Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 46
30 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Söngkonan Alic- ia Keys segist aldrei nota tækn- ina sem er í boði í hljóðverum til að betrumbæta rödd sína. Þess í stað treystir hún algjörlega á sína eigin rödd. „Ég nota aldrei „Auto-Tune“ eða eitthvað í þeim dúr. Ég vil ekki sjá svoleiðis hugbúnað. Mér er sama þótt aðrir noti hann en ef ég get ekki sungið lagið upp á eigin spýtur þá tek ég það ekki upp,“ sagði Keys. Hún er dugleg við að semja ný lög og notar oft farsím- ann þegar sköpunargáfan kemur yfir hana. „Ég punktaði smá niður á símann minn fyrir nokkrum dögum. Það er gömul hugmynd að lagi sem kallast Holy Love.“ Treystir bara á eigin rödd ALICIA KEYS > EKKI LENGI AÐ ÞESSU Leikkonan Halle Berry tilkynnti í síðustu viku að samband hennar og fyrirsætunnar Gabri- el Aubry væri á enda. Um helgina skellti Berry sér svo í leikhús með nýjum manni og leiddust þau að sýning- unni lokinni. Ekki hefur fengist staðfest hver nýi maðurinn er né hvers eðlis samband þeirra er. Sumir miðlar vilja meina að hann sé gamall vinur en aðrir segja að ástin blómstri á ný. Safta Jaffery, viðskiptaráðgjafi Muse og umboðsmaður hljóðupp- tökustjóra, verður á mælendaskrá þeirra sem koma fram á fræðslu- kvöldi Útón í Norræna húsinu í kvöld. Safta stofnaði árið 1996 framleiðslufyrirtækið Taste Media og ári síðar kynntist hann Muse í gegnum umboðsmann Dennis Smith, eiganda Sawmills-hljóð- versins. Þeir lögðu saman grunn- inn að velgengni Muse og Safta er enn þá einn helsti viðskiptaráð- gjafi hljómsveitarinnar. Þess má geta að Safta var á meðal gesta í kynningarpartíi Útóns í Los Ang- eles á dögunum þar sem Emilíana Torrini tróð upp. Ásamt Safta tala á fræðslukvöldinu þau Eiður Arnarsson, útgáfustjóri hjá Senu, Tómas Þorvaldsson lögmaður og Silja Bára Ómarsdóttir. Skráning á fræðslukvöldið fer fram hjá thor- ey@utflutningsrad.is. Muse-maður heldur ræðu Ása Ninna Pétursdóttir fatahönn- unarnemi var fengin til að hanna nýja kjóla á Jórukórinn frá Sel- fossi. Ása Ninna flutti nýverið heim eftir tveggja ára dvöl í Danmörku og bauðst henni að taka að sér verk- efnið stuttu eftir heimkomuna. „Einn kórmeðlimurinn hafði eitt sinn keypt kjól af mér og hún bauð mér verkefnið. Mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að slá til. Ég vildi ekki gera hefðbundna kjóla á þær heldur ákvað að gera kjóla sem innblásnir voru af páfuglunum sem ég hafði séð í Tívolíinu í Kaup- mannahöfn þannig að kjólarnir eru mjög skrautlegir,“ útskýrir Ása Ninna. Verkefnið tók um fimm vikur og að sögn Ásu Ninnu gekk það vel þótt það hafi verið strembið. „Konurnar í kórnum eru eins og gefur að skilja á öllum aldri og í öllum stærðum og gerðum þannig að ég þurfti að sníða kjóla í ýmsum stærðum. Ég var ein um sníðagerð og saumaskapinn nema síðustu þrjá dagana, þá fékk ég aðstoð saumakonu við að falda og ganga frá. Þannig að þetta var pínu púl en gekk upp fyrir rest.“ Ása Ninna lenti þó í svolitlum hremmingum þar sem efnið sem sauma átti kjólana úr tafðist á leið- inni til landsins og kom aðeins fjór- um dögum fyrir skiladag. „Ég fékk það á mánudegi og átti að afhenda kjólana á fimmtudegi þannig að ég stóð á haus síðustu dagana. Þetta gekk þó á endanum.“ Ása Ninna heldur áfram með hönnunarnám sitt við Listaháskóla Íslands í haust en í sumar hyggst hún nýta tímann til að hanna barna- og herralínu undir heitinu Pardus, en hún hefur áður hannað flíkur á konur undir sama nafni. „Ég ætla að reyna að vera dugleg að vinna í mínu eigin í sumar og reyna að koma mér á framfæri,“ segir Ása Ninna að lokum. - sm Saumaði 40 kjóla á fjórum dögum DUGLEGUR HÖNNUÐUR Ása Ninna Pétursdóttir tók að sér að hanna kjóla á Jórukórinn frá Selfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söngkonan Cheryl Cole segist fylgja matarkúr sem er sérstak- lega ætlaður hennar blóðflokki. „Móðir mín sagði mér frá þess- um kúr. Þar er tekið mið af blóð- flokki manns við fæðuval og mér ráðlagt að neyta ekki ákveðinnar fæðu. Eftir að ég byrjaði á kúrn- um líður mér mun betur bæði líkamlega og andlega og er ég einnig orkumeiri en áður,“ sagði söngkonan sem hefur bæst í hóp stjarna á borð við fyrirsætuna Miröndu Kerr og söngvarann Cliff Richard sem einnig fylgja kúrnum. Cole skildi við eiginmann sinn, fótboltamanninn Ashley Cole, fyrir skemmstu og hefur einbeitt sér að söngferli sínum síðan. Hún viður- kenndi einnig að hún fari sjaldan í ræktina því hún þurfi þess ekki. „Ég hef í mörgu að snúast þessa dagana og það heldur mér í góðu formi. Þess utan eyði ég miklum tíma í dansæfingar og annan undirbúning fyrir tónleikahald og það er mikið púl að dansa marga klukkutíma á dag.“ Cheryl Cole á nýjum kúr ORKUMIKIL Cheryl Cole segist ekki þurfa á ræktinni að halda því hún fái næga hreyfingu úr dansæfingum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY *E in un gi s er g re it t up ph af gj al d 6 kr . a f h ve rj u sí m ta li. M án .v er ð 1. 76 5 kr . E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 6 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.