Fréttablaðið - 19.05.2010, Side 23

Fréttablaðið - 19.05.2010, Side 23
KJÓSTU MEÐ MENNTUN Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, og Elna Katrín Jónsdóttir vara- formaður hvetja frambjóðend- ur til sveitarstjórna til að kynna sér stöðu skóla landsins vel og verja grunnmenntun af fullri alvöru. „Ég myndi vilja beina þeim ein- dregnu tilmælum til sveitarstjórn- arfólks að verja þá grunnmenntun sem sveitarstjórnir hafa á sinni könnu af fullri alvöru. Þá verður að gæta þess að gleyma ekki tón- listarskólunum í þessu sambandi, því listnám er sennilegra aldrei mikilvægara en þegar krepp- ir að í samfélaginu,“ segir Eirík- ur Jónsson, formaður Kennara- sambands Íslands (KÍ), um stöð- una í menntamálum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Eiríkur segir einnig mikilvægt að muna að börn eiga einungis eina æsku og því sé líklegra afdrifa- ríkara að skera niður í mennt- un en ýmsu öðru. Þótt nú þegar hafi verið skorið niður nánast inn að beini í menntamálum ráðleggi hann frambjóðendum til sveit- arstjórna að hugleiða vandlega hvernig þeir ætli sér að standa að niðurskurði, sé slíkur niðurskurð- ur á annað borð á dagskrá. „Þetta er sérstaklega mikilvægt í dreif- býli, þar sem það að leggja niður lítinn skóla jafngildir því að leggja niður byggðina,“ segir Eiríkur. Elna Katrín Jónsdóttir, vara- formaður KÍ og formaður skóla- ráðs sambandsins, bendir á að ný lög um leik-, grunn- og framhalds- skóla frá vori 2008 setji nemand- ann í forgang og stefni að því að raunverulegt jafnrétti til náms náist og að skólarnir verði enn þá betri og uppbyggilegri vinnustað- ir barnanna okkar, lítilla jafnt sem stórra. Hún telur að nú á öðru ári í kreppu megi spyrja sig hvort við séum á leiðinni aftur á bak eða áfram í menntamálum. „Ég hvet frambjóðendur til sveitarstjórna vítt og breitt um landið til þess að kynna sér allt tiltækt efni um stöðu skólanna í sínu umdæmi og spyrja spurninga, til dæmis um þjónustu og námsframboð fyrir börn og unglinga jafnt í leik- og grunnskólum sem og í tónlistar- og framhaldsskólanámi.“ Hún segir góða skóla og gott og vaxandi menntunarstig þjóðarinn- ar meðal helstu hornsteina góðra lífskjara. „Það getur orðið afdrifa- ríkt fyrir vöxt og viðgang íslensks samfélags ef um of er saumað að skólunum og er þar ekkert skóla- stig undanskilið,“ segir Elna Katrín. Börn eiga aðeins eina æsku „Það er beinlínis skylda yfirvalda jafnt á landsvísu sem á sveitarstjórnarstiginu að leita allra leiða til þess að bjóða sem mest og best skólastarf með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Elna Katrín Jónsdóttir sem hér er með Eiríki Jónssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Efri röð frá vinstri: Stefán Andrésson formaður FS, Eiríkur Jónsson formaður KÍ og Emil Ragnar Hjartarson formaður FKE. Neðri röð frá vinstri: Aðalheiður Stein- grímsdóttir formaður FF, Marta Dögg Sigurðardóttir formaður FL, Sigrún Grendal formaður FT, Ólafur Loftsson formaður FG, Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ og Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður FSL. Á myndina vantar Kristin Breiðfjörð Guðmundsson formann SÍ. Nemendur eru umbótaafl. Þeir eru samtími okkar og framtíð. Spyrj- um þá hvað þeir vilja. Kennarar eru umbótaafl. Þeir hafa reynslu, þekkingu og siðvit til að benda á og vinna að lausn- um. Spyrjum þá hvað þeir vita. Skóli er umbótaafl. Hann er nauðsynlegur fyrir samfélagið til að komast upp úr kreppunni. Spyrjum okkur sjálf: Hvað er skóli? Hvað er menntun? Hvað vil ég? Síðast en ekki síst: Spyrjum frambjóðendur um menntun og skólastarf. Skóli er umbótaafl „Samfylkingin veit að til þess að verja það sem mestu máli skiptir verður að ráðast á atvinnuleysið og koma vinn- andi höndum til verka. Þess vegna eru atvinnumálin mál málanna í þessum kosningum, nýsköpun, viðhaldsverkefni og stórsókn í ferðamennsku,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Í dag er doði í Reykjavík og frá árinu 2008 hefur verið skorið niður á menntasviði fyrir á þriðja milljarð króna á heldur handahófskenndan hátt. Samfylkingin telur að hægt sé að verja grunnskólann fyrir frekari niðurskurði en þá verður borgin líka að taka forystu í atvinnusköpun.