Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2010, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 19.05.2010, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 15 Í nýlegri grein lýsir Þorvaldur Gylfason prófessor íslensku dómskerfi á þá leið að það sé „skil- getið afkvæmi gerspilltrar stjórn- málastéttar“. Með þessu færir hann fram túlkun sína á ótilgreindum skoðanakönnunum um lítið traust almennings á dómskerfinu. Þótt dómarar hafi það fyrir sið að svara ekki gagnrýni sem óhjákvæmilega fylgir því að skera úr ágreiningi og kveða upp dóma um sekt eða sýknu í umdeildum málum, eru fullyrðingar Þorvaldar svo rangar að með engu móti er hægt að láta þeim ósvarað. Íslenskir dómarar sem hlotið hafa skipun í embætti eru alls 52 talsins og hafa þeir allir gengið í gegnum lögákveðið ferli til að öðl- ast skipun í embætti, í mörgum tilvikum með mati hæfnisnefnd- ar. Þær embættisveitingar sem Þorvaldur bendir sérstaklega á til stuðnings fullyrðingu sinni um spillingu íslensks dómskerfis eru þrjár talsins. Þegar frá hafa verið taldir 5 dómarar sem fengu skip- un fyrr í þessum mánuði sitja sam- kvæmt þessu 44 dómarar undir því ámæli Þorvaldar að hafa fengið skipun í embætti í krafti spilling- ar. Einnig sá dómari sem nýlega komst að þeirri niðurstöðu að ein þeirra skipana í dómarastöðu sem Þorvaldur vísar til hefði verið ólögmæt! Íslenskir dómarar eru skipaðir ævilangt og þurfa því ekki að bera víur í handhafa framkvæmdarvalds (eða kjósendur) til þess að hljóta endurskipun að tilteknum tíma liðn- um. Það er og svo að íslenskt dóms- kerfi nýtur ákveðinnar sérstöðu, t.d. samanborið við Danmörku og Noreg, að því leyti að hér á landi er mun algengara að kveðnir séu upp dómar um að almenn lög gangi gegn stjórnarskrá. Slíkar dómsnið- urstöður eru tæplega til þess falln- ar að auka dómurum og dómskerf- inu vinsældir hjá valdhöfum hverju sinni. Sama á við um mörg mál sem lúta að athöfnum framkvæmdar- valdsins. Það skyldi þó ekki vera að neikvæð orðræða í garð dóm- stóla um árabil úr ýmsum áttum hafi skilað tilætluðum árangri, þ.e. að rýja dómstóla trausti í augum almennings? Íslenskt réttarkerfi er með þeim ódýrustu í Evrópu, hvort sem miðað er við höfðatölu eða lands- framleiðslu. Flestir eru sennilega sammála því að launum dómara og aðbúnaði sé stillt í hóf. Máls- hraði til þessa hjá dómstólum er með því sem best gerist, raun- ar svo góður að nánast er óþekkt að fyrirtæki og aðrir kosti fé til gerðardóma. Svo langt sem þekk- ing okkar nær, er spilling með öllu óþekkt í íslensku dómskerfi, en sú er hins vegar ekki raunin víða erlendis. Með þessu er ekki ætlunin að fullyrða að ekki megi bæta íslenskt dómskerfi, t.d. varð- andi skipun dómara, með upptöku millidómstigs eða aðbúnaði dóm- ara. Hvað sem því líður er óhætt að fullyrða að gengið er út frá heiðarleika íslenskra dómara sem svo sjálfsögðum hlut að engum rannsóknum, skoðanakönnunum eða því um líku er fyrir að fara. E.t.v. væri þó ástæða til þess að rannsókn og/eða skoðanakönnun þar að lútandi færi fram til að fá þetta staðfest. Íslenskir dómstólar standa nú frammi fyrir stórum og vanda- sömum málum. Það er miður að við þessar erfiðu aðstæður í íslensku samfélagi skuli prófessor við Háskóla Íslands taka sér það fyrir hendur að drótta að því að íslenskir dómarar hafi fyrirfram komist að niðurstöðu í málum sem þó hafa ekki verið höfðuð og hafa uppi þá rakalausu fullyrðingu að dómskerfi hér á landi sé mengað af spillingu. Dómarar – skilgetin afkvæmi gerspilltrar stjórnmálastéttar? Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarr- ar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósam- mála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskrift- inni „Vekjum kosningabaráttuna“ sem ég er sammála að þurfi að gera. Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftir- spurn almennings og háðsglós- um Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau. Ég veit að í Reykjavík er sjálf- stæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjöl- miðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnar- kosningarnar. Mér og oddvit- um annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi lands- ins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórn- málum og almenningi sýnd virð- ing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp? Hin greinin var eftir Elfi Loga- dóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bær- inn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífs- ins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum „Kópavogsbrúar“ vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hug- mynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjór- földum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlut- verk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila. Sammála og ósammála Sveitarstjórnarkosningar Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi Dómstólar Benedikt Bogason skipaður héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ Skúli Magnússon skipaður héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ Hafðu samband símiVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér sjóðina hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir Stefnir - Samval. Meiri möguleikar á breytilegum markaði. Fjárfestir í þeim eignaflokkum sem ákjósanlegastir eru hverju sinni – eignastýring í einum sjóði Virk stýring í skuldabréfum og hlutabréfum. Áhersla á ríkistryggð skuldabréf undanfarin misseri Fjárfestir að mestu í öðrum sjóðum til að auka enn frekar áhættudreifingu Góður kostur í langtímasparnaði og hentar vel í reglulegan sparnað 13,9% meðalnafnávöxtun síðastliðin 5 ár* Lágmarkskaup 10.000 kr. en 5.000 kr. í reglulegum sparnaði Ávöxtunartölur vísa til fortíðar. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur þeirra. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Stefnir - Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. *Upplýsingar fengnar af www.sjodir.is fyrir tímabilið 30.04.2005-30.04.2010. 1 9 . maí kl. 16:30 Kaffi húsið í Gerðubergi 20. maí kl. 16:30 Bíósalurinn í Austurbæjarskóla 22. maí kl. 10:00 Café Flóru í Laugardal Samfylkingin kynnir metnaðarfulla barna- og skólastefnu sína fyrir borgarbúum Allir velkomnir! Börnin okkar í borginni

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.