Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 22
HANNYRÐIR SAUMAKLÚBBURINN er snið-ugur áskriftarklúbbur fyrir áhugafólk um hannyrðir. Nánar á www.klubbhusid.is. Heill árgangur stúlkna í Borga- skóla tók þátt í prjónaklúbbnum sem varð til síðastliðið haust innan skólans. Þær eru, eða verða, allar tíu ára á þessu ári. Áhuga þeirra á prjónaskapnum má rekja til einnar móðurinnar, Arndísar Hilmarsdóttur kennara, sem hefur smitað svona rækilega út frá sér, ekki bara til bekkjar- systra dóttur sinnar heldur til mæðra þeirra líka. „Okkur foreldrunum fannst nóg að hafa klúbbinn hálfsmánað- arlega en stelpurnar vildu hittast oftar,“ segir Arndís glaðlega. Hún segir mæðurnar mæta oftast líka með sína handavinnu, spjalla saman og kynnast og einn föður hafa komið einu sinni. Af einhverj- um ástæðum virðist prjónaáhugi mjög kynbundinn og höfða meira til kvenþjóðarinnar. Ýmislegt fallegt liggur eftir stúlkurnar á prjónasviðinu eins og vænta má að vetri liðnum. Húfur, treflar, töskur og veski hafa orðið til í klúbbnum og hulstur utan um farsíma eru líka á afrekaskránni. Arndís kveðst hafa byrjað á að prjóna sýnishorn af nokkrum hlutum sem þær gætu farið eftir og sett suma þeirra í þvottavél til þæfingar. Það hefur orðið vinsæl meðhöndlun á hlutunum, sérstak- lega á það við um töskurnar. Engar tvær stúlkur hafa gert nákvæmlega eins hluti í klúbbnum nema hvað fyrir jólin var herferð í að gera jólasveinahúfur úr rauðu bómullargarni og hvítu loðgarni. „Þær skelltu sér allar í húfuprjón þá,“ segir Arndís og hrósar litlu dömunum óspart fyrir dugnað í vetur. gun@frettabladid.is Hittast með prjónana Þær eru hressar stelpurnar í Borgaskóla í Grafarvogi sem hafa hist hálfsmánaðarlega utan skólatíma í vetur með prjónana sína og alla vega lita hnykla og dokkur. Svo hefur margt fallegt fæðst. Foreldrunum fannst nóg að hafa klúbbinn hálfsmánaðarlega en þær vildu hittast oftar enda eru þær iðjusamar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tveggja kvölda námskeið í víravirkistækni verður haldið í Handverkshúsinu í Bolholti í Reykjavík 20. og 27. maí. Þangað geta byrjendur komið og farið heim með kross eða eyrna- lokka sem þeir hafa gert með eigin hendi. Aðferðin hefur verið notuð um aldir í þjóðbúningagerð á Íslandi. „Lykillinn að okkar námskeið- um er sá að við komum fólkinu af stað, sýnum því aðferðirn- ar og svo æfir það sig heima,“ segir Þorsteinn Eyfjörð, eigandi Handverkshússins. Hann kveðst selja efni og græjur sem við þurfi þannig að fólk geti haldið áfram að stunda þá iðju sem það lærir. „Námskeiðin eru öll hugsuð þannig að fólk geti unnið heima á eldhúsborðinu.“ - gun Læra handtökin Kross er eitt fyrsta verkefnið sem nem- endur spreyta sig á í víravirkistækninni. MYND/HANDVERKSHÚSIÐ Súluhöfða 15 – 270 Mosfellsbæ s: 895 6086 Opnunartímar: mánud. – föstud. milli kl:13:00–18:00 GÆÐA GARN Á GÓÐU VERÐI Heildsöludreifing: Satúrnus ehf. Brautarholti 4A, Reykjavík. Fæst í hannyrðavöruverslunum Gæða prjónar Eftirlæti hand a þi nna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.