Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 12
12 14. júní 2010 MÁNUDAGUR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fjóra menn um þrítugt fyrir húsbrot, frelsissviptingu og sér- staklega hættulega líkamsárás. Þremur mannanna er gefið að sök að hafa að undirlagi þess fjórða ruðst að næturlagi í júlí 2007 í heimildarleysi inn á heimili manns í Hafnarfirði, dregið hann þaðan út og þvingað hann með ofbeldi inn í Range Rover bifreið sem fjórði maðurinn ók. Þeir héldu manninum nauðugum í bifreiðinni og beittu hann ofbeldi, kýldu hann meðal annars og slógu í andlit og líkama, á meðan ekið var áleiðis í Heiðmörk. Þegar þangað var komið drógu ofbeldismenn- irnir manninn út úr bifreiðinni og veittust enn að honum með ofbeldi. Þeir héldu barsmíðunum áfram og slógu hann í andlit og líkama. Að því búnu skildu þeir hann eftir illa leikinn. Maðurinn hlaut brot á nefbein- um, brot á augntóft, rifbeins- brot, yfirborðsáverka á höfði, mar og hrufl á ökklum, baki og upphandleggjum. Maðurinn gerir kröfu um skaðabætur að upphæð ríflega 1,7 milljónir króna. - jss Ríkissaksóknari ákærir fjóra menn fyrrir ofbeldisverk: Rændu manni og börðu hann HEIÐMÖRK Ofbeldismennirnir óku með manninn áleiðis upp í Heiðmörk. FRÉTTASKÝRING Hvað felst í frumvarpi um stjórnlaga- þing? Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórn- lagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjar- nefndar og búist er við að frum- varpið verði samþykkt á næstu dögum. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra lagði frumvarp- ið fram 4. nóv- ember. Í því er gert ráð fyrir að stjórnlagaþing geri ti l lögur um breytingar á stjórnarskrá, sem síðan fari fyrir Alþingi; enda geti það eitt breytt lögum. Sjálfstæðismenn hafa helst sett sig á móti hugmyndinni um stjórn- lagaþing og hafa viljað fara hefð- bundnari leiðir stjórnarskrár- nefndar. Málið hefur verið nokkuð rætt, bæði í þingsal og eins í nefnd, og nú hefur samkomulag náðst. Tvær breytingartillögur voru gerðar við frumvarpið. Í þeirri fyrri er skerpt á ákvæðum um kosningarétt og kjörskrár, hvern- ig atkvæði skuli talin og hvernig farið skuli með kærur. Í hinni breytingartillögunni er kveðið á um stofnun sjö manna nefndar sem undirbúi og haldi utan um þjóðfund, þar sem fjallað verður um stjórnarskrána. Þá ber henni að taka saman upplýsingar sem nýst gætu stjórnlagaþinginu og undirbúa tillögur þjóðfundar- ins til stjórnlagaþingsins. Fulltrúar allra flokka í alls- herjarnefnd standa að þessari tillögu, nema fulltrúi Framsókn- arflokksins, Vigdís Hauksdótt- ir. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, varafor- maður allsherjarnefndar, segir að með síðartöldu breytingartillög- unni hafi tekist að ná breiðari pól- itískri samstöðu um málið. Það sé mjög eftirsóknarvert, því stjórnar- skráin sé svo mikilvæg að best sé að um hana ríki sátt. „Þær breytingar sem efnislega er verið að leggja til snúa að því að áður en til stjórnlagaþings kemur verði efnt til þjóðfundar, með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Það sé svo skipuð nefnd sem haldi utan um þjóðfundinn og vinni úr honum upp í hendurnar á stjórnlagaþing- inu. Hún skoði einnig breytingar og hugmyndir fyrri ára og leggi einhverjar tillögur fyrir stjórn- lagaþingið.“ Árni Þór segir stjórnlagaþing- inu í sjálfsvald sett hvað það geri við þær tillögur eða hvort það taki tillit til þeirra. Með þessu sé hins vegar ákveðinni undirbún- ingsvinnu lokið þegar kemur að stjórnlagaþinginu sjálfu. Þá verði tryggt að fleiri komi að málinu, en á þjóðfundi gætu setið um 1.000 fulltrúar. kolbeinn@frettabladid.is Breið sam- staða náðist Stjórnlagaþing verður sett í febrúar verði frumvarp þar um að lögum. Breið pólitísk sátt hefur náðst um málið. Þjóðfundir fjalla um málið í haust. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON ÞJÓÐFUNDURINN Haldinn verður þjóðfundur með svipuðu sniði og í nóvember áður en boðað verður til stjórnlagaþings, verði frumvarp um stjórnlagaþing samþykkt. Tillaga um nýja stjórnarskrá verður lögð fyrir haustþing 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ■ Frumvarpið verður samþykkt á næstu dögum. ■ Þjóðfundur verður haldinn í haust. ■ Kosið verður til stjórnlagaþings í haust. ■ Stjórnlagaþing tekur til starfa í febrúar. ■ Stjórnlagaþing skilar tillögum til Alþingis vorið 2011. ■ Tillögur um breytingar á stjórn- arskrá lagðar fyrir Alþingi haustið 2011. ■ Atkvæði greidd um nýja stjórn- arskrá á Alþingi vorið 2012. ■ Nýtt Alþingi kýs um nýja stjórn- arskrá að afloknum alþingiskosn- ingum 2013, að því gefnu að hún verði samþykkt 2012. ■ Ný stjórnarskrá tekur gildi 2013. Ferill málsins Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.