Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 16
16 1. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði grein um vanda Háskóla Íslands í Fréttablaðið þriðjudaginn 18. maí. Í kjölfar Skýrslunnar held ég að það sé mjög gott að staða og hlutverk allra háskóla landsins sé rædd á opinberum vettvangi. Jón kemst að þeirri niðurstöðu að helsti vandi HÍ sé sá að hann sé stórfyrirtæki sem stundi ekki nægilega sjálfsgagnrýni og nefn- ir þar sérstaklega Viðskiptafræði- deild. Ekki hef ég orðið var við það að smáfyrirtæki stundi sjálfs- gagnrýni frekar en stórfyrirtæki. Að auki eru menntastofnanir ekki stórfyrirtæki. Innan slíkra stofn- ana þarf að stunda sjálfsgagnrýni og hún hefur ekki verið nægileg innan HÍ. Það er rétt hjá Jóni en skýrist miklu frekar af mjög tak- mörkuðum stuðningi ríkisins við skólann frekar en af stærð hans. Það er staðreynd að framlög til háskóla á Íslandi eru einungis 60- 70% af því sem gerist í nágranna- löndum okkar, sé miðað við hlutfall af þjóðarframleiðslu (Educat- ion at a Glance 2009). Þetta þýðir einfaldlega það að til að reka HÍ eins og OECD löndin gera þyrfti framlag ríkisins að aukast um 6-7 milljarða. Þessi ömurlegu rekstr- arskilyrði kalla hreinlega á það að starfsfólk skólans standi saman og verji grunnþjónustu skólans. Þá lendir sjálfsgagnrýnin aftar og fer aðallega fram á HI-starf póst- listanum. Í Skýrslunni kemur bæði fram að allt háskólasamfélagið hafi verið allt of veikt í aðdraganda hrunsins og einnig að skólar á háskólastigi hafi sprottið upp eft- irlitslaust. Það má skrifa á fyrr- verandi menntamálaráðherra. Verra er að núverandi stjórnvöld hafa ekki brugðist á neinn hátt við þessu og því virðist það vera stefna áfram að hafa háskólasam- félagið máttlítið og dreifa veikum kröftum á marga staði. Ríkið þarf að efla sína háskóla en ekki veikja þá. Ríkið veitir hærra hlutfalli af þjóðarframleiðslu til svokallaðra einkaskóla á háskólastigi en Norð- urlöndin gera og því þarf augljós- lega að breyta ef við viljum læra eitthvað af nágrönnum okkar. Ríkið gæti t.d. rekið háskóla í Reykjavík og á Akureyri. Lítil háskólasetur víða um land geta einnig sinnt staðbundum rann- sóknum. Auðvitað á ekki að leggja niður aðra skóla. (Ríkis)háskólinn í Reykjavík hefur verið að gera mjög góða hluti á sumum svið- um og það væri gott ef eigendur hans (VÍ, SA og SI ásamt Róberti Wessman) gætu rekið skólann án ríflegra ríkisstyrkja. Það hefur þessum pilsfaldakapitalistum ekki tekist þrátt fyrir að hafa feng- ið einn ríkisskóla gefins. Síðasta úttekt ríkisendurskoðunar sýndi að kostnaður á nemenda í einka- skólunum er mun hærri en í sam- bærilegu námi við HÍ. Svo kvartar þetta sama fólk undan afskipt- um ríkisins á öðrum sviðum. En að leggja niður deildir í HÍ til að kenna þær við HR er jafn vitlaus hugmynd og þegar Þjóðhagsstofn- un var lögð niður. Þá var því hald- ið fram að einkaaðilar gætu sinnt hlutverki þeirrar stofnunar betur en ríkið gerði. Við höfum þurft að berjast við afleiðingar þess síð- ustu 2 ár og viljum varla endur- taka þann leik aftur. Sem dæmi um stöðuna innan HÍ má nefna að enginn sótti um síð- asta lektorsstarf sem var auglýst við skólann. Ef launin eru lág og aðstaðan léleg sækir enginn um, flóknara verður það nú ekki. Við þessu þarf að bregðast og það verð- ur ekki gert með því að ríkisvæða enn frekar hina svokölluðu einka- skóla. Samkeppni háskólanna um nemendur virðist helst hafa búið til þá ranghugmynd að allir eigi að