Fréttablaðið - 19.05.2010, Side 36

Fréttablaðið - 19.05.2010, Side 36
20 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ókei, þúsundkall. Lokaboð. Einu sinni sölumaður, alltaf sölumaður. Manstu eftir Patrick? Eða Pondus? Sem voru með okkur í barnaskóla? Já... við vorum alltaf að spila fótbolta. Ég held að ég hafi ekki séð hann síðan þá. Ég hitti hann um daginn á gangi. Ég spurði hvern- ig gengi og hvað hann væri að fást við. Þú veist, þetta venjulega! Alltaf gaman að heyra hvað fólk hefur verið að fást við! Hann sagði að hann seldi líkama sinn! HA? Hann ynni niðri á höfn í Rotterdam! Tvær vikur í vinnu, tvær vikur í frí! Sagð- irðu þetta? Já. Hókus pókus: Hann lét sig hverfa! Einhvernveginn virðist stærðfræði-hlutinn og stellingar-hlutinn í heila Palla virka án þess að vita af hvor öðrum. Hvaða stellingar- hluti? Komdu til Sollu, Lóa! Nei! Komdu til Hannesar! Komdu til mín! Komdu til mín! Komdu til mín! Komdu til mín! Þetta væri miklu auð- veldara ef þú hefðir eignast tvíbura! Auðveldara fyrir hvern? Þau tíðindi vöktu nokkurn titring að kanadískt orkufyrirtæki ætti nú þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Margir ráku upp ramakvein; hér væri verið að afhenda útlendingum yfirráð auðlinda okkar. Aðrir bentu á að kapítalistar hefðu auðlindirnar í fórum sínum nú þegar; hvort þeir ættu heima í Kanada eða Keflavík skipti litlu. ATHYGLISVERT var að fylgjast með við- brögðum annars stjórnarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs. Margir þingmanna hans fóru mik- inn vegna sölunnar, hana yrði að stöðva því mikið lægi við, formaður flokksins lýsti vonbrigðum sínum með að ekki hefði verið beðið eftir ríkisstjórnar- fundi með söluna og þingflokkurinn ályktaði síðar um kvöldið að auðlindir ættu að vera í þjóðareigu og „vinda þyrfti ofan af“ einkavæðingu HS orku. ÞETTA er allt gott og blessað. Fínt mál að fólk hafi skoðanir á eignar- haldi auðlinda og enn betra að fólk láti þær skoðanir í ljós. Tímasetning athugasemdanna hlýtur hins vegar að vekja athygli. ÁHUGI Magma Energy á hlut Geysis Green í HS orku (segðu þessa setningu hratt tíu sinnum) er löngu kunnur. Auðlindanýtingin komst í einkaeigu þegar Geysir Green keypti í síðastnefnda fyrir- tækinu árið 2007. Í fyrra keypti kanadíska fyrirtækið síðan hlut frá Orkuveitu Reykja- víkur. Við það tækifæri kom fram einlægur vilji Magma til að kaupa stærri hlut. VINSTRI græn hafa verið í ríkisstjórn síðan í febrúar 2009. Vissulega hafa verkefnin verið ærin og vissulega er flokkurinn ekki einráður. Þingmenn flokksins hafa hins vegar sýnt það áður að þeir eru óhræddir við að fara á einhvern hátt gegn stjórnar- stefnu, bjóði samviskan þeim það. Sem er vel. Þeim var því hverjum og einum – að ekki sé talað um öllum saman – í lófa lagið að gera eitthvað í málefnum HS orku. Þau lagaboð sem nú er kallað eftir hefðu getað verið löngu komin fram. Öllum var ljóst hver viljinn var. Kannski eru ráðherrar Vinstri grænna svo vanir því að vera í stjórnarandstöðu að þeir áttuðu sig ekki á þeirri stöðu sem þeir eru í. ÞAÐ er ekki boðlegt að koma í blálokin á löngu ferli og hrópa um ógnina sem stafar af því ferli. Sé ógnin fyrir hendi, er það beinlínis skylda þingmanna að koma í veg fyrir hana. Það gera menn með tillögum á Alþingi, ekki eftiráályktunum. Af hverju gerðuð þið ekkert? Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 515 7170 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.