Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 18
Garðpartý geta verið með ólíku sniði og er ekki úr vegi að brydda upp á nýjungum og láta gestina sitja á hækjum sér. Garðborð og tíu stólar eru ekki endilega forsenda þess að hægt sé að halda huggulegt garðpartý eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Hér hefur gamalt sófa- borð verið dregið út í garð ásamt teppi og þykkum pullum. Þegar umgjörðin er ekki umfangsmeiri en þetta má leggja meiri rækt við skreytingarnar, nota falleg stell og drekkja borðinu í blómum. Kosturinn við að láta gestina sitja á hækjum sér er að þeir kom- ast í nánari snertingu við náttúr- una auk þess sem fyrirkomulagið tyggir óvenjulega upplifun. -ve Pulluboð í garðinum Það sem til þarf í svona veislu ætti að leynast á flestum heimilum. „Ég lauk námi fyrir fimmtíu árum frá Listiðnaðarskólanum í Kaup- mannahöfn og eitt af mínum fyrstu verkefnum var að hanna húsgögn inn í skrifstofu Jóhannesar Nor- dal seðlabankastjóra,“ rifjar Þor- kell upp og viðurkennir að hafa verið montinn af því að vera val- inn til verkefnisins. „Það var auð- vitað gaman að hann hann skyldi velja mig, nýútskrifaðan úr námi og sófasettið er enn í uppáhaldi hjá mér.“ Á sýningunni er að finna vörur frá fyrstu árum Þorkels í faginu en einnig frumsýnir hann nýjar vörur. Meðal þeirra er hirslan Lyppa undir hannyrðir sem Þorkell bygg- ir á gömlum hirslum sem kallaðar voru lárar, skápasamstæðu fyrir ungt fólk og sófaborð. Þorkell sækir innblástur að hönnun sinni til náttúrunn- ar enda mikill náttúruunnandi. Verkum hans hefur stundum verið lýst sem skúlptúrískum en Þorkell lærði höggmyndalist hjá Ásmundi Sveinssyni mynd- höggvara eftir að hann lauk námi í húsgagnahönnun. „Ásmundur var góður kennari og hjá honum lærði ég formskyn. Ég legg mikið upp úr notagildi í mínum verkum en eins að þau séu falleg. Ég nota náttúruleg efni og lakkið á vörunum er til dæmis umhverfisvænt.“ Á löngum ferli hefur Þorkell komið víða við en hann stofnaði sína eigin teiknistofu árið 1967 eftir að hafa unnið á teiknistofu Húsameistara Reykjavíkurborg- ar. Þorkell var aðalhönnuður hjá Á. Guðmundssyni ehf. til margra ára og vann einnig fyrir Smíða- verkstæði Sverris Hallgrímsson- ar. Þorkell vann einnig að því að koma hönnunarnámi inn í íslenskt skólakerfi og stýrði hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði í 12 ár. Honum líst vel á framtíð hönnunar á Íslandi. „Nemendur Listaháskólans eru til dæmis að gera fína hluti en ég hef töluvert unnið með nemend- um þaðan. Ég hef meiri áhyggjur af íslenskum framleiðendum, þeir eru orðnir fáir. Nú er hins vegar lag að framleiða hér á landi.“ heida@frettabladid.is Farið yfir ferilinn Yfirlitssýning á verkum Þorkels Gunnars Guðmundssonar húsgagna- hönnuðar var opnuð í versluninni Epal síðastliðinn fimmtudag. Sýningin spannar feril Þorkels frá sjötta áratugnum til dagsins í dag. Lyppa – lár fyrir hannyrðir, sem Þorkell hannaði nú í ár, byggir á gamalli íslenskri hirslu sem notuð var undir ull. Smíði annaðist Trjástofninn ehf. Þorkell á svefnbekknum Spíru sem framleiddur var á sjöunda áratugnum af Á. Guð- mundssyni ehf. og naut mikilla vinsælda sem fermingargjöf. Sófasettið sem Þorkell hannaði fyrir Seðlabankann og skápasamstæðan Bú fyrir ungt fólk er í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þar sem margir eru í heimili