Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 10
10 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR fyrir “efi n” í lífin u Hvað ef... Hver veit? Við vitum aldrei hvað dregur á daga OKKAR. Því er gott að vita að það séu traustar undirstöður til staðar þegar við þurfum á þeim að halda. o þ Líf og ábyrgð einstaklinga breytist og það er mikilvægt að tryggingarvernd þín taki mið af því. Hafir þú gengið í hjónaband, keypt stærra INDLAND, AP Mohammed Ajmal Kasab, eini árásarmaðurinn af tíu sem lifði af, var í gær dæmd- ur sekur um aðild að hryðju- verkaárásum á Mumbaí á Ind- landi árið 2008. Tveir Indverjar, sem ákærðir höfðu verið fyrir að veita árás- armönnunum aðstoð, voru hins vegar sýknaðir. Kasab gerði ásamt félaga sínum árás á aðallestarstöðina í Múmbaí, þar sem þeir hófu skot- árás á fólk. Alls kostuðu árásirnar á nokkr- ar helstu byggingar borgarinnar 166 manns lífið. - gb Dómur felldur á Indlandi: Árásarmaður dæmdur sekur VEIFAR DÓMNUM Ujjwal Nikam sak- sóknari sýnir fjölmiðlum dóminn. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Flokksleiðtogarnir David Cameron, Nick Clegg og Gordon Brown þeyttust um Bretland í gær til að afla flokk- um sínum atkvæða. Þingkosningar verða á fimmtudag. Þeir notuðu hvert tækifæri til að skjóta hver á annan. Þannig sagði Clegg að Camer- on hefði sýnt af sér ólýsanlegan hroka þegar hann sagðist sigurviss um helgina, en Cameron svaraði í gær og sagðist ekki taka neitt gefið í þeim efnum. Gordon Brown forsætisráðherra viður- kenndi að hann væri að berjast fyrir pólit- ísku lífi sínu í þessum kosningum sem færu fram í skugga efnahagshruns. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið Guardian birti í gær, er Íhalds- flokki Camerons spáð 33 prósent atkvæða, en Verkamannaflokkur Browns og Frjáls- lyndir demókratar Nicks Cleggs eru jafnir með 28 prósent atkvæða. Verkamannaflokkurinn hefur verið með 345 þingsæti á kjörtímabilinu sem er að ljúka, en til þess að fá meirihluta á þingi þarf 326 þingsæti af 650. Allt stefnir í að enginn flokkanna þriggja nái hreinum meirihluta á þingi, sem þýðir að Clegg kemst í lykilstöðu. Hann getur sett skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi og tekið boði þess flokks sem fellst á fleiri af stefnu- málum frjálslyndra. - gb Bretar búa sig undir meirihlutalaust þing eftir kosningarnar á fimmtudag: Atkvæðaveiðar í hámarki CAMERON HLEYPUR David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, var ekkert að fela sig fyrir ljósmyndur- um þegar hann brá sér út að skokka í gær. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARFÉLÖG Alls hafa níu sveitar- félög fengið viðvörun frá eftirlits- nefnd með fjármálum sveitarfélaga á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Möll- er, ráðherra sveitarstjórnarmála, við fyrirspurn Þórs Saari. Eitt sveitarfélag til hefur verið varað við eftir sömu reglum. Sveitarfélagið Álftanes er það eina sem hefur tilkynnt um fjár- þröng á þessum tíma, en áður hafði Bolungarvíkurkaupstaður gert það. Samningur var gerð- ur um fjárhagslegar aðgerðir við Bolungarvík, en staðan á Álftanesi var svo alvarleg að þar var skipuð fjárhaldsstjórn. Nefndin hefur sent sjö sveitar- félögum bréf og gert athugasemdir við skuldsetningu þeirra og óskað eftir að fá ársfjórðungslegar upp- lýsingar úr bókhaldi þeirra. Þá fékk Sandgerðisbær athugasemd frá nefndinni, en ákveðið var að aðhafast ekki frekar að sinni. - kóp Álftanes hefur eitt sveitarfélaga tilkynnt um fjárþröng: Viðvörun send til níu sveitarfélaga ÁLFTANES Sveitarfélaginu Álftanesi hefur verið skipuð fjárhaldsstjórn, einu sveitar- félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HUNDUR MEÐ HATT Á gæludýrasýningu í Makuhari í Japan um helgina var þess- um hundi stillt upp fyrir myndatöku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.