Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 2
2 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Valdís, þurftirðu að toga í marga spotta? „Já, ég togaði í marga spotta og kom einum hrafni fyrir í tónlistar- húsinu.“ Valdís Viðarsdóttir, forstöðumaður Menn- ingarmiðstöðvarinnar í Listagili, hefur hannað hrafna sem blaka vængjunum þegar togað er í spotta. UMHVERFISMÁL Eyþór Arnalds, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, gagnýnir uppbyggingu í fuglafriðlandi við Ölfusá og að sett skuli hafa verið út hræ af skörfum til að fóðra erni. „Það er furðulegt að raska ró fuglafriðlandsins með því annars vegar að dreifa þar fuglshræjum til að lokka erni í varplandið og hins vegar með því að reisa þar kaffi- hús og leggja út í malbikunarfram- kvæmdir,“ segir Eyþór. Nýlega gerði Árborg nýjan samn- ing við Fuglavernd um umsjón með friðlandinu í Flóa og uppbyggingu þar. Jóhann Óli Hilmarsson, for- maður félagsins, hafnar algerlega fullyrðingum Eyþórs um að fram- kvæmdirnar eða það að leggja út æti fyrir erni raski lífríkinu í friðland- inu. Þær séu aðeins „pólitískt mold- viðri“ í aðdraganda kosninga. „Ég held að hann ætti að einbeita sér að sellóinu bara og láta það í friði sem hann hefur ekki hundsvit á og veit ekkert um og er að blaðra um eins og vitleysingur úti um allar jarðir,“ segir Jóhann Óli sem kveð- ur alvanalegt að ernir séu fóðraðir. Það sé víða gert þegar harðindi séu mest á vetr- um. Jóhann segist sjálfur hafa lagt út skarfahræin með félögum sínum og hann hafi oft gert það áður. Það hafi þó ekki borið tilætlaðan árangur í þetta skipti heldur ein- göngu laðað að sér hrafna og máva. Hætt sé að bera æti í ernina áður en varp annarra fugla hefst. Hann hafi ætlað að vera búinn að fjar- læga skarfahræin fyrir vígslu nýs fuglaskoðunarhúss. „En það kom þarna eitthvert fólk degi of snemma og sá þetta – annars hefði aldrei neinn vitað af þessu,“ segir hann. Eyþór gagnrýnir einnig að Jóhann Óli, sem fulltrúi Vinstri grænna í umhverfisnefnd Árborg- ar, hafi setið beggja vegna borðs- ins í samningum sveitarfélags- ins og Fuglaverndar, þar sem Jóhann er formaður eins og fyrr segir. Jóhann sat fund umhverfis- nefndar þegar samningur Árborg- ar við Fuglavernd var samþykkt- ur. „Mér finnst alltaf heppilegra að menn víki sæti þegar fjallað er um mál sem eru þeim tengd,“ segir Eyþór. Jóhann segir það aðeins hafa verið hugsunarleysi hjá sér að sitja fundinn þegar samningurinn var samþykktur. „Ég var kallaður þarna inn sem varamaður á einn fund. Þessi samningur er búinn að vera tilbúinn í þrjú ár og hann var ekkert ræddur efnislega á þessum fundi,“ ítrekar Jóhann. gar@frettabladid.is Mávar átu skarfahræ ætluð örnum í Flóa Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Árborg segir það ógna lífríki í fuglafriðlandi í Flóa að leggja þar út skarfahræ fyrir erni. Hann gagnrýnir einnig fulltrúa Vinstri grænna fyrir að sitja beggja vegna borðs í samningum við sveitarfélagið. Ég held að hann ætti að einbeita sé að sell- óinu bara og láta það í friði sem hann hefur ekki hunds- vit á og veit ekkert um og er að blaðra um eins og vitleys- ingur út um allar jarðir. JÓHANN ÓLI HILMARSSON FORMAÐUR FUGLAVERNDAR OG VARA- MAÐUR Í UMHVERFISNEFND ÁRBORGAR. HAFÖRN Þó að ernir verpi ekki á flatlendinu í fuglafriðlandinu í Flóanum lögðu velunnarar þeirra í Fuglavernd út æti fyrir þá síðla vetrar. DÓMSMÁL Uppákoman í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir helgi, þar sem tveir voru handteknir í dómsal eftir að hafa neitað að yfirgefa hann að kröfu dómara, verður skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Þetta segir Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindamálaráðherra. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi eins þeirra nímenninga sem verið var að rétta yfir fyrir árás á Alþingi, hefur sagt að mannréttindi hafi verið brotin á þeim sem lögregla bar út úr dómsalnum enda skuli réttar- höld vera opin öllum. Ragnar sendi í kjölfarið bréf á dómstjóra Héraðs- dóms Reykjavíkur og ráðherra þar sem hann krefst þess að svona nokk- uð komi aldrei fyrir aftur. Ragna áréttar að dómari stýri þinghaldi og hafi til þess ríkar heimildir. „En ráðuneytið mun skoða málið eins og lagaheimildir leyfa,“ segir hún. „Til að afla gagna í málinu mun dómsmálaráðuneytið senda erindi lögmannsins til emb- ættis Lögreglustjórans á höfuðborg- arsvæðinu til umsagnar. Auk þess munum við óska eftir því að vera upplýst um viðbrögð dómstjóra héraðsdóms við erindinu.