Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 46
34 1. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. barnahjal, 6. átt, 8. gapa, 9. gljúfur, 11. samanburðartenging, 12. ein- kennis, 14. grastoppur, 16. í röð, 17. síðasti dagur, 18. loka, 20. bókstafur, 21. einsöngur. LÓÐRÉTT 1. nýja, 3. frá, 4. fugl, 5. blessun, 7. deilur, 10. yfirbreiðsla, 13. hluti kyn- færa, 15. skældi, 16. strá, 19. ætíð. LAUSN LÁRÉTT: 2. babl, 6. nv, 8. flá, 9. gil, 11. en, 12. aðals, 14. skegg, 16. íj, 17. gær, 18. lás, 20. sé, 21. aría. LÓÐRÉTT: 1. unga, 3. af, 4. blesgæs, 5. lán, 7. viðsjár, 10. lak, 13. leg, 15. grét, 16. íla, 19. sí. „Þegar ég fer eitthvað til að fá mér að borða þá fer ég oftast á Vitabar. Ostborgaratilboðið þar er svo geðveikt gott.“ Lilja Kristín Jónsdóttir söngkona. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Þriðjungur landsmanna er í skóla. 2 Magnús Guðbergur stendur fyrir keppninni Hr. Hinsegin. 3 Björgvin Sigurbergsson og Valdís Þóra Jónsdóttir fóru með sigur af hólmi í golfmótinu. „Við höfum rætt óformlega saman, í sms-skeyta- sendingum. Ég býst nú við því að ég ljúki þessu frá og með deginum í dag [í gær],“ segir Jón Gnarr. Hann hefur sagt starfi sínu sem hirð- skáld Borgarleikhússins lausu eftir að hann var kjörinn í borgarstjórn, enda óeðlilegt að hann þiggi tvöföld laun frá Reykjavíkurborg. Jón segir ákveðins misskilnings hafa gætt með hlut- verk hirðskáldsins, margir hafi séð fyrir sér að í þessu starfi fælist sú krafa að skrifa leikrit. „Hugmyndin var hins vegar að hirðskáldið væri einhver sem hefði ekki tengst leikhúsi mikið en fengi að kynna sér starfsemina.“ Jón viðurkenn- ir hins vegar að hann sé vel á veg kominn með leikrit og hann ætli sér að klára það. Jón ætlar nú að fara af fullum krafti í borgar- málin en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum standa nú yfir viðræður um meirihlutasamstarf milli Besta flokksins og Samfylkingarinnar en Besti flokkurinn gerir þá kröfu að Jón verði borgarstjóri. Sjálfur segir hann að reynsla sín úr einu fyrirtækja borgarinnar, Borgarleikhús- inu, muni nýtast honum vel í starfi. „Það er rosa- lega skrítinn hugsunarháttur hjá fólki sem segir að við höfum ekki nægjanlega reynslu. Síðasta verkefnið sem ég gerði var að skrifa og fram- leiða eina vinsælustu kvikmynd Íslandssögunn- ar, það var verkefni sem krafðist alveg gríðar- legrar skipulagningar.“ Erlendir fjölmiðlar hafa jafnframt sýnt sigri Besta flokksins mikinn áhuga og Jón upplýsir að rússneska ríkissjón- varpið muni væntanlega gera innslag um þenn- an sögulega viðburð í íslenskum stjórnmálum. - fgg Jón Gnarr hættur í Borgarleikhúsinu HÆTTUR Jón Gnarr hætti sem hirðskáld Borgarleik- hússins í gær. Hann bjóst þó við að klára leikritið sem hann er þegar byrjaður á. „Það er siðferðileg skylda mín að segja mína sögu. Hvort það verð- ur á þessu ári eða því næsta, í bókarformi eða á einhvern annan hátt verður bara að koma í ljós. Ég á allavega mikið af heimild- um í mínum fórum sem hafa ekki áður komið fram,“ segir Ólafur F. Magnússon, læknir og fráfarandi borgarfulltrúi. Ólafur leiddi lista H-framboðs í borgarstjórnarkosn- ingunum á laugardaginn en kom ekki manni að. Þar með lauk 19 ára setu hans í borgarstjórn. Ferill Ólafs hefur ekki alltaf verið dans á rósum og það hefur oft gustað um hann. Ólafur viðurkennir að það eigi eflaust eftir að hrikta í einhverj- um stoðum nú þegar ljóst er að hann ætli að miðla af reynslu sinni af pólitíkinni. Hann var um tíma borgarstjóri í Reykjavík, hann klauf sig frá Sjálfstæðis- flokknum og Frjálslynda flokkn- um og því ljóst að af nægu er að taka. Einhverjir höfðu áhyggjur af því hvernig Ólafur myndi taka kosningaúrslitunum ef þau færu illa enda segist hann sjálfur vera viðkvæm og tilfinningarík per- sóna. „Ég er eiginlega undrandi á því hversu rólegur ég er. En það er örugglega vegna þess að ég er meira en stoltur af því sem ég hef áorkað á mínum ferli og stend í dag eftir þessa reynslu svo miklu sterkari og heilsteyptari einstakl- ingur.