Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 14. júní 2010 23 Matt Helders, trommari bresku hljómsveitarinnar Arctic Monk- eys, lék með hljómsveit rappar- ans P. Diddy í sjónvarpsþætti sem var sendur út í gær. Eins furðulega og það hljómar, þá heitir hljómsveit P. Diddy Dirty Monkey, þannig að Matt hefur spilað með tveimur apahljóm- sveitum á skömmum tíma. Matt lék undir í laginu Hell Good Morning sem kemur út á mánudaginn. Lagið var flutt í spjallþætti Jonathans Ross, en þátturinn var tekinn upp í vik- unni. Eftir upptökurnar fóru Matt og Diddy út á lífið og sátu að sumbli á barnum Whisky Mist í London. Api spilar með P. Diddy TROMMAÐI MEÐ DIDDY Matt sést hér fyrir aftan söngvarann Alex í Arctic Monkeys. Leikkonan Megan Fox hefur misst margt kjánalegt út úr sér í viðtölum síðustu árin. Í nýju viðtali heldur hún því fram að þessi ummæli hafi flest verið vel ígrunduð. „Ég hef verið treg til þess að deila nokkru um mig með fólki. Þess vegna ákvað ég að segja ákveðna hluti til að afvega- leiða fólk og fá það til að halda eitthvað allt annað um mig. Með þessu hef ég á minn hátt aðstoð- að fjölmiðlana við að draga upp ranga mynd af þeirri persónu sem ég er í raun og veru, og ég sé stundum eftir því,“ sagði leikkonan fagra. Platar fólk BULLAR Megan Fox segist segja heimskulega hluti til að afvegaleiða fólk. NORDICPHOTO/GETTY Bandaríska leikkonan Sandra Bullock hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hún hlaut Ósk- arinn og þar af leið- andi bölvun styttunnar líka. Eiginmaður henn- ar átti heilan her af hjá- konum og Sandra hefur lítið látið á sér bera. Nú heyrast þær fréttir frá Hollywood að Sandra og Ryan Reynolds, þekkt- astur fyrir að vera kærasti Scarlett Johansson, ætli að leika saman í has- armynd sem ber heitið Most Want- ed. Sandra og Scarlett vöktu mikla athygli á MTV-verðlaununum þegar þær kysstust innilega á munninn og nú er spurn- ing hvort Sandra fái að kyssa unnustann líka. Empire Online grein- ir frá þessu og bætir við að hasargamanmyndir með bæði kynin í aðal- hlutverki njóti sífellt meiri hylli. Nægir þar að nefna Bounty Hunt- er með Gerard Butler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum og Knight and Day með Cameron Diaz og Tom Cruise. Til gamans má nefna að sama fólk og gerði síðarnefndu myndina stýrir Most Wanted. Sandra í hasar SANDRA BULLOCK Óútgefið Pearl Jam-lag, Better Days, lak á vefsíðu útgáfufyrirtækis hljómsveitarinnar í vikunni. Aðdáandi Pearl Jam var að skoða vefsíðu Min- keywrench Records, sem er í eigu Pearl Jam, og rakst fyrir tilviljun á lagið á vefsíðunni með skila- boðunum „Gary, Kelly vildi leyfa þér að heyra þetta. Hlustaðu endilega á lagið.“ Talið er að Kelly sem um ræðir sé umboðsmað- urinn Kelly Curtis. Lagið var á síðunni þangað til fréttir fóru að berast af lekanum, en þá var vefsíðunni lokað tímabundið. Það var um seinan, því lagið hefur farið eins og eldur í sinu um net- heima. Pearl Jam gaf síðast út plötuna Backspacer í fyrra, en óvíst er hvenær ný plata kemur frá hljómsveitinni. Tónleikaferð um Evrópu er á dagskrá Pearl Jam í sumar. Furðulegur leki LAGALEKI Lagið Better Days lak óvænt á Netið í vikunni. Meistarar í Samtökum iðnaðarins eru með Ábyrgðasjóð sem tryggir þér vel unnið verk. HVER ÁBYRGIST ÞINN MEISTARA? Það er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum að skipta við meistara og fagmenn sem hafa tilskilin réttindi. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild sem hefur á að skipa löggiltum fagmönnum til hvers kyns framkvæmda. Félag skrúðgarðyrkjumeistara www.meistari.is Málarameistarafélagið www.malarar.is Meistarafélag Suðurlands www.mfs.is Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði www.si.is/mih Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi www.mbn.is Félag blikksmiðjueigenda www.blikksmidjur.is Kynntu þér málið á www.si.is Ert þú með skriflegan samning og tryggingu um fagleg vinnubrögð frá þínum meistara?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.