Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 8
8 1. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR KOSNINGAR Í 36 sveitarfélögum af þeim 54 þar sem kosið var lista- kosningu náði einn listi hreinum meirihluta, eða í tveimur þriðju sveitarfélaga. Í 13 þessara sveitar- félaga er Sjálfstæðisflokkur í meiri- hluta, í tveimur náði Framsóknar- flokkur meirihluta, Hornafirði og Rangárþingi eystra, en Samfylking státar af hreinum meirihluta í einu sveitarfélagi, Sandgerði. Í tuttugu sveitarfélögum náðu framboðslist- ar meirihluta sem eru skipaðir fólki úr fleiri en einum stjórnmálaflokki eða fólki utan flokka. Sveitarfélögin þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn er með hreinan meiri- hluta eru í Suðvesturkjördæmi: Álftanes, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Í Norðvestur- kjördæmi: Bolungarvík, Húnaþing vestra, Snæfellsbær og Vestur- byggð. Loks eru sjálfstæðismenn í meirihluta í Árborg, Garði, Hvera- gerði, Reykjanesbæ og Vestmanna- eyjum í Suðurkjördæmi. - sbt Eitt framboð með meirihluta í tveimur þriðju hluta sveitarfélaga: Sjálfstæðisflokkur oftast í meirihluta Listarnir tuttugu sem náðu hreinum meirihluta eru ýmist nýir eða hafa boðið fram áður. Nöfn þeirra eru fjölbreytileg en listabókstafurinn L er vinsælastur. ■ Skoðað eftir kjördæmum náðu hreinum meirihluta í Norðvesturkjördæmi L-listi fólksins á Blönduósi, L-listi Bæjarmálafélagsins Samstöðu á Grundar- firði, E-listi Nýs afls í Húnavatnshreppi, L-listinn í Stykkishólmi, J-listi Félags- hyggjufólks í Strandabyggð, L-listinn í Súðavíkurhreppi. ■ Í Norðausturkjördæmi voru það L-listi fólksins á Akureyri, L-Lýðræðis- listinn í Arnarneshreppi og Hörgárbyggð, J-Framboðslisti óháðra á Dalvík, H-listinn í Eyjafjarðarsveit, M-Mývatnslistinn í Skútustaðahreppi og A-listi Samstöðu í Þingeyjarsveit. ■ Í Suðurkjördæmi náðu svo meirihluta T-listi Tímamóta í Bláskógabyggð, R-listi Ráðdeildar, raunsæis og réttsýni í Flóahreppi, C-listi Lýðræðissinna í Grímsnes- og Grafningshreppi, H-listi Samstarfshóps um sveitarstjórnar- kosningar í Hrunamannahreppi, B-listi Framfarasinna í Mýrdalshreppi, Á-listi Áhugafólks um sveitarstjórnarkosningar í Rangárþingi ytra, Ó-listi Skaftár- hrepp á kortið í Skaftárhreppi og K-listi Farsælla framfarasinna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. L er vinsælasti listabókstafurinn 1. Hve hátt hlutfall lands- manna er í skóla? 2. Fyrir hvaða keppni stendur Magnús Guðbergur Jónsson? 3. Hverjir fóru með sigur af hólmi á fyrsta stigamóti Golf- sambandsins um síðustu helgi? SJÁ SVÖR Á BLAÐSÍÐU 34 FÓLK Vildaráskrifendur Stöðvar 2 og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum á laugardaginn. Áætlað er að um tuttugu þúsund manns hafi verið í garðinum þegar mest var, í blíðskaparveðri. Boðið var upp á dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Íþróttaálfurinn og Solla stirða mættu úr Latabæ og léku listir sínar, Sveppi og Villi stigu á stokk, Ingó og Veðurguð- irnir léku fyrir dansi og Skoppa og Skrítla kættu yngstu gestina. Ókeypis var í öll tæki og boðið var upp á pylsur og drykki með. - sh Líf og fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þegar Stöð 2 bauð til veislu: Margmenni á fjölskyldudegi VEL MÆTT Unga fólkið skemmti sér konunglega yfir skemmtiatriðunum. F í t o n / S Í A Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Sæluvika í Svartaskógi Innifalið: Flug til Basel með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli. Gisting á 4* Hotel Bären með fullu fæði allan tímann og íslensk fararstjórn. 159.300 kr. Verð á mann í tvíbýli 21.