Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 24

Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 24
„Þegar ég var í sérnámi úti í Ameríku og krakkarnir mínir voru að stíga sín fyrstu spor í fót- bolta sá ég að þar var ávallt boðið upp á fótbolta fyrir krakka með sérþarfir líka,“ segir Ýr Sigurðar- dóttir barnataugalæknir. Hún kom því til leiðar nýlega að fótbolta- námskeið yrði haldið fyrir börn með sérþarfir hjá íþróttafélaginu Stjörnunni í Garðabæ. Hugmyndina fékk hún í raun frá sjúklingum sínum. „Þau hafa mörg hver áhuga á knattspyrnu eins og gengur, koma jafnvel í fótbolta- treyjum og eiga sér uppáhaldsleik- menn,“ segir Ýr glaðlega en sjálf hefur hún mikinn áhuga á fót- bolta og á dætur í boltanum. „Mér datt í hug að það vantaði æfingar fyrir minn sjúklingahóp,“ segir Ýr sem þó telur að boðið sé upp á svipaða þjónustu hjá KR og ÍA og einnig Öspinni en alltaf megi gera betur. Ýr fékk með sér þjálfara úr meistaraflokki kvenna í Stjörn- unni sem einnig hafa áhuga á þessu málefni. „Ein er í sálfræði, önnur í íþróttafræði og sú þriðja hefur unnið mikið með fötluðum,“ segir hún og tekur fram að hug- myndinni hafi hvarvetna verið vel tekið. Þær eru í samstarfi við Garðabæ og Stjörnuna og fá afnot af húsnæði íþróttafélagsins á laugardögum. Þá fékk hún einn- ig styrk frá velferðarsjóði barna til að kaupa búninga og halda námskeiðsgjöldum í lágmarki. Námskeiðið stendur í átta skipti, en fyrsta æfingin fór fram laugardaginn 24. apríl. „Krakk- arnir voru mjög glaðir og tóku sig vel út í búningunum sem þeir fá að klæðast á æfingunum,“ segir Ýr sem fær hjálp frá fjórða flokki kvenna enda þarf marga aðstoðar- menn á svona námskeið. Ýr býst við að haldið verði eitt vikunámskeið í sumar og ef nægur áhugi skapast verður haldið áfram með námskeið í haust. „Síðan sé ég fyrir mér að það þurfi að koma slíkum námskeiðum af stað á fleiri stöðum í framtíðinni,“ segir Ýr en námskeiðin eru opin öllum börnum á höfuðborgarsvæðinu sem ekki geta nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf sinna félaga vegna fötlunar og/eða þroskafrávika. solveig@frettabladid.is Allir höfðu gaman af Fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir eru í gangi hjá Stjörnunni í Garðabæ. Ýr Sigurðardóttir, barna- taugalæknir og fótboltaáhugamaður, fékk hugmyndina út frá fótboltaáhuga sjúklinga sinna. Fyrsta æfingin gekk vel. Að sitja og hlusta á þjálfarann þótti krökkunum skemmtilegt. MYND/ÚR EINKASAFNI TANNÞRÁÐ skal nota daglega til að hreinsa á milli tanna ef viðhalda á góðri tannheilsu. Börn geta ekki séð um tannhirðu sína fyrr en á aldr- inum tíu til tólf ára. Sum þurfa aðstoð með tannþráðinn lengur. Kókosolía er tilvalin til að þrífa burtu augn- farða eftir daginn. Bleytið bómullar- hnoðra og vætið með nokkrum drop- um af kókosolíu en þannig rennur málningin af. Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Takkaskór besta verði ð í bænum ? Stærðir 31-46 kr. 5.495.-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.