fara í háskóla eða að allt nám eigi að vera á einhverju sérstöku „háskólastigi“. Þessi mikla áhersla á háskólanám hefur bitnað mjög á öllu verk, iðn- og tækninámi og skekkt verulega það eðlilega jafn- vægi sem þarf að vera þarna á milli. Mun hærra hlutfall af fólki á aldrinum 20-29 ára útskrifast nú úr háskólum hérlendis heldur en almennt í Evrópu. Að láta marga háskóla keppa í litlu samfélagi um fáa nemendur hefur semsagt ekki fært samfélaginu í heild neina sérstaka kosti. Margir skólar að kenna sömu fræðigreinar getur ekki heldur kallast fjölbreytni eins og sumir virðast vona. Prófessor á Bifröst skrifaði mér í vetur að það væri víst mannlegt að snúa blinda auganu að því sem manni stendur næst en að slíkt væri hvorki greindarlegt né á nokkurn hátt aðdáunarvert. Ekki ætla ég að greina vanda skóla- starfsins á Bifröst, hann blasir því miður óþægilega við almenn- ingi. Undirbúin útburðarbeiðni til sýslumanns, héraðsdómur um greiðslu tugmilljóna leiguskuldar og fjárnám í eignum skólans eru allt nýleg dæmi um vandamál hans og eflaust eru þau fleiri. Hvar ómaði sjálfsgagnrýnin þegar Bif- röst gerði samning við stóru bank- ana um styrki sem námu verulegu hlutfalli af rekstrarkostnaði skól- ans, mun hærra hlutfalli en hjá öðrum skólum? Blinda augað horfir víða Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ástæður þess er mikið til umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi og mun svo verða lengi enn. Er ljóst eftir útkomu skýrslunnar hverjir eiga sök á bankahruninu? Hverjir eru ábyrgir? Að mínu mati kemur eftirfarandi skýrt fram í skýrsl- unni: Ofvöxtur bankanna og slæ- legt eftirlit þeirra aðila, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, er höfuðástæða hrunsins. Bankarnir þöndust of mikið út Menn eru sammála um það í dag, að bankarnir hafi þanist of mikið út. Þeir urðu alltof stórir miðað við stærð íslenska hagkerfisins. En hvers vegna gerðist það og af hverju var ekki tekið í taumana? Ég tel að rekja megi upphafið til einkavæðingar bankanna. Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir af hóflegri stærð og þeir tóku ekki óeðlilega mikil lán erlend- is. En við einkavæðingu bank- anna urðu alger umskipti í þess- um efnum. Bankarnir komust þá í hendur manna, sem kunnu ekki að reka banka og höfðu enga þekkingu á bankarekstri og síst á alþjóðlegri bankastarfsemi. Hinir nýju eigendur breyttu bönkunum í fjárfestingar- og braskstofnan- ir. Einkabankarnir byrjuðu að taka óhóflega mikil erlend lán til þess að fjármagna fjárfest- ingar erlendis, kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum. Lántök- ur bankanna urðu svo miklar erlendis, að skuldir bankanna námu orðið 8 til 10-faldri þjóðar- framleiðslu. Þetta var svo mikil skuldsetning, að engin leið var fyrir bankana að greiða þessar skuldir til baka. Ekkert mátti út af bera til þess að illa færi. Og þegar erlendar fjármálastofnan- ir kipptu að sér hendinni og neit- uðu að framlengja lán íslensku bankanna hrundu þeir eins og spilaborgir. Ég tel, að ef bankarn- ir hefðu áfram verið ríkisbankar hefðu þeir staðist erlendu banka- kreppuna. Eftirlitsstofnanir brugðust Gátu eftirlitsstofnanir, Fjármála- eftirlit (FME) og Seðlabanki ekki tekið í taumana og stöðvað útþenslu bankanna?Jú, þær gátu það. Þær höfðu nægar heimildir til þess. