Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 22
 1. JÚNÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR Karakter er ný kvenfataversl- un undir merkjum NTC sem opnaði nú á vormánuðum í Kringlunni. Svava Johansen, forstjóri NTC, segir verslunina hafa farið vel af stað. „Karakter hefur fengið frábærar viðtökur og konur eru ánægðar með þessa nýjung í kvenfataflóruna. Við vildum ná til breiðari hóps kvenna og þjónusta einnig konur sem nota fatnað í stærri stærðum og vilja töff fatnað en úrvalið í versluninni spannar númer frá 36 og upp í 48. Við erum með mjög falleg ný ítölsk og frönsk merki sem ekki hafa feng- ist áður,“ segir Svava en merkin sem fást í Karakter eru meðal ann- ars Siste’s, Boris, We, Angela Davis og Siste’s More í stærri stærðum. „Einnig vorum við að taka inn leð- urjakka og leðurkápur frá Bolong- aro Trevor en það er bresk hönnun hjónanna sem stofnuðu All Saints, ótrúlega flott hönnun.“ Arna Kristín Hilmarsdótt- ir verslunarstjóri tekur undir með Svövu og segir vörur Kar- akter henta breiðum hópi kvenna við fjölbreytt tækifæri. „Þetta er fatnaður sem hentar bæði fyrir út- skriftirnar og svo eru þetta bara falleg föt fyrir sumarið með róm- antísku yfirbragði. Til dæmis er mikið um blúndur og rómantík í Siste´s merkinu og doppur og tjull. Einnig er mikið um blátt og hvítt í sjóliðastíl, gallabuxur og galla- jakka. Svo erum við auðvitað með klassískar svartar og gráar vörur líka, þær þurfa alltaf að vera með. Það getur verið erfitt að fá íslensk- ar konur úr svörtu og í litina en verslunin er full af sumarlegum og fallegum litum,“ segir Arna og hvetur konur til að kíkja á úrval- ið, verðlagið í Karakter sé einnig hagstætt fyrir budduna. „Við bjóðum töluvert lægra verð á fatnaði en í mörgum versl- unum,“ segir Svava og bendir á að um vandaða vöru sé að ræða. „Það er mikið um silki og nátt- úruleg efni í vörunum og allur saumaskapur mjög vandaður svo viðskiptavinurinn er að fá mikið fyrir aurinn.“ Á fimmtudögum eru verslan- ir Kringlunnar opnar til klukkan 21. Þá geta viðskiptavinir Karakt- er gætt sér á léttum og sumarleg- um veitingum meðan úrvalið er skoðað. „Það myndaðist svo góð stemn- ing við opnunina að við ákváð- um að gera þetta að skemmtilegri hefð,“ segir Arna og bætir við að viðskiptahópurinn sé á öllum aldri þó að verslunin sé vinsælust hjá konum 35 ára og eldri. „Við miðum inn á aldurshóp- inn 25 til 65 ára en svo eru konur að koma hingað alveg upp í allan aldur enda halda íslenskar konur sér svo vel og vilja ávallt vera vel klæddar. Karakter er fyrir konur sem vilja klæða sig fallega og fá vandaða vöru á góðu verði,“ segir Svava. Kærkomin nýjung fyrir konur á öllum aldri Ragnheiður Jónsdóttir starfsmaður og Arna Kristín, verslunarstjóri Karakter, ásamt Svövu Johansen forstjóra NTC. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 5.990 kr. skórnir fást í focus 5.990 kr. skórnir fást í focus 19.990 kr. fæst í karakter 19.990 kr. fæst í karakter 17.990 kr. fæst í karakter 19.990 kr. fæst í karakter Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is s. 512 5439

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.