Fréttablaðið - 19.05.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 19.05.2010, Síða 16
16 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR Í leiðara Fréttablaðsins mánu-daginn 17. maí sl. lýsir Stein- unn Stefánsdóttir eftir lífsmörk- um stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mann- vit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erf- itt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur böl- sýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðn- in. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geð- heilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verð- ur að skoða. Í spegli Besta flokks- ins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undr- ið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá „alls konar“ fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýð- ræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsókn- arskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við grein- um útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undr- inu sleppir. Steinunn bendir á að sveitar- stjórnarmál snúast um börn í leik- skólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipu- lagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnu- málum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Sam- fylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekk- ingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveru- leikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfn- um því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breyt- inga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþreng- ingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvit- und borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi. Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgar- búa og landsmanna allra verður að greiðast frá Íslenska undrið Sveitarstjórnarkosningar Bjarni Karlsson frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Styrkja þarf stjórnsýsluna Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á margvíslega veikleika stjórnsýslunnar hér á landi. Stofnanir eru margar og veikburða og hið sama má segja um ráðuneytin. Að tilstuðlan ríkis- stjórnarinnar var sérstakri nefnd falið að rýna í rannsóknarskýrsluna og móta tillögur um bætta stjórnsýslu í kjölfar hrunsins. Í skýrslu nefndar- innar er m.a. á það bent að framkvæmdavaldið búi við ófullnægjandi aðhald úr stjórnsýslunni, frá Alþingi, fjölmiðlum og mennta- og vísindastofnun- um. Þá er undirstrikað mikilvægi þess að efla hinn pólitíska þátt innan ráðuneytanna. Fækkun ráðuneyta Það er staðreynd að við Íslendingar þurfum nú að byggja upp samfélag á nýjum grunni og út frá gjörbreyttum aðstæðum. Þá er brýnt að við séum órög við að nálgast mál frá nýjum sjónarhornum og endurmeta afstöðu okkar til mála sem nú blasa við í allt öðru ljósi en áður var. Í mörgum tilfellum verðum við að spyrja nýrra spurninga og leita þar af leiðandi einnig nýrra svara. Íslenska stjórnsýslan þarf að gangast undir rækilega endurskoðun. Mörg ráðuneyti hafa hafið vinnu við að skoða skipulag í sínum ranni, stofn- anauppbyggingu o.fl. með það að markmiði að styrkja stjórnsýsluna, ná fram aukinni hagræð- ingu og meiri fagmennsku. Í stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar er vikið að skipan stjórnarráðs- ins og stefnt að fækkun ráðuneyta úr tólf í níu á kjörtímabilinu. Þar er enn fremur gerð grein fyrir því hvaða ráðuneyti gætu sameinast: 1) sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðu- neyti í atvinnuvegaráðuneyti, en samhliða stofnað umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 2) heilbrigðis- ráðuneyti og félagsmála- og tryggingaráðuneyti sameinist í velferðarráðuneyti, 3) dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneyti sameinist í innanríkisráðuneyti. Baráttumál Vinstri grænna Eðlilegt er að í kjölfar skýrslu nefndarinnar verði þessi áform tekin til endurmats, þótt áfram verði haldið við markmiðið um fækkun ráðu- neyta. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að efla umhverfisráðuneytið. Það þýðir að tiltekin verk- efni sjávarútvegs- og landbúnaðar- og iðnaðar- ráðuneytis færu til umhverfisráðuneytis en mál- efni atvinnuveganna sjálfra yrðu þá sameinuð í atvinnuvegaráðuneyti. Slík sameining hefur um langt skeið verið baráttumál Vinstri grænna. Við myndun núverandi ríkisstjórnar lagði VG einnig höfuðáherslu á þetta atriði. Í umræðunni hefur heyrst að ætlunin sé að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið eða að þetta sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB-aðild. Augljóst er að ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar verður ekki lagt niður þótt verkaskiptingu milli ráðuneyta verði breytt eða heiti þeirra. Raunar má allt eins halda því fram að eitt atvinnuvegaráðuneyti geti orðið öflugur málsvari þessara mikilvægu grunn- atvinnugreina, jafnvel enn sterkara en núverandi ráðuneyti þessara mála. Að svona sameining sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB er órökstutt eftir því sem ég fæ best séð. Er nóg í því efni að vísa til þess að Vinstri græn hafa lengi talað fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem færi með auðlindir til lands og sjávar í þeim tilgangi að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna og aldrei tengt það ESB-aðild eins og nærri má geta. Stofnun velferðarráðuneytis er skynsamleg, í heilbrigðis-, félags- og tryggingamálum er um mörg mjög svo skyld verkefni að ræða, oft með mikilli skörun en slík sameining gæti skilað marg- víslegum árangri, ekki síst með tilliti til þjónust- unnar við almenning í landinu. Hvað stofnun innanríkisráðuneytis varðar, má benda á að samgönguráðuneyti fer með málefni siglinga og fjarskipta, flugmál og vegamál og dómsmálaráðuneyti fer með málefni Landhelgis- gæslu, löggæslu, björgunarmála og almannavarna. Sveitarstjórnar- og byggðamál ásamt dóms- og mannréttindamálum kæmu þá til viðbótar inn í nýtt burðugt innanríkisráðuneyti. Tökum róttæk skref Samhliða breytingum á stjórnarráðinu þarf að huga að fleiri þáttum. Með fækkun ráðuneyta og ráðherra þarf að styrkja hina pólitísku stjórnsýslu. Það má t.d. gera með því að í sumum ráðuneytum starfi fleiri en einn ráðherra eins og þekkist vel á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þeir gætu jafnvel farið með tiltekin málasvið innan ráðuneytisins. Hagræðingin af þessu fyrirkomulagi er að minnka yfirbyggingu, ná betri heildarsýn yfir málaflokka og skyld mál og meiri festu í stjórnsýsluna. Þá kæmi einnig til álita að fara svipaða leið og nágrannaþjóðirnar, sem festa ekki fjölda og heiti ráðuneyta í lög, heldur búa við sveigjanlegt fyrir- komulag sem getur tekið mið af áherslum og tíðar- anda hverju sinni. Engum dylst að ef ráðist verður í svo yfirgrips- mikla uppstokkun í stjórnarráðinu sem hér um ræðir, þarf að undirbúa slíkt vel. Vinna þarf tíma- setta áætlun í samvinnu við starfsfólk og vinna að breiðri pólitískri samstöðu. Allt tekur það tíma og er mikilvægast að vanda til verka frekar en að flýta sér um of. En um leið megum við ekki óttast að taka róttæk skref í þá átt að gera stjórnsýsluna sterkari, vandaðri og árangursríkari. Í því efni verðum við fyrst og síðast að hugsa um þjónustu- og framkvæmdahlutverk stjórnsýslunnar við almenning og eftirlitshlutverk hennar í þágu þjóð- arhagsmuna á grundvelli þess umboðs sem hún fær frá löggjafanum. Stjórnsýslubreytingar Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna Raunar má allt eins halda því fram að eitt atvinnuvega- ráðuneyti geti orðið öflugur málsvari þessara mikilvægu grunnatvinnugreina, jafnvel enn sterkara en núverandi ráðuneyti þess- ara mála

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.