“ Dagur segir mikilvægast að sýna því skilning hvaða þættir skólastarfsins eru friðhelgir en að það verði líka að líta til nýrra tækifæra og þróunar. „Er grunnskólinn að mæta fjölbreyttum þörfum allra barna og unglinga, barna með sérþarfir, barna með annað móðurmál en íslensku? Hvernig grunnskóla viljum við? Hver eru gildi hans og hvernig hafa þau breyst við þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið? Með hverjum vill grunnskólinn vinna? Samfylkingin treystir sér til að svara þeim spurningum með Kennarasambandinu, foreldrum og öllum sem koma að því að gera góða skóla betri.“ ATVINNUSKÖPUN VÖRN GEGN NIÐURSKURÐI „Reykvíkingar vilja að staðið sé myndar- lega að rekstri skóla, þar sem öllum börnum líði vel og þar sem þau fá góða menntun og umönnun,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins. Hún segir jafnframt að mikilvægt sé að tryggja gott val foreldra og barna, fjölbreytni og faglegan metnað í öllu skólastarfi í Reykjavík. „Reykjavíkurborg hefur eins og aðrir þurft að hagræða í öllum sínum rekstri, en langminnst hefur verið hagrætt í málaflokkum sem tengjast velferð og menntun. Sú forgangsröðun hefur leitt af sér að hagræðingu í leik- og grunnskólum borgarinnar hefur einungis verið um 3,8% sem er mun lægra en á öðrum sviðum borgarinnar og í framhalds- og háskólum á vegum ríkisins,” segir Hanna Birna Hún segir verkefni Reykjavíkurborgar verða að standa áfram vörð um góða grunnþjónustu og menntun með sömu forgangsröðun að leiðarljósi. “Besta fjárfesting til framtíðar er sannarlega fólgin í góðri menntun og með samstilltu átaki og samvinnu foreldra, kennara, skólastjórnenda og borgaryfirvalda, getum við sótt fram á öllum sviðum skóla- starfsins. Þannig tryggjum við reykvískum börnum áfram bestu menntun sem völ er á.” ÁFRAM STAÐINN VÖRÐUR UM GÓÐA GRUNNÞJÓNUSTU Vorið 2008 ákváðum við: ● að hugsa skólastarf, og löggjöf um það, miklu meira út frá nem- andanum og þörfum hans en áður hafði verið gert. ● að auka fjölbreytni og fjölga val- kostum í námi. ● að hvetja alla nemendur af alefli og með öllum tiltækum ráðum til að stunda skólanám til að minnsta kosti átján ára aldurs. ● að fækka stórlega í hópi þeirra sem flosna upp úr námi fljótlega eftir að grunnskóla lýkur. En svo kom kreppan og nú erum við enn verr stödd en fyrir nýju lögin um leik-, grunn- og framhaldsskóla frá vori 2008. Þetta er að gerast: ● Verri þjónusta við nemendur. ● Fábreyttara námsframboð. ● Jafnmikið brottfall. ● Stærri námshópar. ● Minni tími fyrir hvern nem- anda. Afturábak eða áfram? ● FÁ ÞAU NÁM VIÐ HÆFI? Íslensk sveitar- félög eru 77 talsins, reka 165 grunnskóla og auk þess eru tíu einkaskólar í landinu. Í sjö grunn- skólum eru fleiri en 600 nemendur og þar af eru fleiri en 700 í einum þeirra. 57 grunnskólar eru með færri en 100 nemendur og þar af eru 38 með færri en 50. 42929 nemendur eru í grunnskólum lands- ins (2009. Þetta er margt fólk - en engir kjósendur. Í landinu eru 282 leikskólar, 243 eru reknir af sveit- arfélögum og 39 af einkaaðilum. Börn í leikskól- um eru 18.699 talsins. Þar af eru 1.614 börn skráð með erlent móðurmál. Þetta er margt fólk – en engir kjósendur. ÆTLAR ÞÚ AÐ SKERA NIÐUR Í SKÓLAMÁLUM OG ÞÁ HVAÐ EF ÞÚ KEMST TIL VALDA?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.