Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 20
 1. júní 2010 ÞRIÐJUDAG-2 Fjöldi lyfjaávísana í heild árið 2009 jókst um 0,46%, fjöldi dagskammta um 0,65% og fjöldi notenda lyfja jókst um 0,18% frá árinu 2008. Af stærri lyfjaflokkum minnkaði notkunin mest í flokki sýkingalyfja þar sem greiðsluþátttaka er lítil. Talnabrunnur UMFÍ hleypir nú af stokkunum hvetjandi hreyfingarverkefni sem kallast „Hættum að hanga – komdu að hjóla, synda og ganga“. Nánar á www.ganga.is. „Mér hlýnar að innstu hjartarót- um,“ segir Jónína Sigurgeirsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur á Reykja- lundi, sem tók við viðurkenningu Lýðheilsustöðvar, SmokeFreeA- ward, ásamt samstarfsmönnum sínum á Reykjalundi í gær á degi án tóbaks. Fengu þau viðurkenn- inguna fyrir reykleysismeðferð á Reykjalundi. Viðurkenningin er veitt í annað sinn en um er að ræða hluta af evrópsku samstarfsverk- efni um reyksíma. Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, segir að margar tilnefningar um meðferð um reykleysi á Reykja- lundi hafi borist í gegnum Reyk- símann þar sem tilnefningum var safnað. „Menn voru sammála um að Reykjalundur væri að vinna svo faglegt og flott starf.“ Tíu ár eru síðan meðferð við tób- aksfíkn á Reykjalundi var tekin til gagngerrar endurskoðunar. „Hún hafði verið í umsjá lungnadeildar- innar en árið 2000 var ákveðið að þetta yrði þverfagleg meðferð og tengdist öllum deildum á Reykja- lundi. Um leið og þetta varð tengt öllum deildum þá varð þetta meira fósturbarn allra í húsinu,“ útskýrir Jónína. „Meðferðin er í boði fyrir alla sjúklinga hvort sem þeir eru lungnasjúklingar, gigtarsjúkling- ar, hjartasjúklingar eða annars konar sjúklingar. Það þýðir líka að sama á hvaða endurhæfingarsviði sjúklingurinn er, hann sér yfirleitt einhvern sem þekkir vel til þess- ara mála,“ segir Jónína. „Við teljum það vera mikilvægt til að geta veitt þessa meðferð sem allra best að hafa sem fjölbreytt- asta aðkomu frá fagfólki,“ upplýsir Jónína en meðferðarhópinn skipa 25 sérfræðingar. „Það eru flest- ir hjúkrunarfræðingar, svo eru læknar, sjúkraliðar, sjúkraþjálf- arar og iðjuþjálfar. Þetta er mjög þverfagleg vinna.“ Innt eftir því af hverju reykleys- ismeðferð hafi verið sett á stofn á Reykjalundi segir Jónína: „Margt af fólkinu sem var að koma til okkar í endurhæfingu átti í erf- iðleikum með að hætta að reykja. Við sáum það vel að endurhæfing- in nýttist ekki vel fyrir þá sem héldu áfram að reykja. Við erum að hjálpa fólki við að taka upp heilbrigðan lífsstíl,“ segir Jónína og bætir við að með því að halda áfram að reykja þá sé skemmd- unum á æðakerfinu og lungunum viðhaldið. „Þó að reykingafólk nái einhverri bót þá endist hún stutt og eyðileggur í raun og veru strax það sem fólk vinnur að.“ Jónína hefur fundið fyrir því að fólki finnst mikilvægt starf unnið með reykleysismeðferðinni. „Við fylgjum fólki eftir í heilt ár eftir útskrift með því að hringja í það. Ég heyri það á fólki þegar ég hringi að það er farið að eiga von á símtalinu.“ martaf@frettabladid.is Reykleysi á Reykjalundi Á degi án tóbaks sem haldinn var í gær var reykleysismeðferð Reykjalundar veitt viðurkenning Lýðheilsu- stöðvar SmokeFreeAwards. Er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt en það var fyrst gert 2008. Um 25 sérfræðingar sem starfa við reykleysismeðferð á Reykjalundi hlutu í gær viðurkenningu á degi án tóbaks. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við erum að hjálpa fólki við að taka upp heilbrigðan lífsstíl,“ segir Jónína Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur. MYND/ÚR EINKASAFNI Yogastöðin Heilsubót býður upp á námskeið í jóga í sumar. „Sumartímarnir byrja í dag,“ segir Sigfríður Vilhjálmsdóttir, eigandi Yogastöðvarinnar Heilsu- bótar. „Þetta eru tímar fyrir alla í rauninni sem verða í boði í allt sumar.“ Sigfríður segir að það skemmti- lega við jógaiðkun sé að það sé svo margt að gerast í tímunum og að fólk upplifi sig á nýjan hátt. Þá tekur hún fram að jóga geti hjálp- að til við að stuðla að betri and- legri og líkamlegri líðan. Sumartímarnir verða á þriðju- dögum og fimmtudögum en í júní verður boðið upp á tveir fyrir einn sumartilboð. Jóga í sumar Sumartímar Yogastöðvarinnar Heilsu- bótar byrja í dag. NORDICPHOTOS/GETTY Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind. Hæðasmára 4 Ungbarnanuddnámskeið Kennsla í allt sumar. Næsta námskeið fi mmtudaginn 3.júní. Fyrir foreldra ungbarna á aldrinum 1-8 mánaða. Stuðlar að góðum tengslum, öryggi og alhliða værð og vellíðan. Hefur reynst vel við kveisu og lofti í þörmum, svefnvandamálum og fl . Viðurkendur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu. Sjá www.heilsusetur.is og uppl. í síma 552 1850 / 896 9653 Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Kynn ingar tilboð Horn sófi 2 H2 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 257.3 10 kr Rí 2 H2 Verð frá Áklæði að eigin vali Endalausir möguleikar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.