Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2010 19
Þessi söngfagri fugl er einkennisfugl íslenskra birkiskóga og garða
í þéttbýli. Hann er meðalstór spörfugl, dökkmóbrúnn að ofan,
hvítur eða ljósgulur að neðan. Bringa hans er alsett þéttum,
dökkum langrákum, kviðurinn er minna rákóttur. Um leið og
skógarþrösturinn kemur til landsins á vorin byrja karlarnir að
syngja og helga sér svæði. Skógarþröstur er félagslyndur utan
varptíma og fer þá um í hópum. Hann hoppar oftast jafnfætis á
jörðu niðri.
Skógarþröstur verpur í alls konar skóglendi á láglendi, mesti
þéttleikinn er í birkiskógi með ríkulegum undirgróðri, í görðum
og ræktuðum skógi. Hreiðrið er karfa, ofin á undirstöðu úr leir,
tágum og stönglum, staðsett í tré, gjarnan barrtré í þéttbýli,
á jörðu niðri í kjarri, í skurðbökkum og á byggingum. Verpur
iðulega tvisvar til þrisvar sinnum á sumri. Skógarþrösturinn fer
til V-Evrópu á haustin, mest til Skotlands, Írlands, Frakklands og
Pýreneaskaga. Nokkur þúsund þreyja hér þorrann og góuna í
þéttbýli. Þeir sækja gjarnan í garða þar sem fuglum er gefið og er
uppáhaldið þeirra epli og perur, en þeir sækja einnig í brauð og
fitu, en flestir fuglar eru sólgnir í fitu á veturna, hún nýtist þeim
vel til að halda á sér hita í mestu kuldum. www.fuglavernd.is
Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson
FUGL VIKUNNAR: SKÓGARÞRÖSTUR
Vorboðinn ljúfi í kvæði Jónasar
Sóley Emilsdóttir og Ólöf
Andrjesdóttir, nemar við
Háskóla Íslands, hlutu í vik-
unni námsstyrk Godtfreds
Vestergaard og Elínar
Brynjólfsdóttur. Þær Sóley
og Ólöf hlutu 450 þúsund
íslenskar krónur hvor.
Báðar eru þær afburðanem-
endur og stunda nám í véla-
verkfræði á Verkfræði- og
náttúruvísindasviði Háskóla
Íslands.
Megintilgangur styrksins
er að styrkja stúdenta sem
hafa lokið minnst tveimur
árum í grunnnámi í véla-
verkfræði, til námsdvalar
erlendis.
Godtfred Vestergaard
afhenti Háskóla Íslands pen-
ingagjöf í október síðastliðn-
um að upphæð 40.000 dansk-
ar krónur en gjöfin var í
nafni Godtfreds og íslenskr-
ar eiginkonu hans, Elínar
Brynjólfsdóttur, sem lést
árið 2001. Godtfred Vesterg-
aard er danskur verkfræð-
ingur af íslenskum ættum
og forstjóri fyrirtækisins
Vestergaard Company A/S.
Bæði móðir og eiginkona
Godtfreds voru íslenskar
en Elín var dóttir Brynj-
ólfs Bjarnasonar, fyrrver-
andi menntamálaráðherra
og heimspekings. Þau hjón-
in stofnuðu Heimspekisjóð
Brynjólfs Bjarnasonar við
Háskóla Íslands árið 1990
en sá sjóður styrkir nem-
endur í framhaldsnámi í
heimspeki.
Afburðanemar við HÍ hljóta styrk
VIÐ AFHENDINGU Þær Sóley Emilsdóttir og Ólöf Andrjesdóttir ásamt
Godtfred Vestergaard.
SKÓGARÞRÖSTUR Syngjandi skógarþröstur í birkihríslu. MYND/JÓHANN ÓI
Katrín Elvarsdóttir sýnir
ný ljósmyndaverk í Galleríi
Ágúst á Listahátíð í Reykja-
vík 2010 næstkomandi
fimmtudag.
Sýningin nefnist Equi-
vocal the Sequel og sam-
anstendur af röð ljósmynda
sem Katrín hefur unnið
að síðastliðin þrjú ár þar
sem Katrín gerir tilraun
til að láta eigin upplifun
og reynslu úr fortíð og
nútíð renna saman. Flétt-
ar hún þar saman ímynd-
uðu umhverfi við raunveru-
leikann og gefur í skyn
atburðarás sem höfðar ekki
síður til undirmeðvitund-
arinnar en til vitsmuna og
skynsemi.
Nýju verkin eru sjálf-
stætt framhald af verkum
sem sýnd voru á sýning-
unni Equivocal í Galleríi
Ágúst árið 2008, en hún
var tilnefnd til hinna virtu
verðlauna The Deutsche
Börse Photographic Prize.
Á næstu mánuðum er vænt-
anleg vegleg bók með öllum
verkunum í ljósmyndaröð-
inni Equivocal.
Katrín Elvarsdóttir lauk
tveggja ára ljósmyndanámi
við Brevard Community
College í Bandaríkjunum
árið 1990 og BFA-gráðu í
ljósmyndun og myndlist
frá Art Institute of Boston
árið 1993. Hún hefur hald-
ið einkasýningar á verkum
sínum á Íslandi, í Banda-
ríkjunum og Danmörku
og tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum víða um
heim. Nýverið lauk einka-
sýningu hennar í D-sal
Listasafns Reykjavíkur,
þar sem hún sýndi innsetn-
inguna Hvergiland.
Sýningin Equivocal the
Sequel stendur yfir til 26.
júní.
Fortíð og nútíð renna saman
GIRL AND FIRE Katrín gefur í skyn atburðarás sem höfðar ekki síður til
undirmeðvitundarinnar en til vitsmuna og skynsemi.