Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 8
8 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvað heitir snókerspilarinn sem er sakaður um mútuþægni? 2 Hvað heitir olíuborpallurinn sem sökk á Mexíkóflóa 22. apríl? 3 Hvar er heimssýningin EXPO 2010 haldin? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 NÁM Verzlunarskóli Íslands er eftirsóttur hjá tíundu bekkingum ef marka má forkönnun menntamálaráðuneytisins. Alls setti 451 nemi skólann í fyrsta sæti en 184 í annað sæti, saman- lagt 635 nemendur. Verzlunarskólinn hefur 308 pláss fyrir fyrsta árs nema. Ef lagt er saman fyrsta val nema í framhaldsskólana á höfuð- borgarsvæðinu og borið saman við fjölda plássa kemur í ljós að 2.834 setja skóla á höfuðborgar- svæðinu í fyrsta sæti, en plássin þar eru 2.621 og munar þar rúmlega 200. Sigurbjörg Jóhann- esdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðu- neytinu, segir skýringuna meðal annars vera umsóknir nema utan af landi. Verið sé að leita leiða til að koma til móts við óskir tíundu bekk- inga, hugsanlega verði fjármagn flutt á milli skóla. Á landsvísu eru nægilega mörg pláss í framhaldsskólum fyrir tíundu bekkinga. Nemendur máttu velja tvo skóla en umsókn- irnar eru ekki bindandi enda fylgdu ekki ein- kunnir með, tilgangurinn var að kanna dreif- ingu umsókna í skóla. Tíundu bekkingar geta svo breytt umsókninni í júní eða látið hana standa. Á höfuðborgarsvæðinu eru fæstar umsókn- ir í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, 18 velja hann í fyrsta sæti, 24 í annað en rúm er fyrir 100 nemendur þar. 39 settu Fjölbrautaskólann við Ármúla sem fyrsta val en 140 sem annað en hann tekur við 180 nemendum. Þeir eru einu skólarnir á höfuðborgarsvæðinu sem færri nemendur velja en pláss er fyrir. - sbt 200 fleiri vilja í skóla á höfuðborgarsvæðinu en rúm er fyrir: Flestir tíundu bekkingar vilja í Versló Þegar skoðaður er fjöldi umsókna í framhalds- skólana samanborið við fjölda plássa munar mestu í MH, 623 sóttu um hann í val eitt og tvö en skólinn hefur 220 pláss. Næstur í röðinni er Kvennaskólinn í Reykjavík, þar sækja 387 fleiri um en pláss er fyrir, svo kemur Menntaskólinn við Sund, þar munar 384 plássum, svo Verzlun- arskóli Íslands, þar munar 327 plássum. Fimmti í röðinni er Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, þar munar 297 plássum. Vinsælastir FLÓAHREPPUR Sveitarstjórn Flóa- hrepps hefur skuldbundið hrepp- inn til að greiða vel á þriðja hundr- að milljóna króna fyrir vatnsveitu verði Urriðafossvirkjun ekki sett á aðalskipulag hreppsins. „Okkur finnst þetta hreinlega ekki lýðræðislegt,“ segir Svanhvít Hermannsdóttir. Hún skipar fyrsta sætið á lista T-framboðsins, sem er andvígt Urriðafossvirkjun. „Það sem vekur fyrst og fremst undrun okkar er að þetta skuli vera keyrt í gegn mánuði fyrir kosningar, og án allrar umræðu.