Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 24
 1. JÚNÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR 15.190 kr. 6.190 kr. 12.690 kr. 7.190 kr. Kvenlegt og rómantískt, karl- mannlegt og vítt eru andstæð- ur sem lýsa tísku sumarsins ágætlega. „Við bjóðum upp á það sem verð- ur í tísku í sumar,“ segir Sarah Cartwright, deildarstjóri dömu- deildar Next. „Bæði þessa kven- legu tísku eins og hefur verið; blúndur, pífur og blómamynstur, verða áberandi í sumar. Svo aftur er andstæðan sem er svolítið karla- leg tíska ef svo má segja, það eru víðari föt og lausari.“ Sarah segir að blazer-jakk- ar verði áberandi í sumar. „Blaz- er með axlapúðum og upprúlluð- um ermum. Þetta afslappaða útlit. Hann er gjarnan notaður við stutt- buxur,“ útskýrir Sarah en bætir við að „skinny“-buxur, leggings og aðsniðnir jakkar verði áfram vin- sælir. Þá verður mikið um blóma- kjóla í rómantískum stíl að sögn hennar. Aðspurð segir Sarah drappað- an lit koma sterkan inn í sumar. „Annars erum við líka að sjá svo- litlar andstæður í litunum. Það eru fölir litir, pastellitir í bláu, grænu og bleiku. Hlutlausir litir eru áberandi líka svona eins og grátt og drappað. Svo er andstæð- an sem eru sterkir litir sem fara yfir í neon.“ Sarah segir gallaefni styrkja stöðu sína hjá Next í sumar. „Galla- efni eru vinsæl núna. Þau eru oft notuð saman frá toppi til táar, gallaskyrtur við gallaleggings,“ upplýsir Sarah sem segir galla- efnið oft rifið og snjáð. „Og svolít- ið bútasaumað. Jafnvel eru galla- jakkar notaðir undir aðra jakka eins og leðurjakka, þannig að það sjáist aðeins í hann,“ segir Sarah. „Við stílum inn á allan aldur og við erum með breiða stærðar- kúrfu líka, frá stærð sex og upp í tuttugu,“ segir Sarah og bætir við að konur á öllum aldri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Við erum í rauninni með föt fyrir alla, konur og karla.“ Next býður, að sögn Söruh, líka upp á ýmiss konar fylgihluti. „Í skóm erum við mikið með Gladi- ator-sandala. Svo verðum við með strandsandala og erum að fara að fá sundföt líka,“ segir Sarah og lýsir töskutísku sumarsins þannig: „Töskurnar eru stórar og víðar, helst með böndum sem þær eru dregnar saman með. Svolítið eins og tuðrur eða í þeim dúr og þær eru í öllum regnbogans litum. Þetta er mjög litríkt sumar.“ Þetta er mjög litríkt sumar Sarah Cartwright hjá Next segir andstæður verða talsvert ríkjandi í sumar. Bæði í sniðum og litaúrvali. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þeir eru ekki margir dagarnir sem hægt er að spranga um á stutt- buxum. Sá tími er þó fram undan og tískufrömuðir hafa lagt bless- un sína yfir uppátækið í ár. Stuttbuxur eru með ein- dæmum vinsælar og má sjá margar gerðir í ár: pallí- ettu-, blúndu-, leður-, gam- aldags uppháar, þröngar og víðar stuttbuxur. - jma Tími stuttbuxnanna Hollenski tísku- hönnuðurinn Mart Visser sýndi sumarlínu sína í Amsterdam í vor. Svartar, glansandi og níðþröngar stuttbuxur eftir Matthew Williamsson. Gullstuttbux- ur úr fórum tískuhönnuð- arins Matthews Williamsson. ● SARAH BURTON TEKUR VIÐ MCQUEEN Nýr listrænn stjórnandi hefur verið ráðinn til tískumerkis Alex- anders McQueen. Er það Sarah Burton, hægri hönd tískuhönn- uðarins sáluga, sem tekur við starfinu. Burton er 35 ára, fædd í Manchester í Englandi. Hún hóf störf fyrir McQueen árið 1996 þegar hún var á sínu síðasta ári í skólanum Central St. Martins, en þar stundaði McQueen sjálfur nám á sínum tíma. Hún var útnefnd yfirmaður kvenhönn- unardeildar árið 2000 og vann náið með Alexander McQueen allt þar til hann lést í febrúar á þessu ári. Frá tískusýningu Alexanders McQueen á tískuvikunni í París í mars 2010.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.