get- ur verið gott að hafa baðkarið í stærra lagi. Baðkör geta verið ýmis konar og engar reglur sem gilda um ákveðna stærð eða lögun. Þegar baðherbergið er gert upp getur verið sniðugt að búa til baðkar eftir sínu eigin höfði frekar en að fara hefðbundna leið. Þar sem margir eru í heimili og kannski mörg börn á svipuðum aldri, getur verið gott að hafa bað- karið í stærra lagi svo hægt sé að spara tíma og baða alla í einu. - eö Börnin busla saman Skemmtilegt getur verið að sérhanna sitt eigið baðkar. TESETT er gaman að eiga til að geta dregið fram þegar gesti sem drekka ekki kaffi ber að garði. Tesettinu má líka bara stilla upp til skrauts á einhverjum góðum stað. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 13-16 Sumaropnun mán.- fös. kl. 13-16 Mánudagur 14. júní Miðvikudagur 16. júní - Opið frá 9 til 16 Fimmtudagur 17. júní Hvernig stöndumst við álag? - Hvers vegna snögg reiðumst við og pirrumst yfir hversdagslegum smámun- um? Umsjón: Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur. Tími: 13-14 Prjónahópur - Er alla jafna á mánudögum. Tími: 13-15 Gönguhópur - Gengið frá Rauðakrosshúsi. Tími: 13-14 Lífskraftur og tilfinningar - Lærðu að þekkja tilfinn- ingar þínar og þjálfa þig í að stjórna þeim. Þriðji hluti af sex. Lokað. Tími: 13-15 Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14 -16 Þjóðahátíðardagurinn. Lokað! Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi - Upplýsingar um upphafsstað á raudakrosshusid@gmail.com. Útilegan og skyndihjálp - Hvernig meðhöndlar þú bruna- sár, skurði og önnur algeng meiðsl í útilegum? Tími: 13-14 Gönguhópur - Gengið út frá Rauðakrosshúsi. Tími: 13-14 Lífskraftur og tilfinningar - Fjórði hluti af sex skipta hópvinnu. Lokað. Tími: 13 -15 Mikilvægi þess að setja mörk - Ráðgjafar Lausnarinnar verða með fyrirlestur um mikilvægi þess að setja sjálfum sér og öðrum mörk, hvort sem er á heimilinu eða í almennum samskiptum. Tími: 14-15 Hláturjóga - Viltu losa um spennu? Tími: 15-16 Föstudagur 18. júní Dagskrá vikunnar Þriðjudagur 15. júní Rauðakrosshúsið Athugið breytingar á föstum dagskrárliðum Miðvikudagar eru dagar unga fólksins í Rauðakrosshúsinu Að trúa á sjálfan sig - Ingrid frá Þekkingarmiðlun fjallar um hvernig ná má hámarksárangri og láta drauma sína rætast. Raunhæft og gott sjálfsálit er aðeins fyrsta skrefið. Tími: 13-14 Ungi sjálfboðaliðinn - Það er ekki hundleiðinlegt að vera sjálfboðaliði. Prófaðu eitthvað nýtt og gefðu af þér í leiðinni. Tími: 14 - 15 Ráðgjöf fyrir innflytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14 -16 Briddsklúbbur - Viltu spila bridds? Tími: 14-16 Jóga - Breyttur tími - Viltu prófa jóga? Tími: 15 - 16 Miðvikudagar eru dagar unga fólksins í Rauðakrosshúsinu. Fólk á aldrinum 16 - 24 ára er sérstaklega hvatt til að mæta. Taktur - Hönnunar-, prjóna-, heilsu- og íslenskuhópar, fréttasmiðja, atvinnuleit og ferilskrá. Tími: 9-13 Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi - Upplýsing- ar um upphafsstað á raudakrosshusid@gmail.com. Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi - Gengið frá mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu þrisvar í viku (mán. kl.13, mið. og fös. kl. 10). Ef þú vilt þjóta með okkur fáðu upplýsingar um upphafsstaði hjá Ármanni, raudakrosshusid@gmail.com. Lokað!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.