Fréttablaðið - 19.05.2010, Síða 14

Fréttablaðið - 19.05.2010, Síða 14
14 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Þegar ráðist var á öryrkja og aldraða um mitt ár í fyrra fullyrti félags- og trygg- ingamálaráðherra að „… það væri betra að fá skellinn strax heldur en smátt og smátt“. Það er ekki liðið árið þegar sami ráðherra kemur í fjölmiðla og lýsir því yfir að nú standi til að draga enn frekar úr velferðar- kerfinu: “… að spara þar um 6% og fækka störfum“ sem að sjálfsöðu þýðir minni þjón- usta við einmitt þá er verst eru settir, þá sem erfiðast eiga með breytingar, sem eru viðkvæmastir í þjónustu o.s.frv.! Árni Páll Árnason. Það er ekki nóg að tala fjálglega á fundum og lofa bættri þjónustu, tryggja öllum mannréttindi og heita því að allir fái að sitja við sama borð, hvað þjón- ustu varðar. Nú er, svo notaður sé orðaforði íþróttafréttamanna: rétt að þú takir þér tak og gyrðir í brók, látir hendur standa fram úr ermum og raunverulega VERJIR VEL- FERÐARKERFIÐ!!! Eins og þessi stjórn lofaði og hefur marg oft stagast á að hún vilji gera. Um síðustu helgi var haldið málþing í þjóðfundarstíl um fátækt á íslandi að frum- kvæði European Anti Poverty Network (EAPN) og félags- og tryggingamálaráðu- neytisins. Um sama leyti kemur út skýrsla Rauða kross Íslands, „Hvar þrengir að?“, en þar kennir ýmissa grasa. Þeir hópar sem verst standa eru: atvinnuleitendur með litla menntun, barnafjölskyldur og einstæðir for- eldrar með lágar tekjur, innflytjendur sem tala litla íslensku, öryrkjar sem eru með börn á framfæri og börn og unglingar sem skortir tækifæri, t.d. vegna fátæktar, bak- grunns og/eða stöðu forsjáraðila. Lífeyrisþegar sem aldrei hafa haft mikið hafa verið skertir markvisst síðan janúar 2009 bæði í almannatryggingakerfinu sem og hjá lífeyrissjóðunum sem hafa gengið hvað harðast að láglaunafólki sem vegna veikinda eða fötlunar á rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðum sem það hefur greitt í allan sinn vinnutíma. En með „hókus pókus“ regl- um hafa lífeyrissjóðirnir komist upp með að láta almannatryggingakerfið greiða sjóðun- um milljarð á ári sem niðurgreiðsla, án þess að bótaþegar fái það í sinn vasa. Nei, nú er komið nóg! Fyrir rúmu ári var svo kölluð búsáhaldabylting, en nú er komið að hækju- og hjólastólabyltingunni: „Öryrkjar allra landa sameinist.“ Það er ófært að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð sjái engin önnur úrræði en ráðast á þá er erfiðast hafa það fyrir, hvort sem þeir kallast öryrkjar, atvinnuleitendur eða láglaunafólk. Er ekkert að marka ráðherra? Velferðar- mál Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands Svipan Svipan er róttækur fréttamiðill á Net- inu. Þar má finna býsna beitta pistla og, oft og tíðum, áhugavert viðhorf á fréttir líðandi stundar. Í einni frétt þeirra á Svipunni gera þeir úttekt á símafélögum landsins og hvetja lesendur til að skipta við félagið Alterna. Ástæðan er augljós, útrásarvíkingarnir eiga í hinum símafyrir- tækjunum. Svipan mælir því í fréttinni, sem svipar óneitanlega til óbeinn- ar auglýsingar, með Alterna, sem er í eigu fyrirtækisins Worldcell. Frekar hertólin Athyglisvert er að skoða starfsemi þess fyrirtækis sem, að hluta til, sérhæfir sig í framleiðslu sam- skiptatækja fyrir heri víða um heim. „Connecting your command …“ er slagorð þess og lesa má setningar um að fyrir- tækið framleiði „Wireless products and services for the war- fighter!