“ Urriðafossvirkjun er eitt af stóru kosningamálunum í hreppn- um, og segir Svanhvít að eðlilegt hefði verið að leyfa íbúum að kjósa um stefnu sveitarfélagsins í þeim málum. Forsvarsmenn Flóahrepps og Árborgar undirrituðu samning um vatnveitu 26. apríl síðastliðinn. Í samningnum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að hann er óuppsegjanlegur. Kom- ist andstæðingar virkjunarinnar til valda eftir kosningar verða þeir annaðhvort að samþykkja Urriða- fossvirkjun eða greiða kostnaðinn við vatnsveituna að fullu. Vatnsveitan verður hluti af mót- vægisaðgerðum Landsvirkjunar vegna Urriðafossvirkjunar. Kom- ist virkjunin á aðalskipulag mun Landsvirkjun því greiða allan kostnað við vatnsveituna. Vatnið mun koma frá Árborg, en vatns- skortur hefur verið í Flóahreppi á þurrkaköflum síðustu sumur. Þar kemur fram að framkvæmd- ir verði á þessu ári og því næsta. Kostnaður við vatnsveituna verð- ur 117 milljónir króna á þessu ári. Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, segir að kostnaður á næsta ári verði svipaður, og heild- arkostnaður því á bilinu 200 til 300 milljónir króna. Þetta eru háar fjárhæðir fyrir 600 manna sveitarfélag, segir Svan- hvít. Hún vill að rannsakað verði til hlítar hvort hægt sé að bora eftir köldu vatni í sveitar félaginu og spara með því mikið fé. Aðalsteinn segist ekki viss um að hægt hefði verið að afla sveitar- félaginu vatns með ódýrari hætti, í það minnsta ekki með jafn góðum og öruggum hætti. Spurður hvers vegna svo umdeild ákvörðun sé tekin aðeins mánuði fyrir kosningar segir Aðal- steinn að örlögin hafi einfaldlega hagað málum þannig. Til hafi stað- ið að ljúka málinu fyrr, en það hafi ekki tekist. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur enn ekki staðfest samninginn, en hann verður tekinn fyrir á fundi annað kvöld. brjann@frettabladid.is Eðlilegra væri að fá að kjósa um virkjun Flóahreppur þarf að greiða allt að 300 milljónir króna fyrir vatnsveitu samþykki sveitarstjórn ekki Urriðafossvirkjun. Ekki lýðræðislegt að semja svona mánuði fyrir kosningar, segir frambjóðandi. RAFORKA Landsvirkjun er tilbúin til að greiða kostnað við vatnsveitu í Flóahreppi, og telur það hluta af mótvægisaðgerðum vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON U M A L L T LA N D Keppt er um: Flesta þátttökudaga Flesta kílómetra 5.-25. maí Vinnustaðakeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: hjoladivinnuna.is Nú látum við hjólin snúast um allt land! ÍS L E N S K A /S IA .I S /Í S Í 49 83 3 03 /1 0 Samstarfsaðilar Vertu með! Ólympíufjölskyldan LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn á Akranesi áttu erindi við einn af „góðkunningjunum“ um helgina og voru staddir í anddyri íbúðar sem hann býr í er þeir veittu athygli tveimur litlum pakkningum sem hann hafði kastað á gólfið. Reynd- ist vera amfetamín í báðum og við húsleit sem gerð var í framhaldinu fannst þriðja pakkningin. Maður- inn var færður til yfirheyrslu og viðurkenndi hann að eiga efnin og sagði þau hafa verið ætluð til eigin neyslu. Annar maður var svo hand- tekinn aðfaranótt sunnudags með lítilræði af amfetamíni í fórum sínum. - jss Lögregla hitti „góðkunningja“: Kastaði amfeta- míni í gólfið Auglýsingasími Allt sem þú þarft… LÖGREGLUMÁL Bifhjólaslys varð á Biskupstungnabraut við Múla um klukkan tíu í fyrrakvöld. Ökumaður bifhjólsins missti stjórn á því með þeim afleiðing- um að það fór út fyrir veg þar sem það hafnaði á hliðinni. Far- þegi var á hjólinu og var hann ásamt ökumanni fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Land- spítala. Ekki er ljóst með meiðsli en þau munu þó ekki alvarleg, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. - jss Tveir slösuðust: Bifhjólaslys varð við Múla VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.