Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 24
 11. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● landið mitt ● VESTUR UM HAF Í VÍKINGA- SKIPI Einleikurinn Ferðasaga Guðríð- ar verður frumsýndur í Víkingaheimum næstkomandi föstudag. Ferð Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem var uppi í kringum árið 1000, frá Íslandi vestur um haf og sem lauk í Rómarborg er til umfjöllunar í leikritinu. Það fer fram um borð í víkingaskipinu Íslend- ingi þar sem áhorfendum er skipað til sætis. Guðríður var í hópi fyrstu Evrópu- manna sem náðu um skeið bólfestu í Ameríku en hún telst vera ein víðförlasta kona síns tíma. Verkið er í nýrri uppsetningu og leikstjórn Maríu Ellingsen en með hlut- verk Guðríðar fer leikkonan Þórunn Erna Clausen. Allar nánar upplýsingar í síma 422 2000. Víðs vegar um landið eru bátaferðir í boði þar sem hægt er að skoða eyjar, fuglalíf og hvali og svo meginlandið frá sjó. Ferð á bát gefur öllum fjölskyldumeðlimum kost á að njóta þar sem enginn situr undir stýri. Hér er örfárra af fjölmörgum ferðum getið. Breiðafjörðurinn er með vinsæl- ustu áfangastöðum sjóferðalanga en Sæferðir sigla allt árið yfir Breiðafjörð, frá Stykkishólmi til Brjánslækjar, með viðkomu í Flat- ey. Hægt er að ferja bílinn sinn með en mikilvægt er að bóka fyr- irfram fyrir bíla. Þeir sem vilja stoppa milli ferða í Flatey geta engu að síður tekið bílinn með yfir fjörðinn og hann er þá bara send- ur áfram á meðan stoppað er í eyj- unni. Ýmsar aðrar sérferðir eru í boði hjá Sæferðum og má þar nefna Ævintýraferð, sjóstöng og frá maí til júlí er boðið upp á sér- staka miðnætursiglingu. Í Vestmannaeyjum má nefna til sögunnar bátaferðaþjónustuna Viking Tours en fuglalífið í Eyjum, með lundum, súlu, svartfuglum og tugi annarra varpfugla er ein- stakt. Oft má einnig sjá háhyrn- inga, hnísur og höfrunga í ferðun- um en siglt er á ferðamannabátn- um Víkingi sem tekur um fimmtíu farþega og eru nokkrar tegundir af ferðum í boði. Með vinsælli ferðum má nefna svokallaða hringsiglingu sem er þá farin kringum Heimaey og víðar við Eyjar og er leiðsögu- maður með í för sem segir frá því sem fyrir ber á íslensku, ensku og þýsku. Endað er inni í Klettshelli þar sem spilað er á hljóðfæri. Vik- ing Tours bjóða einnig upp á hella- skoðunarferð á bát og Surtseyjar- ferð. Hvalaskoðunarferðir má finna víðs vegar um landið og af stöðum þar sem hvalaskoðunarbátar eru gerðir út má nefna Dalvík, Húsa- vík, Keflavík, Sandgerði, Ólafsvík og Drangsnes. Fyrir þá sem komast ekki út úr bænum og langar í bátsferð þarf þó ekki að leita langt því frá Reykja- víkurhöfn eru líka gerðir út hvala- skoðunarbátar og má þar nefna Eldingu sem er skemmtisiglinga- skip og hægt er að fá kuldagalla lánaða um borð endurgjaldslaust. Elding býður líka upp á meiri háttar ferðir í Hvalfjörðinn þar sem hann er skoðað- ur af sjó á björtum sumarkvöldum. - jma Fuglar, hvalir, ferskt sjávarfang og sjávargola Sjóstangveiði er hægt að fara í víðs vegar um landið og bjóða meðal annars Sæferðir upp á slíkar ferðir. Hvalaskoðunarbáturinn Elding fer meðal annars í ferðir í Hvalfjörðinn þar sem hægt er að skoða fjörðinn í sumarkvöldsól. Lundi, súla, svartfugl og aðrir varpfuglar verða gjarnan á vegi þeirra sem ferðast með Viking Tours. Bátaferðalöngum er stundum boðið upp á ferskt sjávar- fang. „Ég byrjaði sem hjúkka en er orðin fyrsti kvendoktorinn í hjólavið- gerðum,“ segir Sesselja Trausta- dóttir hjá Doktor Bæk en staf- irnir standa fyrir búnað, æfingu og kjark. Með henni starfa aðrir „heimilislæknar“ í hjólaviðgerð- um, allt reynsluboltar. „Doktor Bæk tók formlega til starfa 20. apríl þegar hann skoðaði og vottaði ástand rúmlega fjörutíu reiðhjóla kennara og nemenda við Norðlingaskóla. Allir fengu lím- miða eftir skoðun og ástandsvott- orð. „Þarna var pumpað í dekk og keðjan smurð, skoðaðir gírar og yfirfarnar bremsur, auk þess sem bent var á það sem var í góðu lagi og annað sem betur mátti fara,“ segir Sesselja. „Síðan hefur dokt- orinn heimsótt fleiri skóla en einn- ig fyrirtæki. Eftirspurnin er mikil enda fólk meðvitaðra um gildi menntunar, sem á líka við um hjólið okkar,“ segir Sesselja sem fer fyrir Hjólafærni á Íslandi sem er ávöxtur samvinnu Landssam- taka hjólreiðamanna og Íslenska fjallahjólaklúbbsins (sjá hjolafa- erni.is). „Doktor Bæk getur farið yfir ástand hjólsins, séð hvort það sé í góðu lagi eða þarfnist viðgerð- ar,“ segir Sesselja sem hvetur til hjólreiða enda fínn ferðamáti yfir sumarið. Áhugasamir geta sent línu á hjolafaerni@lhm.is eða hringi í s. 864 2776. - þlg Hjólandi hjólalæknir Sesselja Traustadóttir hjá Doktor Bæk er fyrsti kvendoktorinn í hjólaviðgerðum. Hér er hún að leggja lokahönd á verk sitt og á bara eftir að setja ástandsskoðunarmiða Doktors Bæk á hjólið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kemur út miðvikudaginn 12. maí Sérblaðið Baðherbergið Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 512 5439

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.