Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 6
6 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR FERÐAÞJÓNUSTA „Þetta var með því flottara sem ég hef séð og hef þó oft farið í góðu veðri,“ segir Harald- ur Örn Ólafsson fjallaleiðsögumað- ur sem gekk á Hvannadalshnúk á laugardag ásamt vel á annað hundr- að manns. Einstök veðurblíða var á Öræfajökli og útsýnið stórbrotið. „Loftið var óvenjutært. Það er sjald- gæft að það sé fullkomið útsýni í 360 gráður,“ segir Haraldur. Einar Rúnar Sigurðsson, fjallaleið- sögumaður í Hofsnesi í Öræfum, var líka á Hnúknum á laugardag og tekur undir með Haraldi. „Það er sjaldan sem Snæfell, Herðubreið og Hekla sjáist allt í senn,“ segir Einar sem var aftur kominn á Hnúkinn í gær – þá í 254. skiptið. Haraldur segir snjólagið á Öræfa- jökli áberandi þunnt miðað við árs- tíma. Þar ráði helst snjóléttur vetur. Sólardagar að undanförnu og örþunnt öskulag úr eldgosinu í Eyjafjallajökli flýti fyrir bráðnun. „Menn verða að fara mjög varlega í kringum sprung- urnar,“ segir Haraldur. „Þetta verður erfiðara eftir því sem líður á sumar- ið og það kemur að því að menn velti því fyrir sér hvort leiðin sé fær. Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur í maí en það gætu skapast vandræði í júní. Í fyrra mátu menn það um miðjan júlí að ekki væri lengur hættandi á að fara með hópa en það gæti færst töluvert framar í árið núna.“ Laugardagurinn síðasti var fyrsti stóri dagurinn á Hnúknum í ár. Eins og áður sagði er talið að hátt í tvö hundruð manns hafi gengið upp. Áætlað er að um 1.500 manns hafi gengið á Hnúkinn í fyrra og var það metár. Er jafnvel búist við að enn fleiri leggi á toppinn í ár. bjorn@frettabladid.is Fágæt sýn til allra átta af Hnúknum Stórbrotið útsýni blasti við göngufólki af Hvannadalshnúki á laugardag. Vel sást til Heklu, Herðubreiðar og Snæfells. Sjaldgæft er að sýn sé til allra átta. Snjólagið á Öræfajökli er óvenjuþunnt og vandræði kunna að skapast í júní. TOPPNUM NÁÐ Loftið var óvenjutært á toppi Hvannadalshnúks á laugardag og útsýnið stórbrotið eftir því. FRÉTTABLAÐIÐ/ BÞS VIÐ RÆTUR HNÚKSINS Fjallgöngufólk býr sig undir síðasta áfanga ferðarinnar, að ganga á sjálfan Hvannadalshnúk. Hátt í tvö hundruð manns gengu á hæsta tind landsins á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ BS Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is @ TÆKNI Bandaríska tæknifyrir tæk- ið HP hefur hætt við að keyra nýja spjaldtölvu fyrirtækisins á stýrikerfinu Windows 7 frá Micro soft. Þess í stað mun tölv- an, sem fengið hefur vinnu heit- ið HP Hurricane, nýta WebOS- stýrikerfið, sem fylgdi með í kaupum HP á lófatölvufyrirtæk- inu Palm í lok apríl. Netmiðillinn Mobiledia segir að tölva HP, sem væntanleg er á þriðja ársfjórðungi, hafi þótt of þung og ýmis önnur vandamál komið upp. Því hafi verið breytt um stefnu. - jab Væntanleg spjaldtölva HP: Windows skipt út fyrir PalmOs FRUMGERÐIN Það var enginn annar en Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, sem kynnti frumgerð spjaldtölvunnar frá HP í janúar. Þá stóð til að hún byggði á stýrikerfi frá Microsoft. