Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. júní 2010 Innan um og saman við allt morfís-þruglið sem liggur yfir alþingi eins og suður-afrísk lúðra- sveit koma þar samt til umræðu og afgreiðslu mál sem varða okkur – varða framtíð okkar, sjálfa þjóðfélagsskipanina, það hvernig Ísland á eiginlega að vera; þetta sem pólitík snýst í raun og veru um og skiptir fólki í flokka sérhyggju og félagshyggju, hægri og vinstri. Nú er tekist á um eignarhald á vatni. Ríkisstjórnin hyggst afnema Vatnalög frá 2006 sem ella taka nú bráðlega gildi – og kveða á um einkavæðingu á vatnsréttindum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst því yfir að stefnt skuli að því að vatn verði skilgreint í stjórnarskrá sem almannaeign. Og aldrei það kemur til baka … Árið 2006 voru flokkar auðmanna og kvótaeigenda í ríkisstjórn: Sjálfstæðisflokkur og fylgiflokkur þeirra Framsóknarflokkur. Eins og okkur er vonandi í fersku minni ríkti annar andi í landinu þá en núna. Þá var Markaðurinn tignað- ur sem óskeikull Guð. Einkaeign og einkarekstur væri hið eina hugsan- lega fyrirkomulag allra hluta. Því færri og ríkari sem eigendur gæða væru, því meiri misskipting gæða, því meiri ójöfnuður – því betra. Þetta var árið 2006 og aldrei það kemur til baka. Þetta var veldistími Viðskipta- ráðs sem vildi að við hættum að miða okkur við Norðurlönd sem stæðu okkur svo mjög að baki. Þetta var tíminn þegar átti að búa til „frjálsasta land í heimi“. Þetta var tími Hannesar Smára- sonar, Pálma, Jóns Ásgeirs, Björ- gólfsfeðga, Wernersbræða, Bakka- bræðra – tími táls og vafninga, veðsetninga og verðbréfa … Þetta var tíminn þegar dúxar í viðskipta- verkfræði voru á mettíma að setja á hausinn banka sem í almannaeign höfðu lifað af tvær heimsstyrjaldir, hvarf síldarinnar og heimskreppu. Þetta var tími allra ósýnilegu end- urskoðendanna með aflands- og afleiðuviðskiptin, tími glópagull- sins. Þetta voru árin þegar þjóðin var stungin svefnþorni. Þetta voru árin þegar kapítalisminn tók ofan sína mannlegu ásjónu og sýndi sitt rétta andlit. Og aldrei þau koma til baka. Og nú býðst okkur að afnema lög frá þessum árum. Það er mikil gæfa og prófsteinn á þessa rík- isstjórn hvort hún hefur þrótt til þess, og getur kveðið upp úr um að ekki standi til að afhenda Kín- verjum öll vatnsréttindi hér – eða einhverjum hannesismárasyni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur snú- ist gegn þessari leiðréttingu af forherðingu sértrúarhreyfingar. Tveir menn hafa einkum haft sig í frammi í umræðunni: báðir voru í eldlínu viðskiptanna árið 2006, Bjarni Benediktsson og Tryggvi Þór Herbertsson. Bjarni Benediktsson talar um þjóðnýtingu sem er skrýtið tal, því ekki stendur annað til en að afnema lög sem enn hafa ekki tekið gildi og enn hefur því eignarrétturinn ekki verið festur í sessi heldur gilda þá væntanlega áfram lögin frá 1923. Tryggvi Þór Herbertsson lét hins vegar hafa þetta eftir sér í DV: „Það er grundvallarmunur á hægri mönnum og vinstri mönn- um í því hvernig eigi að fara með eignarrétt. Við hægri menn trúum að eignarréttur sé einn af stólpum vestræns samfélags á meðan sumir vinstri menn segja að sameign sé mun betri. Við sáum af reynslunni í Sovétríkjunum og Austur-Þýska- land að sameign gengur ekki upp.“ Hér talar maður sem hefur ekk- ert lært. Maður sem sér annaðhvort fyrir sér glórulausa einkavæðingu alls með tilheyrandi braski – sem raunar var hafið með stórfelldum kaupum auðmanna á jörðum þar sem vatnsréttindi leyndust – eða fangabúðavíti Sovétríkjanna; ekk- ert þar á milli í þessum sértrú- arhuga. Er þó til dæmis Noregur nokkuð nærtækt dæmi og meðferð Norðmanna á sinni sameiginlegu auðlind sem er olían. Sporin hræða. Frekar en að vísa til Sovétríkjanna mætti segja: Einkaeign á vatni leiðir til Íslands 2006. Það streymir … Vatn er undirstaða lífsins á jörð- inni. Það verður aldrei nógsam- lega blessað og gildi þess verður aldrei ofmetið þótt mannkynið hafi umgengist það af sorglegu gáleysi. Verðmæti þess eykst í sífellu og við viljum ekki eiga nýtingu þess hér á landi undir dómgreind hann- esasmárasona framtíðarinnar. Vatnið streymir. Enginn getur átt það, frekar en sjálft lífsaflið. Eins mætti hafa einkaeign á sólinni. Eða Guði. Það er mikil gæfa og prófsteinn á þessa ríkisstjórn hvort hún hefur þrótt til þess, og getur kveðið upp úr um að ekki standi til að afhenda Kínverjum öll vatnsréttindi hér – eða einhverjum hannesismárasyni. 11 eða 14 nátta ferð - ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í spennandi sumarleyfi sferðir til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Í boði eru ferðir 22. júní í 14 nætur og 6. júlí í 11 nætur. Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Neutral vörurnar eru viðurkenndar af Ofnæmis- og astmasamtökum Norðurlanda Neutral í sátt við umhverfið Með því að velja Neutral vörur með Svansmerkinu vottar þú umhverfinu virðingu þína. Auk þess að vera umhverfisvænar eru Neutral vörurnar án litarefna, ilmefna, bleikiefna og annarra aukaefna og vernda því viðkvæma húð. Veldu Neutral fyrir þig, barnið þitt – og umhverfið E N N E M M / SÍ A / N M 42 44 6 Enginn getur átt það Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG AF NETINU Nýir boltar á HM Í hvaða annarri grein yrði svona róttæk breyting gerð fyrir stærsta mót heims á fjögurra ára fresti? Nýir boltar fyrirvaralaust á British Open? Wimbledon? Það var ekki einu sinni spilað með þennan bolta síðasta vetur svo að leikmenn hefðu einhverja alvöru reynslu af honum. Og ekki gleyma að þetta er sama stjórn og neitar dómurum um sjálf- sagða tækniaðstoð við að skera úr um vafaatriði í stöðugt hraðari leik – þ.e.a.s. að styðjast við myndbandsupptökur – vegna þess að það myndi breyta leiknum of mikið. Ég veit svo sem ekkert hvað þeir hjá FIFA eru gamlir, en þetta virkar eins og elliglöp. http://blog.eyjan.is/valgardur/ Valgarður Guðjónsson Öfgagaur í hvalveiðiráðinu Tómas H. Heiðar er sérkennilegur fulltrúi Íslands í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Segir hvalfriðunarsamtök vera peningadrifin. Lýsir samt engum áhyggjum af, að samtök hvalveiðisinna eru peningadrifin. Öfgagaurinn Tómas á ekki að vera fulltrúi Íslands. Hann getur sagt svona í Sjálfstæðisflokknum, en ekki við fjölmiðla. jonas.is Jónas Kristjánsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.