Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 18
18 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is BOB MARLEY (1945-1981) LÉST Á ÞESSUM DEGI. „Sérhver maður hefur rétt á því að ákvarða sín eigin örlög.“ Bob Marley frá Jamaíku er einn þekktasti tónlistarmaður sam- tímans og var meðal þeirra fyrstu til að kynna reggí-tónlistina fyrir umheiminum. Meðal þekktra laga hans eru No Woman No Cry, Could You Be Loved og Three Little Birds. „Maxí poppið vekur upp skemmtilega nostalgíu hjá mörgum Íslendingum og við vitum af mörgum aðdáendum vörumerk- isins. Á meðan poppið fékkst einungis á örfáum stöðum heyrð- um við af fólki sem keyrði langar vegalengdir gagngert til að ná sér í einn poka. Ég held að þetta sé mikið í undirmeðvitund fólks,“ segir Ingimar Ingimarsson, sem ásamt Sæþóri Matthí- assyni er eigandi Maxí popps. Fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í ár og hefur gengist undir viðamiklar breyting- ar undanfarið. Maxí popp var stofnað árið 1970 af Rafni Benediktssyni og var fyrirtækið í eigu og umsjá fjölskyldu hans í áratugi. Lengi vel tengdu viðskiptavinir Maxí popps fyrst og fremst við poppið sem fékkst í bíó, en þegar flest kvikmyndahús hófu að framleiða sitt eigið popp færðist Maxí poppið í pökkum í búðir. Rafn lést fyrir tæpu ári en nokkru áður, eða í september 2008, festu þeir Ingimar og Sæþór kaup á fyrirtækinu. Ingimar segist ekki sjá eftir að hafa keypt reksturinn mán- uði fyrir hrunið mikla. „Eftir á að hyggja var þetta mjög góð tímasetning. Við erum að byggja þetta smátt og smátt upp á eigin fé, skuldir eru mjög litlar og svo framvegis. Þetta er mikið álag, til að mynda vorum við að framleiða hvert einasta kvöld í heilt ár, en það gengur ekkert öðruvísi í dag. Við viss- um það þegar við réðumst í þetta, enda höfum við báðir verið lengi í bransanum,“ segir Ingimar. Þegar Ingimar og Sæþór keyptu Maxí popp vann einn starfsmaður í fyrirtækinu. Þeir hafa nú útvíkkað starfsemina til muna og í dag hafa um fjörutíu manns atvinnu í tengslum við fyrirtækið. Fjöldi nýjunga hefur litið dagsins ljós á mark- aðnum undir merkjum Maxí popps eða koma á markað á næst- unni og má þar nefna súkkulaðipopp, hvítlauks- og chili-olíu, chili-sultu, kleinur, ástarpunga, soðið brauð og fleira. Maxí er einnig í samstarfi við IGS, Flugeldhús Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli og sér um sölu og dreifingu á Nordic Deli-samlokum og einnig Viðbót á Húsavík sem framleiðir mest vörur úr hreindýrakjöti, paté og fleira. „Við erum með fleira fyrir framtíðina,“ segir Ingimar. kjartan@frettabladid.is MAXÍ POPP: 40 ÁRA Starfsmenn úr einum í fjörutíu POPPMENNING Þeir Ingimar og Sæþór festu kaup á Maxí poppi í september 2008, mánuði fyrir hrunið mikla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigfríður Theódórsdóttir Bjarnar, áður til heimilis að Fannborg 8, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 9. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Theódór Skúli Halldórsson Ólöf Helga Pálmadóttir Sigfríður Guðný Theódórsdóttir Pálmi Ólafur Theódórsson Birgitta Strange Gunnlaugur Halldórsson Cécile Gaillot Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Vilhjálmsdóttir, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, andaðist á Hjallatúni fimmtudaginn 6. maí. Útför hennar fer fram frá Víkurkirkju föstudaginn 14. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Dvalarheimilið Hjallatún. Finnur Bjarnason Gréta Bjarnadóttir Oddný Bjarnadóttir Stefán Á. Stefánsson Valborg Bjarnadóttir Egill Bjarnason Sigurlín Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður Gullsmára 8, Kópavogi, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi laugardaginn 1. maí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS, Félag áhuga- fólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Hjálmar Viggósson Ragnheiður Hermannsdóttir Magnea Viggósdóttir Kenneth Morgan Erna Margrét Viggósdóttir Kristján Þ. Guðmundsson Helen Viggósdóttir Þórarinn Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, Guðrún Sigríður Eggertsdóttir, áður til heimilis að Gnoðarvogi 32, lést á Sunnuhlíð föstudaginn 7. maí. Sigdór Helgason Björk Sigdórsdóttir Birgir Sigdórsson Sigrún Ólafsdóttir Helga Helgadóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Ingi Einarsson, lést á líknardeild Landspítalans 7. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 14. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Karen Karlsdóttir Viðar Ingason Dagur Freyr Ingason Karl B. Örvarsson Grétar Örvarsson tengdadætur og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jakob Bragi Björnsson frá Neðri-Þverá, Vesturhópi, síðast til heimilis að Rauðarárstíg 36, lést á líknardeild LSH, Landakoti þann 6. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. maí kl. 13.00. Íris Kolbrún Bragadóttir Hannes Eðvarð Ívarsson Jón Þorbergur Jakobsson Virgie Garcia Ragnar Bragason Björn Gísli Bragason Haukur Davíð Grímsson Brynja Hrönn Bjarnadóttir Jóhannes Hauksson Hildur Rut Sigurbjartsdóttir afabörn og langafabörn. Maðurinn minn og faðir okkar, Jóhann Ágúst Guðlaugsson, frá Kolsstöðum í Dölum, lést á heimili sínu laugardaginn 8. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Steinunn Erla Magnúsdóttir synir hins látna og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Helgi Frímannsson bankamaður, Hagamel 37, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hins látna, vinsamlegast láti líknar- félög njóta þess. Guðlaug Kristín Runólfsdóttir Frímann Ólafsson Margrét Þórarinsdóttir Kristín Ólafsdóttir Karl Óskar Hjaltason Runólfur Ólafsson Anna Dagný Smith Ólafur Haukur Ólafsson Guðbjörg Erlendsdóttir Kjartan Ólafsson Ragnheiður Guðjónsdóttir afa- og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hinrik Karl Aðalsteinsson, Lindargötu 9, Siglufirði, sem lést miðvikudaginn 5. maí á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 13. maí, uppstigningardag, kl. 15.00. Jón Aðalsteinn Hinriksson Anna Viðarsdóttir Auður Helena Hinriksdóttir Hinrik Karl Hinriksson Bylgja Rúna Aradóttir Ástkær systir mín og mágkona, Valgerður Þóra Guðmundsdóttir Deak, andaðist á heimili sínu í Calgary í Canada mánudaginn 3. maí sl. Útför hennar fer fram í kyrrþey. Guðmunda Guðmundsdóttir Þórhallur Jónsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.