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ORKUMÁL HS Orka og Orku- stofn un eru enn að skiptast á upp- lýs ingum vegna umsóknar um leyfi fyrir stækkun Reykja nes- virkjunar. Sótt var um stækkun í október, en orkan á að fara til álvers í Helguvík. Guðni Jóhann- esson orkumála stjóri vill ekkert segja um hve nær umsóknin verði afgreidd eða hvað tefur. Sótt er um leyfi fyrir framleiðslu á 50 MW með aukinni háhitanýtingu auk þess sem framleiða á allt að 35 MW með betri nýtingu jarð- hitavökva. - pg Stækkun Reykjanesvirkjunar: Umsóknin enn til meðferðar LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi handtók snemma á laugardag mann sem hafði reynt að brjót- ast inn til fyrrverandi eiginkonu sinnar á Selfossi. Hann reyndist ölvaður og bar á sér flökunarhníf sem hann kastaði frá sér er hann varð lögreglu var. Maðurinn hafði um nóttina ítrekað hringt í konuna og valdið henni ónæði. Líkur eru á að lög- reglustjóri fari fram á að mann- inum verði gert að sæta nálgunar- banni gagnvart konunni. Ofsótti fyrrverandi eiginkonu: Reyndi innbrot vopnaður hnífi STANGVEIÐI Ísland kemst ekki á blað í umfjöllun tímaritsins Forbes yfir álitlegustu áfanga- staði stangveiðimanna í heimin- um. Umfjöllunarefnið er veiði- húsin sem gist er í, að því er kemur fram á vef Stangveiðifé- lags Reykjavíkur. Forbes fjallar um veiðihús í Rússlandi, Kanada, á Nýja-Sjálandi og víðar. Á þess- um stöðum eru menn ýmist að veiða Atlantshafslax, silung eða stálhausa. „Þó svo að íslensku árnar séu með háa meðalveiði og álitnar meðal bestu laxveiðiáa veraldar þá er aðbúnaður veiði- manna mörgum áratugum á eftir í gæðum að mati ferðamanna, sérstaklega þegar litið er til verð- lagningar á veiðileyfum,“ segir á svfr.is. - gar Ísland ekki með á topplista: Keppa ekki við erlend veiðihús VEITT Á STÖNG Þótt íslensk stangveiði- svæði séu á heimsmælikvarða þykja veiðihúsin það ekki. Á að fækka ráðuneytum? JÁ 85,4% NEI 14,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að taka sumarleyfi á meðan HM í knattspyrnu stendur yfir? Segðu skoðun þína á visir.is Hljóð berast frá flugrita Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakk- landi telur sig hafa heyrt merki frá flugrita Air France-þotunnar sem fórst á leiðinni frá Rio de Janeiro til Parísar á síðasta ári. Alls létust 228 manns í slysinu. FRAKKLAND BRETLAND, AP Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér sem leiðtogi Verka - mannaflokksins í haust. Hann sagðist myndu stíga til hliðar strax samþykki Frjálslyndir demó kratar að mynda stjórn með Verkamannaflokknum. „Sem formaður míns flokks verð ég að taka niðurstöðunni [úr kosningunum] sem dómi yfir mínum störfum,“ sagði Brown. Hann hyggst víkja fyrir septemberbyrjun í síðasta lagi. Allt virðist nú stefna í að Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir demókratar nái að mynda samsteypustjórn, í kjölfar þess að Verkamannaflokkurinn missti meirihluta sinn í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag. Forystumenn Íhaldsflokksins hafa boðið Frjálslyndum demó- krötum að haldin verði þjóðarat- kvæðagreiðsla um hvort breyta eigi breska kosningakerfinu. Breytt kosningakerfi var eitt af stærstu kosningamálum Frjáls- lyndra demókrata. - bj Flest stefnir í samsteypustjórn íhaldsmanna og frjálslyndra demókrata í Bretlandi: Gordon Brown ætlar að víkja HÆTTIR Gordon Brown tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér á fundi með fjölmiðlafólki fyrir utan Downingstræti 10 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.