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálastofnunum starfsleyfi og getur afturkallað þau leyfi. Fjár- málaeftirlitið getur farið inn í bankana og skoðað öll gögn, sem það vill athuga. FME getur boðað fund í stjórn fjármálastofnana. FME getur vikið stjórn og fram- kvæmdastjóra fjármálastofnun- ar frá störfum. FME hefði getað sett Landsbankanum nokkurra mánaða frest til þess að breyta útibúum í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki að viðlagðri aft- urköllun starfsleyfa útibúanna. Ef það hefði verið gert væri ekk- ert Icesave-vandamál í dag. Þá hefði Icesave heyrt undir Breta og Hollendinga. Þessar þjóðir hefðu þá orðið að ábyrgjast inn- stæður á Icesave-reikningum. Seðlabankinn gat stöðvað lántök- ur bankanna erlendis. Það hefði mátt gera í áföngum en mark- miðið hefði átt að vera að minnka bankana. Seðlabankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna, sem hefði torveldað stækkun þeirra og sennilega stöðvað hana. En í stað þess að auka bindiskylduna afnam Seðlabankinn hana. FME var alveg máttlaus eftirlitsaðili, án nokkurs myndugleika. Seðla- bankinn var aðgerðarlaus gagn- vart stækkun bankanna. Það eina sem bankinn hafði áhuga á var stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins. Það var gott og blessað en Seðla- bankinn átti einnig að stöðva vöxt bankanna og minnka þá og raun- ar hefðu FME og Seðlabankinn átt að vinna saman að því verk- efni. Furðulegt er, að Seðlabank- inn skyldi ekki þiggja tilboð Eng- landsbanka um að aðstoða Ísland við minnkun bankanna. Frjálshyggjan orsökin? Hvers vegna voru eftirlitsstofnan- ir aðgerðarlausar?Það var vegna þess að við stjórn í báðum þessum stofnunum, FME og Seðlabanka, voru menn sem trúðu á frjáls- hyggjuna. Þeir töldu að ekki ætti að hafa of mikið opinbert eftirlit. Allt ætti að vera frjálst, markað- urinn mundi leiðrétta það, sem þyrfti að leiðrétta. Þessi skýring er áreiðanlega rétt og samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla sök á hruninu og meiri en aðrir flokkar, þar eð flokkurinn innleiddi frjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag. Hver er ábyrgð stjórnvalda? Eru stjórnvöld saklaus? Báru þau enga ábyrgð. Jú vissulega báru stjórnvöld ábyrgð. Stjórn- völd báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þau áttu að tryggja að bankarnir mundu ekki misnota frelsið. Stjórnvöld áttu að sjá til þess að eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn, mundu rækja hlut- verk sitt og hafa nauðsynlegt eft- irlit með bönkunum. Stjórnvöld áttu ekki að horfa aðgerðarlaus á FME og Seðlabankann sitja með hendur í skauti. Allir þessi aðilar bera ábyrgð. Ekki þýðir að vísa hver á annan. Fyrirtækin bera einnig mikla ábyrgð. Stjórnendur þeirra fóru ógætilega í „góðærinu“, fjárfestu of mikið, eyddu of miklu og tóku of mikil lán. Hlutur þeirra í hrun- inu er mikill. Bankar og eftirlitsstofnarnir bera höfuðsök á hruninu Gjóskan úr íslenskum eldfjöll-um er ekki það eina sem berst óhindrað með vindum milli landa. Hið sama á svo sannarlega við um kvikasilfur sem er eitt hættuleg- asta eiturefni í heiminum. Því verð- um við Norðurlandabúar að beita okkur fyrir því að metnaðarfullur alþjóðlegur samningur verði sam- þykktur í því skyni að setja reglur um notkun og losun kvikasilfurs. Norðurlönd hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að koma þessu samn- ingaferli á skrið og fyrir þeirra til- stilli verður hafin vinna við gerð alþjóðasamnings um kvikasilfur á fundi Sameinuðu þjóðanna um málið sem haldinn verður í júní. Í sænskri heilsufræði heimilanna frá árinu 1909 er það húsráð