Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 14. júní 2010 3 Hópur heitra gulra og rauðra tóna á heimilinu myndar stílhreina og hlý- lega stemningu – oft eilítið „útlenska“. Aðdáendur spænska kvikmyndaleik- stjórans Pedro Almódovar þekkja hvernig hann getur fangað auga áhorf- andans með sterkum gulum og rauð- um litum í húsbúnaði og þeir sem vilja skapa Almódovar-stemningu á heimil- inu fara langt með að troða tánum þar sem hann hefur hælana með rauðum og gulum smærri og stærri munum. Og ekki úr vegi að prófa sig áfram á heitustu dögum árs- ins og fá sólina inn í stofu. - jma James the bookend kallast þessi bókastoð sem farið hefur sigurför um heiminn. Epal, Skeifunni 6. Verð: 9.850 krónur. Sinnepsgulur á vegginn og appelsínugul motta geta myndað skemmtilegan grunn til að leika sér með alls kyns hluti í sólarlitunum. ÍSLENSK NÁTTÚRA ER KOMIN INN Í STOFU FYRIR ALVÖRU ÞEGAR VAS- INN FLOWER ERUPTION STENDUR MEÐ AFSKORNUM BLÓMUM Á STOFUBORÐINU EN VASINN SJÁLF- UR ER STEYPTUR ÚR ÍSLENSKUM SANDI. Hönnuðurinn Jón Björnsson steyp- ir vasana í pappírsmótum. Út í svartan sandinn, sem fenginn er úr fjörum Austur Skaftafellssýslu, er blandað efnum svo hann harðni áður en mótið er rifið utan af vas- anum. Vasinn var einn þeirra íslensku hönnunavara sem sýndar voru í Dan- marks Design Center í febrúar á þessu ári. Nánar er hægt að kynna sér hönnun Jóns á síð- unni, www.bjoss. com - rat Sandur inni í stofu Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALAN HAFIN! Rauð karfa fyrir svalateppin og sumarleikföngin. IKEA, Kaup- túni 4. Verð: 1.690 krónur. Ekki er verra að plaststól- ar Verner Pantons státi af sérlega góðri litaorku. Frostpinnaform fyrir heita miðsumar- daga. IKEA, Kauptúni 4. Verð: 395 krónur. Heitur litakokteill Fátt er fallegra í heimi hér en sólarlagið. Því ætti það ekki að koma neinum á óvart hve vel það heppnast að blanda rauðum, gulum og appelsínugulum litum saman á heimilinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.