Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 27
heilsa ● fréttablaðið ●MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2010 3 „Fólki líður eins og það svífi í lausu lofti tuttugu metrum fyrir ofan ár- botninn.“ Þannig lýsir Finnbjörn Finnbjörnsson upplifun þeirra sem taka þátt í snorkli í gjánni Silfru á Þingvöllum. Finnbjörn stendur að fyrirtækinu Scuba Iceland sem bæði er köfunarskóli og býður upp á skipulagðar köfunar- og snorklingferðir fyrir hópa. En hver er munurinn á snorkli og köfun? „Í snorkli ertu aðeins á yfirborðinu og andar í gegnum svokallað snorkel en í köfun er farið undir yfirborðið,“ útskýr- ir Finnbjörn og telur að allir geti snorklað. „Þú þarft engin rétt- indi til þess eins og í köfun og þarft ekki heldur að vera í neinni þjálfun,“ segir hann en fyrirtæk- ið sér um allan útbúnað, þurrbún- inga, hanska, hettu, gleraugu og snorkel. „Ég hef farið með alls konar hópa í svona ferð allt frá verk- fræðistofum og vaktir hjá lög- reglunni til fjörutíu amerískra hjúkrunarfræðinga,“ segir Finn- björn og segir fólk ávallt mjög ánægt með upplifunina, hins vegar verði sumir óvanir stundum hálf lofthræddir. Snorklferðir Scuba eru ávallt farnar í Silfru þar sem skyggnið er einstakt að sögn Finnbjörns. „Líkt og að vera á þurru landi.“ Finnbjörn stofnaði Scuba Ice- land fyrir þremur árum en hefur sjálfur kennt köfun í fimmtán ár. Í skólanum eru þrír kennarar og fimmtán leiðsögumenn en skólinn útskrifar um 150 til 200 manns á ári og fer með um 300 til 500 túrista í ferðir, bæði í snorkel og köfun. Þeim sem vilja kynna sér starfsemi Scuba Iceland nánar er bent á www.scubaiceland.com - sg Allir geta snorklað Skyggnið í Silfru er einstakt. Þar geta þeir sem snorkla horft alveg niður á botn tuttugu metrum neðar. MYND/FINNI Finnbjörn á góðri stundu á leiðinni að skoða El Grillo. „Frjókornaofnæmið er að fara af stað um þessar mundir. Allra fyrsta frjókornaofnæmið kemur í byrjun maí hérna á Íslandi og svo stigmagnast það,“ segir Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir. Yrsa Björt segir að á vorin séu það aðallega trjáfrjókorn og tún- fíflar sem valdi frjókornaofnæmi. „Þótt vissulega séu fleiri frjó í lofti þá eru þau yfirgnæfandi. Sjálft grasofnæmið kemur yfir- leitt ekki fyrr en seinni partinn í júní því grasið fer ekki að mynda frjókorn fyrr en liðið er vel á júnímánuð.“ Aðspurð segir Yrsa Björt gras- frjókornaofnæmi langalgengast. „Birkiofnæmið er nokkuð algengt og túnfíflarnir sömuleiðis,“ út- skýrir Yrsa Björt og bætir við að besta forvörnin gegn frjókorna- ofnæmi séu að forðast þá nálægð við frjókorn sem hægt er. „Ég ráð- legg fólki sem er með frjókorna- ofnæmi til dæmis að sofa ekki við opinn gluggann yfir þessar vikur sem frjókornin eru í lofti.“ Yrsa Björt segir að algengustu einkennin séu óþægindi í öndun- arfærum, nefi og augum. „Oft er kláði í gómnum og sumir fá jafn- vel ofnæmisastma,“ upplýsir Yrsa Björt sem segir að hægt sé að fá ýmis ofnæmislyf í apótekum. „Ef það slær ekki á einkennin er full ástæða að leita til lækna og fá frekari meðferð.“ - mmf Tímabil frjókorna- ofnæmis er að hefjast „Fólk getur fengið útbrot á húðina af því að velta sér upp úr grasi ef það er með grasofnæmi,“ segir Yrsa Björt. NORDICPHOTOS/GETTY Sumarkort á kr. 23.900.- (gildir til 10. september 2010) Veggsport bolur og brúsi fylgir með. KETILBJÖLLUR KARFA SPINNING LYFTINGAR SKVASS Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is SUMARTILBOÐ! Þorbjörg Ágústsdóttir varð nú á dögunum NORÐURLANDAMEISTARI í skylmingum í SJÖTTA SINN á sjö árum. Stórkostlegur árangur! Við óskum henni innilega til hamingju. Það sést hverjir drekka Kristal Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.