Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 31
vorverkin ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 2010 7 Barátta við mosa er mörgum höf- uðverkur, en þessi vágestur lætur iðullega á sér kræla á vorin sem er hans helsti vaxtartími. Best er að fara vopnaður annaðhvort hrífu eða mosatætara út í garð eftir magni mosans og bera kalk á flöt- ina þegar verkinu er lokið, þar sem mosinn þrífst verr í kalríkum jarð- vegi. Þá er tilvalið að bera áburð á flötina svo grasið nái yfirhönd- inni í baráttunni við mosann og er best að gera það í maí, júní og júlí meðan á vaxtartíma grassins stendur. Burt með allan mosa Nú er tímabært að láta til skarar skríða gegn mosanum. ● RÉTT ÁHÖLD Þótt ekki sé runninn upp tími trjáklippinga er mikil- vægt að hafa réttu áhöldin þegar að þeim kemur í sumar. Best er að nota sög til að klippa stórar trjágreinar en hvassar klippur á þær minni. Áríð- andi er að áhöldin rífi ekki eða særi heldur skilji eftir sig snyrtileg og hrein sár, sem trén loka síðan með kvoðu eða safa á réttu árstímunum. Þar sem safastreymi er minna á haustin er hins vegar hætt við að sárin lokist ekki og því getur óværa komist í þau og inn í vef trésins. Því er betra að klippa á sumrin. ● NEYÐARKALL Ekki eru allir svo lánsamir að vera með græna fingur auk þess sem sum garðverk eru hreinlega þess eðlis að vana menn þarf í verkið. Á Íslandi eru starfrækt fjölmörg fyrirtæki sem annast helstu garðverk, svo sem að fella og fjarlægja tré og annan garðúrgang, hlaða grjótveggi, leggja rotþrær og margt fleira. Þeirra á meðal er fyrirtækið Vorverk en um það má lesa á www.vorverk.is. ● GLANSANDI FÍNIR GLUGGAR AÐ VORI Blessuð sólin elskar allt segir í kvæðinu enda tökum við henni fagnandi þegar fer að vora. Sól- argeislarnir afhjúpa þó illilega óhreinindin á gluggarúðunum svo eitt af vorverkunum er að þrífa gluggana. Einfaldast er að blanda uppþvottalegi út í volgt vatn til að þvo rúðurnar upp úr en líka er hægt að blanda einum desilítra af borðediki út í einn lítra af vatni. Edikið verkar vel á fitu og býr til gljáa. Þegar rúðurnar eru þvegnar er gott að bleyta þær vel með svampi eða gömlu handklæði þar til óhreinindin eru laus. Þá skal skafa rúðuna með gúmmísköfu og varast að skilja eftir línur og tauma á glerinu, best er að skafa alltaf í sömu átt. Ef ekki er gúmmískafa við höndina skal þurrka rúðuna með mjúkum klút og pússa jafnvel með dagblöðum en prentsvertan eykur einnig gljáa. Þótt gott sé að sinna útiverkum í sólinni eru sólskinsdagar ekki hentugir til gluggaþvotta þar sem sólin þurrkar rúðuna hratt og hættara er við að taumar myndist. Kemur út fi mmtudaginn 6. maí Sérblað um grill Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband Benedikt • bfj@365.is • Sími 512 5411 Sigríður • sigridurdagny@365.is • Sími 512 5462
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.