Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 24
„Þegar ég var í sérnámi úti í Ameríku og krakkarnir mínir voru að stíga sín fyrstu spor í fót- bolta sá ég að þar var ávallt boðið upp á fótbolta fyrir krakka með sérþarfir líka,“ segir Ýr Sigurðar- dóttir barnataugalæknir. Hún kom því til leiðar nýlega að fótbolta- námskeið yrði haldið fyrir börn með sérþarfir hjá íþróttafélaginu Stjörnunni í Garðabæ. Hugmyndina fékk hún í raun frá sjúklingum sínum. „Þau hafa mörg hver áhuga á knattspyrnu eins og gengur, koma jafnvel í fótbolta- treyjum og eiga sér uppáhaldsleik- menn,“ segir Ýr glaðlega en sjálf hefur hún mikinn áhuga á fót- bolta og á dætur í boltanum. „Mér datt í hug að það vantaði æfingar fyrir minn sjúklingahóp,“ segir Ýr sem þó telur að boðið sé upp á svipaða þjónustu hjá KR og ÍA og einnig Öspinni en alltaf megi gera betur. Ýr fékk með sér þjálfara úr meistaraflokki kvenna í Stjörn- unni sem einnig hafa áhuga á þessu málefni. „Ein er í sálfræði, önnur í íþróttafræði og sú þriðja hefur unnið mikið með fötluðum,“ segir hún og tekur fram að hug- myndinni hafi hvarvetna verið vel tekið. Þær eru í samstarfi við Garðabæ og Stjörnuna og fá afnot af húsnæði íþróttafélagsins á laugardögum. Þá fékk hún einn- ig styrk frá velferðarsjóði barna til að kaupa búninga og halda námskeiðsgjöldum í lágmarki. Námskeiðið stendur í átta skipti, en fyrsta æfingin fór fram laugardaginn 24. apríl. „Krakk- arnir voru mjög glaðir og tóku sig vel út í búningunum sem þeir fá að klæðast á æfingunum,“ segir Ýr sem fær hjálp frá fjórða flokki kvenna enda þarf marga aðstoðar- menn á svona námskeið. Ýr býst við að haldið verði eitt vikunámskeið í sumar og ef nægur áhugi skapast verður haldið áfram með námskeið í haust. „Síðan sé ég fyrir mér að það þurfi að koma slíkum námskeiðum af stað á fleiri stöðum í framtíðinni,“ segir Ýr en námskeiðin eru opin öllum börnum á höfuðborgarsvæðinu sem ekki geta nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf sinna félaga vegna fötlunar og/eða þroskafrávika. solveig@frettabladid.is Allir höfðu gaman af Fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir eru í gangi hjá Stjörnunni í Garðabæ. Ýr Sigurðardóttir, barna- taugalæknir og fótboltaáhugamaður, fékk hugmyndina út frá fótboltaáhuga sjúklinga sinna. Fyrsta æfingin gekk vel. Að sitja og hlusta á þjálfarann þótti krökkunum skemmtilegt. MYND/ÚR EINKASAFNI TANNÞRÁÐ skal nota daglega til að hreinsa á milli tanna ef viðhalda á góðri tannheilsu. Börn geta ekki séð um tannhirðu sína fyrr en á aldr- inum tíu til tólf ára. Sum þurfa aðstoð með tannþráðinn lengur. Kókosolía er tilvalin til að þrífa burtu augn- farða eftir daginn. Bleytið bómullar- hnoðra og vætið með nokkrum drop- um af kókosolíu en þannig rennur málningin af. Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Takkaskór besta verði ð í bænum ? Stærðir 31-46 kr. 5.495.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.