“ Ragna bendir að lokum á það að þeir sem telji að lögreglan hafi brotið gegn sér eigi að beina kærum sínum til ríkissaksóknara. - sh Dómsmálaráðherra segir dómara hafa ríkar heimildir til að stýra réttarhöldum: Mun skoða handtökurnar í dómsal SKOÐAR MÁLIÐ Ragna Árnadóttir segir að þeir sem telja að lögreglan hafi brot- ið á sér eiga að kæra það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN, AP Tony Hayward, framkvæmdastjóri olíu- félagsins BP, segir að fyrirtækið muni greiða kostnað- inn við að hreinsa upp olíu frá olíuborpallinum Deep- water Horizon, sem sökk í Mexíkóflóa. „Við berum ábyrgð, ekki á slysinu, heldur á olíunni,“ sagði Hayward. Hann segir að tækjabúnaður í olíubor- pallinum hafi bilað og þess vegna hafi olían lekið út. Olían er byrjuð að berast á strandir Mexíkóflóa, en með flotgirðingum og öðrum aðgerðum er reynt að draga úr tjóninu. Líklegt þykir að olía haldi áfram að streyma úr olíu- lindinni í að minnsta kosti viku. Unnið er að því að smíða 74 tonna stál- og steypukassa sem reyna á að láta síga niður á hafsbotninn, en þar eiga þeir að taka við olíunni sem síðan verður leidd úr þeim upp í olíuflutningapramma á yfirborði sjávar. Þangað til má búast við að nærri fjórar milljónir lítra streymi út í hafið til viðbótar við þær tíu milljónir lítra sem þegar hafa lekið út. - gb Olíufélagið BP viðurkennir að hluta ábyrgð á olíulekanum við Mexíkóflóa: BP greiðir kostnað við hreinsun VEIÐAR BANNAÐAR Ostruveiðimenn við Mexíkóflóa taka saman búnað sinn. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Lögreglan í Bandaríkjunum leggur engan sérstakan trúnað á yfirlýsingu frá pakistanskri talibanahreyf- ingu, sem sagðist bera ábyrgð á sprengjuárás á Times-torgi í New York. Sprengjan hefði getað valdið miklu tjóni ef sprengibúnaður hennar hefði ekki klikkað, þegar henni hafði verið komið fyrir á torginu á laugardagskvöld. Lögregluyfirvöld vilja ná tali af manni, sem sást í öryggis- myndavélum skipta um skyrtu skammt frá árásarstaðnum. Einnig var eigandi sendibifreið- ar yfirheyrður. - gb Árásin á Times-torgi: Yfirlýsingu tali- bana ekki trúað SKIPTI UM SKYRTU Lögregla vill ná tali af manni, sem mynd náðist af. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hundrað störf skapast Grindavíkurbær og Carbon Recycling International skrifuðu í gær undir samning um byggingu á sambyggðri jarðvarma- og eldsneytisverksmiðju að Eldvörpum við Grindavík. Í til- kynningu kemur fram að verksmiðjan muni framleiða allt að hundrað millj- ón lítra af eldsneyti og að hundrað störf muni skapast. GRINDAVÍK ÞÝSKALAND, AP Yvo de Boer, frá- farandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir enga von til þess að nýr alþjóðasamningur um loftslagsmál verði að veruleika á þessu ári. Á fyrirhugaðri ráðstefnu í Mexíkó í desember verði einung- is hægt að leggja línurnar um takmörkun á útblæstri gróður- húsalofttegunda. „Eftir það getum við farið að taka ákvörðun um samning,“ sagði hann á fundi loftslagsfræð- inga í Þýskalandi í gær. Á loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember síðastliðnum tókst ekki að ná samkomulagi. - gb Yvo de Boer ekki bjartsýnn: Enginn samn- ingur á árinu YVO DE BOER Fráfarandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL, AP Þeir Árni Páll Árnason, félags- og trygginga- málaráðherra, og Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hafa undirritað samning um að nýtt hjúkrunarheimili verði reist á Völlunum í Hafnarfirði. Stefnt er að því að heimilið verði tilbúið til notkunar árið 2012 og þar verði 60 hjúkrunarrými. Bær- inn mun leggja heimilinu til lóð og annast hönnun og byggingu þess, en ráðuneytið mun greiða Hafnar- firði hlutdeild í húsaleigu í fjörutíu ár, og verður það metið sem ígildi stofnkostnaðar. - gb Samningur undirritaður: Nýtt hjúkrun- arheimili rís MEXÍKÓ, AP Vopnaðir menn óku upp að fótboltavelli í borginni Acapulco í Mexíkó fyrrinótt og skutu fimm manns sem voru þar að leik. Mennirnir fimm létu lífið samstundis, en talið er að árásin tengist átökum fíkniefnagengja sem staðið hafa yfir þar í landi misserum saman. Ekki er vitað hvers vegna mennirnir voru að spila fótbolta svo seint um kvöld, en á þessum slóðum er hiti oft það mikill að fólk bíður fram á nótt til að æfa íþróttir eða sinna störfum. - gb Fíkniefnastríðið í Mexíkó: Fimm myrtir á knattspyrnuleik SPURNING DAGSINS www. tengi.is Gæði,þjónusta og ábyrgð - það er TENGI IFÖ INNRÉTTING EINFALDAR Í UPPSETNINGU - KOMA SAMSETTAR! 29.900.- Tilboðsverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.