Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 4
4 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
gefið út ákærur á hendur ellefu
mönnum fyrir vændiskaup. Ákær-
urnar eru hinar fyrstu sinnar teg-
undar á Íslandi.
Allar ákærurnar varða við-
skipti manna við Catalinu Mikue
Ncogo og vændiskonur á hennar
vegum á tímabilinu frá október
til desember í fyrra. Alls voru
sautján vændiskaupamál rannsök-
uð en sex þeirra voru felld niður
þar sem þau þóttu ekki líkleg til
sakfellingar, að sögn Huldu Elsu
Björgvinsdóttur saksóknara.
Mennirnir sem um ræðir eru
á öllum aldri en þó flestir á fer-
tugs- og fimmtugsaldri. Nöfn
þeirra fást ekki gefin upp að svo
stöddu. Þeir geta farið fram á að
þinghaldið verði lokað til að hlífa
sjálfum sér eða vandamönnum við
athyglinni. Óvíst er hvort dómari
yrði við slíkri kröfu. Þá er hugs-
anlegt að þinghald verði lokað þar
sem leiða þurfi einhverjar vænd-
iskvennanna fyrir dóminn.
Heimild er fyrir því í lögum að
ljúka vændiskaupamálum með
sektargreiðslum en saksóknari
lagði það ekki til í neinu málanna
að þessu sinni heldur ákærði í
þeim öllum. Hulda Elsa segir það
hafa verið gert vegna þess að
málin séu án fordæma. Því hafi
saksóknari enn ekkert til að miða
sektarfjárhæðirnar við.
Kaup á vændi hafa verið ólögleg
á Íslandi síðan í apríl í fyrra. Sam-
kvæmt 1. málsgrein 206. greinar
almennra hegningarlaga skal sá
sæta fangelsi allt að einu ári sem
„greiðir eða heitir greiðslu eða
annars konar endurgjaldi fyrir
vændi“.
Ákærurnar voru gefnar út í
gær og verða sendar í Héraðsdóm
Reykjavíkur í dag. Þar verður
þingfestingardagur ákveðinn.
Catalina Ncogo sætir einnig
ákæru fyrir að gera út vændis-
konurnar. Hún var í desember
síðastliðnum dæmd í tveggja og
hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefna-
innflutning og að gera út vænd-
iskonur. Tveimur dögum eftir að
dómurinn féll var hún úrskurð-
uð í gæsluvarðhald á ný, grunuð
um mansal og vændisstarfsemi.
Ákæra á hendur henni vegna
þeirra mála hefur nú verið gefin
út. Hún situr enn í gæsluvarðhaldi
í kvennafangelsinu í Kópavogi.
stigur@frettabladid.is
Ellefu ákærðir fyrir
að kaupa sér vændi
Ellefu karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að kaupa vændi af Catalinu Ncogo og
vændiskonum á hennar vegum. Ríkissaksóknari ákvað að ljúka engu málanna
með sekt. Hinir ákærðu geta farið fram á það að þinghaldið verði lokað.
CATALINA NCOGO Situr í gæsluvarðhaldi grunuð um mansal og hagnýtingu vændis.
Í desember hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hagnýtingu vændis og
fíkniefnainnflutning. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM
EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur jókst
um 0,1 prósent á Spáni á fyrstu
þremur mánuðum ársins, sam-
kvæmt bráða-
birgðatöl-
um spænska
seðlabank-
ans. Tölurnar
voru birtar á
föstudag. Þetta
þykja jákvæð-
ar upplýsingar
eftir viðstöðu-
lítinn samdrátt
efnahagslífsins
frá miðju ári 2008.
Bandaríska stórblaðið Wall
Street Journal hefur eftir fjár-
málasérfræðingum að við-
snúningurinn haldist í hend-
ur við bata á alþjóðamörkuðum
og megi efnahagslífið ekki við
miklu. - jab
Spánn stígur úr kreppunni:
Brothættur bati
DÓMSMÁL Móðurfélag líkams-
ræktarstöðvanna World Class
hefur verið dæmt til að greiða
konu 600 þúsund krónur í skaða-
bætur vegna slyss sem hún varð
fyrir á leið sinni inn í stöðina í
Laugum.
Við inngang stöðvarinnar eru
glerhurðir sem opnast þegar
augu korthafa eru borin upp
að augnskanna. Um leið og ein
manneskja er komin inn um
dyrnar lokast rennihurðin.
Konan var með fimm ára gaml-
an son sinn meðferðis og hleypti
honum á undan inn. Þegar konan
fór svo í gegn lokaðist hurðin á
höfuð hennar. Konan er fimmt-
án prósenta öryrki eftir slysið og
missti mikið úr vinnu. - sh
Hurð lokaðist á höfuð:
World Class
dæmt bótaskylt
BÓTASKYLT Glerrennihurð í þessu húsi
skall á höfði konunnar. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
16°
13°
10°
14°
17°
12°
12°
21°
11°
22°
14°
31°
11°
13°
16°
11°Á MORGUN
3-8 m/s, dálítil væta
fyrri partinn.