“ Svipan mælir því með hertólafyrirtækinu. Skýrt og skorinort Mikilvægt er að orða hlutina skýrt og vera skorinorður. Það veit læknirinn sem fékk nýverið leyfi hjá Persónuvernd fyrir aðgangi að sjúkraskrám vegna rannsóknar sinnar. Hún ber eftirfarandi heiti: „Slembiröðuð, tvíblind, fjölsetra samanburðarrannsókn við burðarefni og lyfleysu án burð- arefnis, til að meta verkun, þol og öryggi af notkun TDT 067 tvisvar á dag í 48 vikur hjá einstaklingum með vægan eða meðalsvæsinn naglsvepp fremst undir tánöglum.“ kolbeinn@frettabladid.is Höfum opnað verslun að Kauptúni 3 í Garðabæ (gengt IKEA). Opið: Má. - Fö. 12 - 18 Lau. 11 - 15 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is Kr. 44.100,- TILBOÐ Mikið úrval vandaðra garðhúsgagna sem þarfnast lítils viðhalds. Margar vörur á opnunartilboði! S ú menntun sem ungu fólki stendur til boða í dag getur skipt sköpum um það hversu lífvænlegt samfélag verður hér eftir nokkra áratugi. Það er því lífsspursmál fyrir framtíð þjóðarinnar að byggja upp og viðhalda góðu menntakerfi. Niðurskurður til háskólastarfs hlýtur því að vekja ugg. Það er ekki vandalaust að halda úti öflugu háskólastarfi í litlu landi, landi sem er svo fámennt að þjóðin öll telur mun færri ein- staklinga en standa á bak við meðalháskóla í öðrum löndum. Sýnt hefur verið fram á að þegar kreppir að sé afar mikilvægt að viðhalda öflugu menntakerfi. Því ríður á þegar niðurskurður virðist óhjákvæmilegur að nýta það fé sem varið er til háskóla afar vel. Sigurður Guðmundsson, for- seti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, varar í frétt Fréttablaðsins í gær við því að sú staða kunni að koma upp, ef áætlanir um niðurskurð ganga eftir við óbreytt kerfi, að þjóðin kunni að sitja uppi með sjö veika háskóla. Að mati Sigurðar er hagræðing með sameiningu eða víð- tæku samstarfi borðleggjandi lausn í því árferði sem nú ríkir. Undir þetta verður að taka. Það blasir við að samfélag sem telur liðlega 300.000 sálir getur ekki staðið undir rekstri sjö háskóla. Slíkur rekstur á háskólakerfi var í raun aldrei skynsamlegur og hefði ekki átt að verða. Það verður að skerpa og einfalda þetta kerfi án þess að kvika frá gæðakröfum. Jafnvel þótt vel ári hlýtur spurningarmerki að verða sett við það að sömu greinarnar séu kenndar í allt að fjórum háskólum, þar af tveimur sem aðeins einn flugvöllur aðskilur. Samkeppni til að viðhalda metnaði og gæðum eru meðal raka sem notuð eru með þessu fyrirkomulagi. Hins vegar er það svo að hér í okkar litla landi er leikvöllurinn einfaldlega ekki nægilega stór til þess að sú samkeppni fari fram milli háskóla innanlands. Sömuleiðis hefur heimurinn allur farið síminnkandi, ekki síst hvað það varðar að sækja menntun út fyrir landsteinana. Íslenskir háskólar eiga því eins og kostur er að keppa við erlenda háskóla og eru þeir síst óverðugri keppinautar. Það er mikilvægt að leggja verulega rækt við þær greinar sem byggja sérstaklega á íslenskri náttúru og menningu. Í þeim grein- um hlýtur markmiðið alltaf að vera að íslenskur háskóli teljist meðal þeirra allra bestu. Leggja verður kalt mat á það hvort fækka eigi háskólum í einn, tvo eða þrjá og sömuleiðis hvort hagkvæmt sé að hætta kennslu í einhverjum greinum og beina fólki til náms í þeim í öðrum löndum. Það er afar alvarlegt mál að standa frammi fyrir því að skera niður fé til háskóla. Við það verk er mikils um vert að heildar- hagsmunir til langs tíma gangi fyrir metnaði og stolti einstaklinga fyrir hönd síns skóla. Hér verða allir að leggjast saman á árar því framtíðarmenntun þjóðarinnar er í húfi og þar með velferð og lífsgæði þjóðarinnar um ókomin ár. Niðurskurður til menntamála kallar á betri nýtingu fjár. Fækkun háskóla blasir við SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.