Fréttablaðið - 19.05.2010, Side 34

Fréttablaðið - 19.05.2010, Side 34
18 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Sif Cosmetics, dótturfélag ORF líf- tækni, setur á markað nýja húðdropa í dag. Droparnir innihalda EGF frumu- vaka sem eiga að hvetja til náttúrulegr- ar endurnýjunar húðfrumna og sporna við öldrun húðarinnar. Frumuvakarn- ir eru framleiddir úr byggi af ORF líf- tækni og á verkefnið rætur sínar að rekja til rannsóknarstyrks Rannís sem fyrirtækið hlaut árið 2006. „Samkeppnisaðilar okkar úti í heimi nota bakteríur og dýrafrumur til að framleiða þessi prótín en við notum sérstakar líftækniaðferðir. Þetta er grænn iðnaður og við erum með á annað hundrað prótína í framleiðslu á mismunandi stigum. Prótínin eru notuð í læknisrannsóknum, stofnfrumu- rannsóknum og jafnvel í lækninga- skyni en sum þeirra henta auk þess vel í snyrtivörur,“ segir Björn Örvar, framkvæmdastjóri Sif Cosmetics. EGF er fyrsti frumuvakinn sem er valinn úr hópi frumuvaka. Hann hefur nokkuð alhliða virkni en auk þess er verið að þróa fleiri snyrtivörur sem sumar munu hafa sértækari virkni á tiltekin húðvandamál. Þær munu líta dagsins ljós síðar á árinu. „Lækna- vísindin þekkja vel hvaða gagn þess- ir frumuvakar gera húðinni og því er engin tilviljun að við kjósum að nota þá í snyrtivörurnar en aðferðin við framleiðsluna er hins vegar ný,“ segir Björn. EGF frumuvaki er prótín sem húð- frumur framleiða sjálfar. Framleiðsl- an minnkar hins vegar með aldrinum. Fyrir vikið endurnýja frumurnar sig hægar og þá fer að bera á hrukkum og þynnri húð. Björn segir að langur tími hafi farið í að prófa og þróa húðdrop- ana, sem hafa fengið nafnið EGF BIO- effect serum. „Undanfarna þrjá mán- uði hafi nokkur hundruð manns prófað dropana. Við höfum svo verið að safna vitnisburði og niðurstöðum og hafa viðbrögðin verið framar vonum en 98 prósent þátttakenda sögðust taka eftir frískara yfirbragði húðarinnar. Það er afar ánægjulegt en við teljum okkur geta náð góðum árangri enda með ein- staka vöru,“ segir Björn og bendir á að margar húðvörur á markaðnum inni- haldi allt upp í sjötíu mismunandi efni. Í dropunum eru þau hins vegar aðeins sjö auk þess sem þeir eru án allra lykt- ar-, ilm- og rotvarnarefna. En stefnið fyrirtækið á útrás? „Við seljum nú þegar dropana til Ítalíu og Danmerkur auk þess sem fjöl- margir erlendir aðilar eru með þá til skoðunar.“ Nánari upplýsingar er að finna á www.sifcosmetics.com.“ vera@frettabladid.is SIF COSMETICS: SETUR FYRSTU SNYRTIVÖRU SÍNA Á MARKAÐ Húðdropar unnir úr byggi NÝSKÖPUN Droparnir eiga að hvetja til náttúrulegrar endurnýjunar húðfrumna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MALCOM X (1925-1965) FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1925 „Maður sem stendur ekki fyrir neitt fellur fyrir öllu.“ Malcom X var bandarískur mannréttindafrömuður. Hann var til langs tíma talsmaður Nation of Islam (NOI). Hann stofnaði Muslim Mosque, Inc. og Organization of Afro- American Unity. MERKISATBURÐIR 1875 Fyrsta sláttuvélin kemur til Íslands frá Noregi. 1950 Þúsundir Reykvíkinga fagna Gullfossi, nýju farþegaskipi Eimskipafélagsins. 1969 Kjarasamningur milli verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda undirritað- ur. Mikilsvert samkomu- lag um lífeyrissjóð náðist. 1983 Geimskutlan Enterprise hefur viðkomu á Keflavík- urflugvelli, borin af Boe- ing 747 þotu. 1986 Sex af forráðamönnum Hafskips hf. handteknir og úrskurðaðir í gæslu- varðhald á meðan meint brot þeirra voru rannsökuð. Þennan dag árið 1990 var Húsdýragarðurinn í Laugardal formlega opnaður. Ákvörðun um byggingu garðsins var tekin í borgarráði Reykjavíkur fjórum árum áður en framkvæmdir hófust árið 1989. Á einu ári voru reist sex hús til dýrahalds, steypt selatjörn, landslag mótað fyrir refi, minka og hreindýr, beitarhólf afgirt og komið upp fiskeldiskerjum. Auk þessa var Hafrafelli, gömlu íbúðarhúsi Örlygs Sigurðssonar listmálara, breytt í skrifstofu og kennslusalur útbúinn úr vinnustofu hans. Markmið með byggingu húsdýragarðsins var að kynna borgarbúum íslensku húsdýrin, færa þá nær íslensk- um búskaparháttum og efla tengsl á milli manna og dýra. Síðan hefur starfsfólk garðsins haft það að leiðarljósi að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd. Gert er ráð fyrir rúmlega tuttugu dýrategundum og er stefnan að sýna afbrigði, litbrigði, bæði kyn og afkvæmi. Fjölskyldugarðurinn var tekinn í notkun 4. júní 1993 og þá tók hinn sameinaði garður, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, til starfa. Heimild: www.mu.is ÞETTA GERÐIST: 19. MAÍ ÁRIÐ 1990 Húsdýragarðurinn opnaður Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Gunnars Árnasonar, Hallakri 1, Garðabæ. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karitas. Guðný Jónasdóttir Hilmir Þór Gunnarsson Steinunn Lund Jónína Gunnarsdóttir Guðni Ingvason Gunnar Már Gunnarsson Laufey Þórarinsdóttir og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sýrus Guðvin Magnússon, Lækjarsmára 8, Kópavogi, andaðist á Landspítala Landakoti laugardaginn 8. maí Útför hans verður gerð frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 20. maí kl. 13.00. Matthildur Katrín Jónsdóttir Viðar Sýrusson Elsa Ólafsdóttir Ásta Kristín Sýrusdóttir Bernharð Þorsteinsson Reynir Sýrusson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Davíðsdóttir, Engjaseli 65, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 16. maí. Runólfur Runólfsson Gerður Hafsteinsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Bróðir okkar, mágur og frændi, Benedikt Jóhannsson frá Háagerði Eyjafjarðarsveit, lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 11 maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 13.30. Aðalsteinn Jóhannsson Guðbjörg Stefánsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Freygerður Anna Geirsdóttir Örn Hansen AFMÆLI GRACE JONES tónlistar- kona er 62 ára. GAIL SIMM- ONS sjón- varps- kona er 34 ára.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.