Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 29

Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 29
vorverkin ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 2010 5 Vorannir eru hafnar hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur en þær eru forleikur að annasömu sumri. Aðalviðfangsefni félagsins er um- sjón Heiðmerkur en í skóginum fer fram endurnýjun og viðhald á áningarstöðum og stöðug grisjun meira og minna allt árið. „Efnið er aðallega nýtt í spæni sem undirlag fyrir húsdýr, í garða, göngustíga og fleira en auk þess er töluvert framleitt af eldivið og kurli. Félagið hefur einnig umsjón með útivistar- svæðinu í Esjuhlíðum en þar er stöðugt verið að bæta göngustíga og planta trjám,“ segir Kristján Bjarnason, skógarvörður í Esju- hlíðum. Fastir starfsmenn fé- lagsins eru fimm en vor- og sum- arvertíðin hefst fyrir alvöru í byrjun júní þegar aukinn mann- skapur fæst til starfa. „Við eigum von á miklum fjölda unglinga frá Vinnuskóla Reykjavíkurborgar, unglingum í atvinnu átaki, sjálf- boðaliðum og fleirum í sumar. Verkefnin eru fyrst og fremst grisjun, göngustígagerð og plönt- un trjáa,“ upplýsir Kristján. Þetta ár er þó sérstakt fyrir þær sakir að nú eru 60 ár frá því að Heið- mörk var opnuð almenningi og verður sérstök afmælisvika í lok júní. Þótt mestu annirnar séu ekki hafnar er lífríkið og mann- lífið allt að lifna við og fylgist Kristján með þeim breytingum sem verða frá degi til dags. „Vorið kemur með veiði- mönnunum, en að þessu sinni var Elliðavatnið opnað 1. apríl en ekki 1. maí eins og verið hefur. Apríl var reyndar fremur kald- ur en það hélt ekki mikið aftur af áköfum veiðimönnum,“ segir Kristján. Hann segir fluguna ekki hafa farið að kvikna að ráði fyrr en í lok apríl og að þá sé ekki að spyrja að fiskinum sem eltir púpuna. „Brumin byrja að þrútna á alaskavíðinum upp úr áramót- um og trén taka að laufgast í maí en það er nokkuð seinna en niðri í borginni enda erum við 70-100 metrum yfir sjávarmáli.“ Kristján segir hunangsflug- urnar fara á kreik í apríl og að þær séu áberandi í blómum víðis- ins til að byrja með. „Álftir, hús- endur og duggendur halda til á vatninu allan veturinn en þegar vorar koma gömlu farfuglarn- ir; lóan, stelkurinn, spóinn og hrossagaukurinn. Auk þess sjást hinir ýmsu flækingar í skóginum bæði vor og haust, fuglaskoður- um og ljósmyndurum til óbland- innar ánægju. Þeir eru einmitt áberandi merki vorkomunnar.“ Kristján segir kanínur meira áberandi með hverju árinu þótt refur og minkur haldi þeim eitt- hvað niðri. Fyrstu ungarn- ir sjást á spretti um þetta leyti árs. - ve Annirnar hefjast fyrir alvöru í byrjun júní Lífríkið og mannlífið er að lifna við bæði í Heiðmörk og Esjuhlíðum og fylgist Kristján Bjarnason með þeim breytingum sem verða frá degi til dags. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kanínur verða meira áberandi í Heiðmörk með hverju árinu sem líður en fyrstu ung- arnir sjást um þetta leyti árs. ● UMHIRÐA GARÐA Verkefnin í garðinum er yfir- skrift námskeiðs sem Endurmenntun háskólans stend- ur fyrir hinn 10. maí í samstarfi við HORTICUM mennta- félag. þar er sjónum beint að umhirðu á einka-, fjölbýlis- húsa- og sumarhúsalóðum og gert ráð fyrir að þátttakendur hafi brennandi áhuga fyrir garðrækt og faglegum vinnubrögðum. Fjallað verður um áburðargjöf, umhirðu grasflata, slátt, illgresishreinsun og út- plöntun svo nokkuð sé nefnt og sérstök áhersla lögð á umhverfisvænar leiðir. DAXARA – kjörin í vorverkin Daxara-kerra nýtist vel fyrir það sem þú þarft í garðinn; fjórhjólið eða bátinn; gamla ísskápinn, þvottavélina eða eldavélina sem þarf að koma á haugana; hjólbörurnar, sláttuvélina og nýja arininn sem á að fara í sumarbústaðinn; mótorhjólið, vélsleðann – og eiginlega hvað sem er. DAXARA 218 Sturtubúnaður, 13” dekk, opnanl. gafl framan og aftan Innanmál: 204x129x40 cm Burðargeta: 560 kg Verð 279.500 kr. Léttgreiðslur 46.583 kr. í 6 mán. DAXARA 158 Sturtubúnaður, 13” dekk, opnanl. gafl framan og aftan Innanmál: 145x100x40 cm Burðargeta: 540 kg Verð 174.500 kr. Léttgreiðslur 29.083 kr. í 6 mán. DAXARA 127 Sturtubúnaður Innanmál: 120x92x35 cm Burðargeta: 335 kg Verð 97.500 kr. Léttgreiðslur 16.250 kr. í 6 mán. REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 mánud.–föstud. 10–18 Laugard. 10–16 Lokað 1. m aí AKUREYRI Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 mánud.–föstud. 8–18 Laugard. 10–16

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.