Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 10
10 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR fyrir “efi n” í lífin u Hvað ef... Hver veit? Við vitum aldrei hvað dregur á daga OKKAR. Því er gott að vita að það séu traustar undirstöður til staðar þegar við þurfum á þeim að halda. o þ Líf og ábyrgð einstaklinga breytist og það er mikilvægt að tryggingarvernd þín taki mið af því. Hafir þú gengið í hjónaband, keypt stærra INDLAND, AP Mohammed Ajmal Kasab, eini árásarmaðurinn af tíu sem lifði af, var í gær dæmd- ur sekur um aðild að hryðju- verkaárásum á Mumbaí á Ind- landi árið 2008. Tveir Indverjar, sem ákærðir höfðu verið fyrir að veita árás- armönnunum aðstoð, voru hins vegar sýknaðir. Kasab gerði ásamt félaga sínum árás á aðallestarstöðina í Múmbaí, þar sem þeir hófu skot- árás á fólk. Alls kostuðu árásirnar á nokkr- ar helstu byggingar borgarinnar 166 manns lífið. - gb Dómur felldur á Indlandi: Árásarmaður dæmdur sekur VEIFAR DÓMNUM Ujjwal Nikam sak- sóknari sýnir fjölmiðlum dóminn. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Flokksleiðtogarnir David Cameron, Nick Clegg og Gordon Brown þeyttust um Bretland í gær til að afla flokk- um sínum atkvæða. Þingkosningar verða á fimmtudag. Þeir notuðu hvert tækifæri til að skjóta hver á annan. Þannig sagði Clegg að Camer- on hefði sýnt af sér ólýsanlegan hroka þegar hann sagðist sigurviss um helgina, en Cameron svaraði í gær og sagðist ekki taka neitt gefið í þeim efnum. Gordon Brown forsætisráðherra viður- kenndi að hann væri að berjast fyrir pólit- ísku lífi sínu í þessum kosningum sem færu fram í skugga efnahagshruns. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið Guardian birti í gær, er Íhalds- flokki Camerons spáð 33 prósent atkvæða, en Verkamannaflokkur Browns og Frjáls- lyndir demókratar Nicks Cleggs eru jafnir með 28 prósent atkvæða. Verkamannaflokkurinn hefur verið með 345 þingsæti á kjörtímabilinu sem er að ljúka, en til þess að fá meirihluta á þingi þarf 326 þingsæti af 650. Allt stefnir í að enginn flokkanna þriggja nái hreinum meirihluta á þingi, sem þýðir að Clegg kemst í lykilstöðu. Hann getur sett skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi og tekið boði þess flokks sem fellst á fleiri af stefnu- málum frjálslyndra. - gb Bretar búa sig undir meirihlutalaust þing eftir kosningarnar á fimmtudag: Atkvæðaveiðar í hámarki CAMERON HLEYPUR David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, var ekkert að fela sig fyrir ljósmyndur- um þegar hann brá sér út að skokka í gær. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARFÉLÖG Alls hafa níu sveitar- félög fengið viðvörun frá eftirlits- nefnd með fjármálum sveitarfélaga á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Möll- er, ráðherra sveitarstjórnarmála, við fyrirspurn Þórs Saari. Eitt sveitarfélag til hefur verið varað við eftir sömu reglum. Sveitarfélagið Álftanes er það eina sem hefur tilkynnt um fjár- þröng á þessum tíma, en áður hafði Bolungarvíkurkaupstaður gert það. Samningur var gerð- ur um fjárhagslegar aðgerðir við Bolungarvík, en staðan á Álftanesi var svo alvarleg að þar var skipuð fjárhaldsstjórn. Nefndin hefur sent sjö sveitar- félögum bréf og gert athugasemdir við skuldsetningu þeirra og óskað eftir að fá ársfjórðungslegar upp- lýsingar úr bókhaldi þeirra. Þá fékk Sandgerðisbær athugasemd frá nefndinni, en ákveðið var að aðhafast ekki frekar að sinni. - kóp Álftanes hefur eitt sveitarfélaga tilkynnt um fjárþröng: Viðvörun send til níu sveitarfélaga ÁLFTANES Sveitarfélaginu Álftanesi hefur verið skipuð fjárhaldsstjórn, einu sveitar- félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HUNDUR MEÐ HATT Á gæludýrasýningu í Makuhari í Japan um helgina var þess- um hundi stillt upp fyrir myndatöku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.