Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 2
2 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Eignahlutur í fasteignum Húseign í Reykjavík: metin á 100 milljónir Sumarhús í Bláskógabyggð: metið á 10 milljónir Jörðin Á í Skagafirði: metin á 14 milljónir Bifreiðar Range Rover árg. 2007: metin á 5 milljónir Hummer H2 árg. 2003: metin á 4 milljónir Mini Cooper árg. 2006: metin á 1 milljón Bentley Continental árg. 2004: metin á 10 milljónir Fjármunir á bankareikningum Reikningur 1: 1.343.264 krónur. Reikningur 2: 2.341.305 krónur. Alls 151.684.569 krónur HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is LÖGREGLUMÁL Rannsókn á ætluðu manndrápi í Reykjanesbæ á laug- ardagsmorgun stendur enn. Litl- ar sem engar upplýsingar er að fá um málið frá lögreglunni á Suður- nesjum. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá lögreglunni í gær er rannsóknin á viðkvæmu stigi hvað varðar nákvæmar upplýsingar um aðdragandann og þá atburða- rás sem leiddi til dauða mannsins, sem var á sextugsaldri. Rúmlega þrítugur maður, Ellert Sævars- son, situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Engar upplýsingar hafa fengist um banamein hins látna eða hvort vopni var beitt í átökunum. - sh Litlar upplýsingar að fá: Manndrápsmál enn í rannsókn Guðlaug, gréstu krókódíls- tárum yfir þessu? „Nei, ég lét bara krók koma á móti bragði.“ Guðlaug K. Pálsdóttir varð fyrir því undarlega óhappi á golfvelli í Flórída að missa golfkúlu sína í krókódílsgin. Það kom þó ekki að sök því hún fékk að slá aftur vítalaust. SKATTAMÁL Fjöldi eigna þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hann- esar Smárasonar hefur verið kyrr- settur að beiðni skattayfirvalda. Kyrrsettar eignir eru að verðmæti 163 milljónir króna. Sölu þeirra er ætlað að ganga upp í 400 milljón króna hugsanlegar fésektir í máli sem skattayfirvöld hafa til rann- sóknar. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Eins og fréttastofan hefur áður sagt frá varðar málið grun um brot á lögum um virðisaukaskatt hjá FL Group. Jón Ásgeir og Hannes voru báðir í forsvari fyrir félagið um árabil. Einnig hefur verið farið fram á kyrrsetningu eigna sam- starfsmanna þeirra: Skarphéðins Berg Steinarssonar og Jóns Sig- urðssonar. Í kyrrsetningarbeiðnum kemur fram að þess var farið á leit að eignir Jóns Ásgeirs að verðmæti 245 milljóna króna yrðu kyrrsett- ar og eignir Hannesar að verð- mæti 150 milljónir króna. Virði eignanna er því langt undir þeim fésektum sem skattayfirvöld telja að lagðar verði á vegna þeirra meintu brota sem um ræðir. Eignirnar sem eru kyrrsettar eru fasteignir, bílar og innstæður á bankareikningum hérlendis. Í frétt Stöðvar 2 kemur fram að unnið sé að skýrslu um málið hjá skattrannsóknarstjóra og fá þá gerðarþolar andmælarétt. Skýrslan mun síðan fara til rík- isskattstjóra sem endurákvarðar opinber gjöld þyki ástæða til þess. Um leið og andmæli skýrslunnar hafa borist skattrannsóknarstjóra er tekin ákvörðun um hvort málin verði send til efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra. Greiðist sektin ekki að fullu getur gerðar- þoli þurft að afplána fangelsisvist, sem nemur að hámarki einu ári. Jón Ásgeir sagði í viðtali við Stöð 2 að hann skilji ekki hvern- ig hann eigi að bera refsiábyrgð á virðisaukaskilum FL Group. Stoð- ir, áður FL Group, hafi lagt fram tryggingu fyrir skattgreiðslunni. Þá hafi öll skattskil FL Group verið unnin af fagmönnum sem lutu eftirliti hæfustu endurskoð- enda. Samkvæmt lögum verði refsi- ábyrgð ekki lögð á stjórnarmann vegna skattskila hlutafélags nema stjórnarmaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða ásetn- ing. Jón Ásgeir segir þau skilyrði augljóslega ekki uppfyllt þar sem hann hafi ekkert vitað um málið. svavar@frettabladid.is Eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar frystar Bílar, fasteignir og bankainnistæður í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar hafa verið kyrrsettar að beiðni skattayfirvalda. Virði eignanna er 200 milljónum undir kyrrsetningarbeiðni skattrannsóknastjóra. Kyrrsettar eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar HANNES SMÁRASON Bifreiðar Lincoln Navigator: metin á 4 milljónir Range Rover: metin á 4 milljónir Fjármunir á bankareikningum Reikningur 1: 1.601.567 krónur Reikningur 2: 394.825 krónur Reikningur 3: 564.283 krónur Reikningur 4: 916.599 krónur Alls 11.477.247 krónur DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Magn- úsi Guðmundssyni. Ástæða þess að farið var fram á lengra gæsluvarð- hald yfir Hreiðari en Magnúsi er sú að Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Vegna þessa taldi sérstakur sak- sóknari sig þurfa lengri tíma til að yfirheyra þá sem tengjast meintum lögbrotum Hreiðars en Magnúsar. Hreiðar var á föstudag úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald og Magn- ús í sjö daga. Báðir kærðu úrskurð- inn til Hæstaréttar, sem hefur nú staðfest úrskurðinn. Sérstakur sak- sóknari fór fram á að niðurstöður Hæstaréttar yrðu ekki birtar á vef dómsins vegna rannsóknarhags- muna, og var fallist á það. Embætti sérstaks saksóknara hefur yfirheyrt nokkra sakborn- inga og vitni sem tengjast málum tvímenninganna undanfarna daga, meðal annars menn sem voru eða eru í forsvari fyrir þau félög sem áttu í hinum vafasömu viðskiptum við Kaupþing í aðdraganda banka- hrunsins. Til stendur að yfirheyra Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formann Kaupþings, en samkvæmt heimildum hefur sérstakur sak- sóknari enga vitneskju um hvenær hann er væntanlegur til landsins. Hann var upphaflega boðaður til yfirheyrslu á föstudaginn kemur en síðan var farið fram á að henni yrði flýtt. Samkvæmt frétt Stöðv- ar 2 í gær hyggst hann ekki flýta för sinni hingað til lands, en býður sérstökum saksóknara að yfir- heyra sig í London, þar sem hann er búsettur. Þá stendur einnig til að yfirheyra Ingólf Helgason, fyrrverandi for- stjóra Kaupþings á Íslandi, og Steingrím P. Kárason, fyrrverandi yfirmann áhættustýringar bank- ans. - sh, bj Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðahald yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni: Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús BÖRN Frambjóðendur stjórnmála- flokkanna fimm sem keppa í borgar- stjórnarslagnum í sveitarstjórnar- kosningum í enda þessa mánaðar komu í heimsókn í leikskólann Nóa- borg í gær og svöruðu fyrirspurn- um barnanna. Börnin hvöttu frambjóðendur til að fá ökumenn til að draga úr hraða bíla á götum borgarinnar, breyta leiðum strætisvagna svo þeir stöðvi nær leikskólum og Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum svo þau þurfi ekki að ganga yfir Suð- urlandsbraut og bæta úr skorti á hoppuköstulum í borginni. Nóaborg er eini leikskólinn sem frambjóðendur heimsækja en þeir komu þangað að frumkvæði skól- ans. Nóaborg beinir sjónum að lýð- ræði í ákvarðanatöku og hafa nem- endur til dæmis kosið um hvað eigi að vera í hádegismat og hvert skuli fara í vettvangsferðir. - jab Frambjóðendur í borgarstjórnarkosningunum hlýddu á börnin á Nóaborg: Börnin vilja fleiri hoppukastala SETIÐ FYRIR SVÖRUM Frambjóðendurnir Oddný Sturludóttir, Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, Einar Skúlason og Jón Gnarr svöruðu spurningum barnanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Karlmaður á fertugsaldri lést um miðjan dag í gær þegar sviffallhlíf hans skall utan í kletta í Ingólfsfjalli. Maðurinn, sem er af erlendum ættum, var látinn þegar að var komið. Tveir félagar mannsins voru með honum, og létu þeir Neyð- arlínuna vita af slysinu. Maður- inn skall utan í klettavegg ofar- lega í fjallinu og þurfti að kalla til björgunarsveitarmenn með búnað til að komast á slysstað. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Banaslys við Ingólfsfjall ÍRAK, AP Fjöldi sprengjuárása var í Írak í gær, og er talið að þær hafi kostað í það minnsta 102 menn lífið. Dagurinn var sá blóð- ugasti í landinu það sem af er árinu. Mannskæðasta árásin var gerð í borginni Hillah, tæplega 100 kílómetrum suður af Bagdad. Tvær bílasprengjur sprungu í miðborginni, og þegar fólk dreif að til að hjálpa særðum sprengdi sjálfsmorðssprengjumaður sig í loft upp í miðjum hópnum. Um það bil tveir mánuðir eru liðnir frá kosningum í Írak, en enn hefur ekki tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn. - bj Blóðugasti dagur ársins í Írak: Yfir 100 vegnir í árásum í Írak ÖRYGGISGÆSLA Lögreglumenn með alvæpni skoða bíla í miðborg Bagdad. Í það minnsta 29 létust í árásum í borg- inni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFGANISTAN Breskur hermaður fórst Breskur hermaður fórst eftir að sprengja sprakk í Sangin í Afganistan á sunnudagsmorgun. Þar með hafa 285 Bretar látið lífið þar í landi frá árinu 2001. Um tíu þúsund breskir hermenn eru í Afganistan. LANDBÚNAÐUR Lífland lækkaði verð á kjarnfóðri um allt að fjögur prósent í gær. Áður höfðu Fóður- blandan og Bústólpi lækkað verð á kjarnfóðri um allt að þrjú prósent. Ástæða lækkunarinnar er sögð hagstæð þróun verðs á hráefni og gengisþróun krónunnar. Greint er frá breytingunum á vef Lands- sambands kúabænda (LK). Þar er jafnframt átalið að Sláturfélag Suðurlands (SS) skuli hafa hækkað verð á kjarnfóðri um tvö prósent 1. apríl án þess að geta þess neins staðar. „Að mati LK er það eðlileg kurteisi gagnvart viðskiptavinum að tilkynna um verðbreytingar,“ segir þar, en SS er sagt hafa lofað úrbótum. - óká Kjarnfóður lækkar í verði: Áhrif krónu og hráefnisverðs HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON MAGNÚS GUÐMUNDSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.