegum vinnubrögðum. Fjallað verður um áburðargjöf, umhirðu grasflata, slátt, illgresishreinsun og út- plöntun svo nokkuð sé nefnt og sérstök áhersla lögð á umhverfisvænar leiðir. DAXARA – kjörin í vorverkin Daxara-kerra nýtist vel fyrir það sem þú þarft í garðinn; fjórhjólið eða bátinn; gamla ísskápinn, þvottavélina eða eldavélina sem þarf að koma á haugana; hjólbörurnar, sláttuvélina og nýja arininn sem á að fara í sumarbústaðinn; mótorhjólið, vélsleðann – og eiginlega hvað sem er. DAXARA 218 Sturtubúnaður, 13” dekk, opnanl. gafl framan og aftan Innanmál: 204x129x40 cm Burðargeta: 560 kg Verð 279.500 kr. Léttgreiðslur 46.583 kr. í 6 mán. DAXARA 158 Sturtubúnaður, 13” dekk, opnanl. gafl framan og aftan Innanmál: 145x100x40 cm Burðargeta: 540 kg Verð 174.500 kr. Léttgreiðslur 29.083 kr. í 6 mán. DAXARA 127 Sturtubúnaður Innanmál: 120x92x35 cm Burðargeta: 335 kg Verð 97.500 kr. Léttgreiðslur 16.250 kr. í 6 mán. REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 mánud.–föstud. 10–18 Laugard. 10–16 Lokað 1. m aí AKUREYRI Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 mánud.–föstud. 8–18 Laugard. 10–16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.