“ Ólafur segist ætla að nýta tíma sinn í að rækta samband sitt við fjölskyldu sína, sem hafi mátt þola mikið álag, starf sitt sem læknir og njóta meiri samvista við landið sitt sem hann elski svo mikið. - fgg Ólafur F. skrifar ævisögu sína ÆTLAR AÐ SKRIFA SÖGU SÍNA Ólafur F. Magnússon hefur upplifað og séð margt á sínum ferli sem borgar- fulltrúi. Árangur Besta flokksins hefur ekki farið fram hjá neinum en listinn tryggði sér sex borgarfulltrúa í Reykjavík á laugardag. Kosninga- stjóri Besta flokksins er Heiða Kristín Helgadóttir en hún hefur örugglega þegið góð ráð frá föður sínum, Helga Péturssyni, sem sat í borgarstjórn um tíma en er eflaust þekktastur fyrir að vera meðlimur Ríó tríós. Heiða er því systir Snorra Helgasonar, einnar af aðalspraut- um Sprengjuhallarinnar sálugu. Bjarni Guðjónsson, miðju- maður hjá KR, hefur bæst í hóp HM-sérfræðinga RÚV. Bjarni ætti ekki að vera einmana því hann er umkringdur fyrrverandi KR- ingum. Andri Sigþórsson er jú sem kunnugt er í HM-hóp Þorsteins J. Vilhjálmssonar, Pétur Hafliði Marteinsson lauk ferli sínum hjá KR, Hjörvar Hafliðason lék tvö sumur hjá KR sem varamarkvörður og útsendingar- stjóri er Hilmar Björnsson sem lengi vel lék með KR. Hilmar var áður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Sport. Og þar eru KR-ingar ekkert síður áberandi. Magnús Gylfason lék með vestur- bæjarveldinu og þjálfaði og Tómas Ingi Tómasson var einnig leikmaður liðsins. Guðjón Þórðarson, sem verður Sport-mönnum innan handar, var einnig þjálfari liðsins og Ragna Lóa Stefánsdóttir, einn af stjórnendum HM-þáttar Stöðvar 2 Sport, lék með KR við góðan orðstír. Þá má ekki gleyma Guðmundi Bene- diktssyni sem klæddi sig úr röndóttu peysunni fyrir tímabilið í ár og hóf að þjálfa Ingó Veðurguð og félaga hjá Selfossi. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Hin nýkrýnda Ungfrú Ísland, Fanney Ingvarsdóttir, er þessa dagana að ná áttum eftir annríki undanfarna daga. Fjölmiðlar hafa verið æstir í að ná af henni tali og myndatökurnar hafa verið marg- ar. „Þetta er svolítið skrítið en samt bara gaman. Þetta er allt annað en ég hef upplifað á ævinni,“ segir Fanney, sem er nítján ára og spilar handbolta með Stjörn- unni. Kærastinn hennar, Daníel Hansson, er jafngamall henni og æfir líka handbolta með meistara- flokki Stjörnunnar. „Það er bara mjög gaman að þessu,“ segir hún um þessa skemmtilegu staðreynd. Þau kynntust samt ekki í gegn- um handboltann en þau eru bæði í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Þar er Fanney á félagsfræðibraut. „Við höfum bara verið vinir mjög lengi,“ segir hún en þau byrjuðu saman fyrir um hálfu ári. Fanney kláraði unglingaflokk Stjörnunn- ar með stæl í vor með því að verða Íslands-, deildar- og bikarmeistari og því ljóst að árið hefur verið sér- lega gott hjá fegurðardísinni. Nýr kærasti, þrír titlar með Stjörnunni og loks Ungfrú Ísland. Fanney tók um það bil mánuð í að ákveða að taka þátt í keppninni eftir að Heiðar Jónsson snyrtir kom að máli við hana. „Allur meist- araflokkurinn var að sýna á tísku- sýningu á konukvöldi í Garðabæ. Heiðar Jónsson var veislustjóri og spyr hvort ég hafi áhuga á að taka þátt í svona keppni. Ég sagði fyrst bara „nei“ því ég hafði engan sér- stakan áhuga á þessu. Þetta var líka dálítið sjokkerandi og ég tók hann ekkert alvarlega,“ segir hún. „Svo hefur hann samband aftur og þá heyri ég að honum er alvara. Ég var fyrst rosalega efins, bæði út af handboltanum og öllu þessu. Eftir örugglega heilan mánuð sem ég notaði í að ákveða mig, ákvað ég að slá til.“ Fanney sér vitaskuld ekki eftir því og segist hafa öðlast dýrmæta reynslu. „Ég lærði hell- ing af því góða fólki sem kom að þessu. Ég kynntist líka öllum þess- um frábæru stelpum. Þetta fer allt í reynslubankann.“ Fram undan hjá Ungfrú Íslandi er sumarstarf á leikjanámskeiði Stjörnunnar og síðan undirbúning- ur fyrir næsta tímabil með meist- araflokknum. Í haust tekur hún síðan þátt í Ungfrú heimi og fer keppnin fram í Asíu. Hún hlakk- ar að sjálfsögðu mikið til. „Þetta verður mikil upplifun og mikið ævintýri,“ segir Fanney. freyr@frettabladid.is FANNEY INGVARSDÓTTIR: KÆRASTINN, BOLTINN OG UNGFRÚ ÍSLAND Þreföld ánægja á árinu hjá nýkrýndri fegurðardís HANDBOLTAPAR Fanney Ingvarsdóttir og kærastinn hennar Daníel Hansson. Þau æfa bæði handbolta með meistaraflokki Stjörnunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 HUMAR HUMAR HUMAR 2000 KR.KG. EIGUM TIL MARKÍL Í BEITU FYRIR VEIÐIMENNINA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.