Fréttablaðið - 19.05.2010, Page 18

Fréttablaðið - 19.05.2010, Page 18
KAFFI KAFFI er ein algengasta verslunarvara heims, næst á eftir hrá-olíu. Heimsframleiðsla kaffis var árlega 6,7 milljónir tonna á tíma-bilinu 1998-2000 en langmesta framleiðslan fer fram í Brasilíu. Súkkulaði og möndlur með rjúkandi bollanum Rjúkandi heitur kaffisopinn bragðast sjaldnast betur en þegar dökkt súkkulaði fylgir með. Einnig er merkilega gott að gæða sér á hnetum eða möndlum með kaffinu. Best er þó þegar einhverju af þessu þrennu er blandað saman hvort sem úr verður blaut brownie með hnetum eða stökkt biscotti með súkkulaði og möndlum til að dýfa í bollann. 2 bollar heilhveiti 2 tsk. hörfræ 1/2 tsk. matasrsódi 1/4 tsk. salt 1/3 bolli sykur 1/3 bolli púðursykur dökkur 2 eggjahvítur 1 stórt egg 1 1/2 tsk. vanilludropar 2/3 bolli saxað dökkt súkkulaði 3/4 bolli ósaltar möndlur Hitið ofninn upp í 180 gráður. Blandið heilhveiti, hörfræjum, matar- sóda og salti í skál. Þeytið sykur, eggjahvít- ur og egg vel saman í annari skál ásamt vanilludropum. Blandið svo eggjahrærunni við þurrefnin og að lokum skal blanda súkkul- aðinu og möndlun- um varlega saman við. Skiptið deiginu í þrennt og rúllið í lengjur. Raðið lengjunum á bökunar- pappír á plötu og fletjið niður í 3 cm þykkt. Bakið í 28 mínútur við 350 gráður. Takið rúllurnar af plötunni og kælið í 10 mínútur á grind. Skerið niður í sneiðar og bakið sneiðarnar aftur við 160 gráður í 7 mínútur á hvorri hlið. Látið kólna á grind. heimild: www. myrecipes.com BISCOTTI MEÐ DÖKKU SÚKKULAÐI OG MÖNDLUM ¾ bolli kakó ¾ bolli smjörlíki 2¼ bolli sykur 4 stór egg 1 tsk. vanilludropar 1¼ bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 bolli valhnetur eða möndlur (má saxa niður) Hitið ofninn í 180 gráður. Fóðrið ferkantað form með álpappír og smyrjið hann. Bræðið smjörlíkið í potti og hrærið kakói út í, hellið í skál og blandið sykri og vanilludropum út í. Hrærið eggin út í eitt í einu, hrærið hveiti, lyftidufti og salti saman við og að endingu er hnetun- um blandað varlega út í. Hellið deiginu í formið og jafnið út, bakið í 30 mínútur. Takið út og kælið áður en kakan er skorin í ferninga. Heimild: www. blogchef.net BROWNIE MEÐ VALHNETUM kaffivélar Alsjálfvirkar HÁGÆÐA kaffivélar. Ný sending komin. Verð frá aðeins kr. 69.990

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.