gefið við lús að nudda húðina með kvika- silfri og feiti. Nú vitum við betur – við vitum að kvikasilfur er skað- legt bæði heilsu fólks og umhverf- inu. Á heimavelli hafa Norðurl önd unnið markvisst að því að takmarka eða banna notkun kvikasilfurs, ekki síst í ýmsum vörum. Ekki nægir þó að gera einungis hreint í sínu eigin húsi. Megnið af því kvikasilfri sem fellur til jarðar á Norðurlöndum berst frá fjarlægum löndum. Þess vegna er nauðsynlegt að grípa til aðgerða og knýja fram alþjóðleg- an sáttmála um kvikasilfur í því skyni að draga úr umhverfismeng- un á Norðurlöndum. Samningur um kvikasilfur verður að ná til allra ríkja heimsins. Sannað er að kvikasilfur veldur margvíslegum skaða á heilsu fólks. Það getur umbreyst í metýlkvika- silfur, sem er mjög eitrað efni og safnast t.d. fyrir í fiski og sjávar- spendýrum. Íbúar á heimskauta- svæðum lifa aðallega á sjávarfangi og verða því helst fyrir barðinu á þessari mengun. Rannsóknir sýna að börnum á heimskautasvæðum, sem verða fyrir mikilli kvikasilf- ursmengun í móðurkviði, er hætt við alvarlegum skaða í miðtauga- kerfi sem getur m.a. valdið skertri námsgetu. Hjá Norrænu ráðherranefndinni, samstarfsvettvangi ríkisstjórnanna, hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða til að stuðla að takmörk- un á notkun kvikasilfurs. Norrænu ríkin líta vandann sömu augum og hafa látið að sér kveða á alþjóða- vettvangi. Samstaða Norðurlanda varðandi kvikasilfur varð m.a. til þess að á árinu 2009 tókst þeim að telja önnur ríki heims á að ganga til samningaviðræðna á vettvangi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna um bindandi alþjóðleg- an samning til að takmarka notk- un kvikasilfurs. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur falið rík- isstjórnum Norðurlanda að boða til fyrsta samningafundarins. Árangur samningaviðræðna ræðst af því að öll ríkin leggi hönd á plóg og axli ábyrgð. Norrænu ríkin leggja sig því öll fram um að hleypa krafti í þetta mikilvæga starf, m.a. með því að afla gagna og gefa út skýrslur í því skyni að hvetja þjóðir heims og stuðla að frjóu samstarfi í viðleitninni við að draga úr notkun kvikasilfurs. Norræna ráðherranefndin fjár- magnar samningafundinn um kvikasilfur, sem fram fer í Stokk- hólmi. Mörg hundruð ráðamenn, sérfræðingar, embættismenn og fulltrúar alþjóðlegra stofnana auk umhverfisverndarsamtaka og ann- arra félagasamstaka hvaðanæva að úr heiminum munu sækja samn- ingafundinn. Samningafundurinn gefur Norð- urlöndum einstakt tækifæri til að láta að sér kveða á alþjóðavett- vangi og hafa raunveruleg áhrif. Samstarfið um kvikasilfur er gott dæmi um að þegar Norðurlanda- þjóðirnar leggjast á eitt geta þær haft bein áhrif á heimsmálin. Við höldum samstarfinu áfram og ryðj- um brautina fyrir metnaðarfullan alþjóðlegan samning um kvikasilf- ur sem ráðgert er að verði tilbúinn til undirritunar á árinu 2013. Umhverfisráðherrar Norðurlanda Svandís Svavarsdóttir, Íslandi Karen Ellemann, Danmörku Paula Lehtomäki, Finnlandi Erik Solheim, Noregi Andreas Carlgren, Svíþjóð Katrin Sjögren, Álandseyjum Annika Olsen, Færeyjum Anthon Frederiksen, Grænlandi Alþjóðasamningur um kvikasilfur Háskólamál Hákon Hrafn Sigurðsson dósent við Háskóla Íslands Hrunið Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Umhverfismál Umhverfisráðherrar Norðurlanda Árangur samningaviðræðna ræðst af því að öll ríkin leggi hönd á plóg og axli ábyrgð. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.