–28. ágúst Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins 167 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 24.415.000 kr. Dregið 17. júní 2010 Við hlökkum til að sjá þig. www.or.is Velkomin í Nesjavallavirkjun í allt sumar Gestamóttaka okkar verður opin frá kl. 9.00 til 18.00 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst. Sendið bókanir fyrir hópa á gestir@or.is eða leitið upplýsinga í síma 516 7508. FRÉTTASKÝRING Hver er staða þingmannanna sem fóru í tímabundið leyfi? Steinunn Valdís Óskarsdóttir lét af þingmennsku í gær eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að umræða um styrkjamál hennar yfirgnæfði störf hennar á þingi og gerði henni ókleift að rækja skyld- ur sínar. Talsvert er um liðið síðan Stein- unn upplýsti um styrkjamál sín en umræðan um þau magnaðist á nýjan leik í kjölfar útkomu skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Í henni er fjallað um eitt og annað sem snýr að tengslum stjórnmálamanna og við- skiptalífsins. Steinunn er eini þingmaðurinn sem hefur sagt af sér störfum eftir að skýrslan kom út. Þrír þingmenn eru hins vegar í tímabundnu leyfi vegna þess sem stendur í henni eða tengdrar umræðu. Það eru Björg- vin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, og sjálfstæðisþingmennirnir Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þremenningarnir tóku sér leyfi frá þingstörfum á grundvelli 53. greinar þingskaparlaga. Í henni segir: „Ef þingmaður forfallast svo nauðsyn krefji að varamaður hans taki sæti hans á meðan skal hann tilkynna forseta það bréflega og jafnframt gera grein fyrir í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara.“ Aðstæður þing- mannanna þriggja eru misjafnar. Rannsóknarnefndin taldi Björgvin hafa sýnt af sér vanrækslu í emb- ætti viðskiptaráðherra en sérstök þingmannakjörin nefnd hefur það verkefni að fara betur í saumana á störfum Björgvins (og annarra þingmanna) og meta hvort eitt- hvað beri að aðhafast. Þar til niður- staða þingmannanefndarinnar ligg- ur fyrir, sem að líkindum verður í sumarlok eða haust, ætlar Björgvin að vera í tímabundnu leyfi. Illugi var stjórnarformaður peningamarkaðssjóða á vegum Glitnis. Rannsóknarnefndin vísaði málum sem tengjast slíkum sjóð- um til áframhaldandi rannsókn- ar. Þar til niðurstaða rannsakenda liggur fyrir ætlar Illugi að vera í tímabundnu leyfi. Óvíst er hvenær rannsókninni lýkur. Getið er um Þorgerði Katrínu í skýrslunni vegna bankalána sem eiginmaður hennar tók til hluta- bréfakaupa í Kaupþingi þar sem hann var framkvæmdastjóri. Í bréfi til þingforseta sagðist Þor- gerður taka sér leyfi á meðan mál hennar væru til umfjöllunar á yfir- standandi þingi. Virðist hún sumsé ætla að snúa til baka í haust. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir ótal fordæmi fyrir því að þingmenn fari í leyfi og fyrir því liggi margvíslegar ástæð- ur. Kveðst hann telja þremenning- ana hafa fært þinginu ágætar skýr- ingar á ástæðum leyfa sinna. Þau uppfylli skilyrði laganna. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist aðspurð telja eðli- legt að þingmenn geti tekið sér ótímabundin leyfi. Slíkt hafi við- gengist í gegnum árin og svo verði á meðan þingsköpin séu óbreytt. Rétt er að geta þess að þing- mennirnir þrír þiggja engin laun frá Alþingi á meðan á leyfunum stendur. bjorn@frettabladid.is Steinunn farin fyrir fullt og allt en þrjú bíða átekta FÉLAGSMÁL Velferðarráð Reykja- víkur hefur samþykkt að íbúar í íbúðum fyrir fatlaða á Sléttuvegi fái val um að ráða sjálfir til sín fólk sér til aðstoðar. Um tilrauna- verkefni í þjónustu fyrir fatlaða er að ræða og fjármagn sem ann- ars færi í hefðbundna þjónustu verður nýtt í þessum tilgangi. Verkefnið hefst 1. júlí og stend- ur yfir í ár. Lagt verður mat á reynslu af verkefninu á tilrauna- tímanum. Áfram verður boðið upp á hefðbundna þjónustu fyrir þá sem það vilja. - shá Tilraun á vegum Velferðarráðs: Fatlaðir ráða sjálfir sitt fólk Í LEYFI Björgvin G. Sigurðsson, Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir hafa öll tekið sér leyfi frá þingstörfum. MYNDIN ER SAMSETT. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.