FIMMTUDAGUR
5-10 m/s.
6
8
9
10
8
9
2
9
4
4
4
3
4
5
3
1
1
1
2
2
2
3
12
10
9
9
6 3
6
5
14
10
HÆGUR VINDUR
á landinu í dag en
vaxandi suðvest-
anátt síðdegis og
í kvöld með vætu
vestan til í fyrstu
og víða í nótt.
Hæg vestlæg átt
á morgun og lítils
háttar væta fyrri
partinn en léttir til
syðra síðdegis. Útlit
fyrir fl ott veður á
suðvesturhorninu á
fi mmtudag.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
ZAPATERO
Drógu vélarvana bát
Björgunarskip Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, Einar Sigurjónsson úr
Hafnarfirði, dró í gær bát til hafnar
sem hafði bilað fyrir utan Hafnarfjörð.
ÖRYGGISMÁL
Byggingarleyfi ekki hnekkt
Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála hefur hafnað kröfu
fyrrverandi forseta bæjarstjórnar á
Álftanesi um að ógilda byggingarleyfi
fyrir einbýlishús á sjávarlóð framan
við lóð hans.
SKIPULAGSMÁL
STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur
ekki haft samráð við stjórnarand-
stöðuna um fyrirhugaðar breyt-
ingar á skipan stjórnarráðsins.
Steypa á saman nokkrum ráðu-
neytum og færa til málaflokka.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir málið
ekki hafa verið rætt við stjórn-
arandstöðuna. Það ráðslag komi
honum í sjálfu sér ekki á óvart
þar sem ríkisstjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur hafi aldrei reynt að
mynda breiða sátt um stór mál.
„Þetta er bara í takt við annað hjá
þessari ríkisstjórn,“ segir Bjarni.
Sjálfsagt og
eðlilegt sé að
hafa samráð
um meiri háttar
skipulagsbreyt-
ingar.
Aðspurður
segist Bjarni
alls ekki frá-
hverfur hug-
myndum um
sameiningu
iðnaðarráðu-
neytisins og sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytisins í
atvinnuvegaráðuneyti. „Það er
hins vegar ástæða til að hafa
miklar áhyggjur ef grafa á undan
grundvelli þeirrar starfsemi sem
farið hefur fram innan ráðuneyt-
anna til þessa.
Mér hugnast til dæmis alls ekki
hugmyndir um að færa alla auð-
lindanýtingu frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Að sama skapi þarf að svara
spurningum um hvernig gæta
eigi að hagsmunum landbúnað-
arins. Það þarf að gæta að því að
hann verði ekki utanveltu í stóru
ráðuneyti.“
- bþs
Hugnast ekki áform um að færa auðlindanýtinguna úr sjávarútvegsráðuneytinu:
Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum
BJARNI
BENEDIKTSSON
KÓPAVOGUR Meirihluti Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks í
Kópavogi felldi tillögu fulltrúa
Samfylkingarinnar í bæjarráði
um verulega lækkun á þeim upp-
hæðum sem miða skal við þegar
ákveðið er hvort aðkeypt verk-
efni fyrir bæinn þurfi að fara í
útboð. Samkvæmt eldri reglum
þurfti að bjóða út kaup á þjón-
ustu ef áætlaður kostnaður var
yfir 15 milljónum króna.
Samfylkingin vildi lækka þessa
fjárhæð í 5 milljónir en meiri-
hlutinn ákvað að breyta tölunni
í 14 milljónir. Þá lagði Samfylk-
ingin til að viðmiðunartalan fyrir
kaup á vörum yrði 2,5 milljónir í
stað 10 milljóna og að miðað yrði
við 10 milljónir í stað 20 milljóna
vegna verklegra framkvæmda.
Engar breytingar voru gerðar á
þessum þáttum. - gar
Meirihlutinn í Kópavogi:
Útboðsviðmið
breytast lítið
SKAGAFJÖRÐUR Ljóst er að ekki
þarf að kjósa til sveitarstjórnar
á Skagaströnd þar sem einungis
einn listi býður þar fram, sam-
kvæmt fréttavefnum Feykir.is.
Þar segir að veittur hafi verið
lögbundinn tveggja daga frestur
til að annað framboð gæti komið
fram en enginn bauð sig fram.
Fulltrúar Skagastrandarlistans
eru því sjálfkjörnir í sveitarstjórn
Skagastrandar næstu fjögur árin.
Þrjú efstu sætin skipa Adolf H.
Berndsen, Halldór G. Ólafsson og
Péturína L. Jakobsdóttir.
Kosningar í Skagafirði:
Sjálfkjörið í
sveitarstjórnina
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 10.05.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
219,6324
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,03 126,63
188,96 189,88
163,92 164,84
22,023 22,151
20,774 20,896
16,934 17,034
1,3503 1,3581
188,7 189,82
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR