Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Nýjasta Parísargreiðslan af eplasafa (eða eplavíni, ef til er), salt og pipar. Steikið kótiletturnar í smjörinu, en að- eins öðrum megin. Látið þær síðan malla 5 mínútur við fremur vægan hita. Hellið því næst soðinu af þeim í eldfast fat, raðið kótilettunum í það og látið ósteiktu hlið- ina á þeim snúa niður. Hellið síðan ost- inum, hrærðum út í helminginn af rjóm- anum, yfir þær. Saltið þær síðan og strá- ið á þær örlitlu af pipar. Ef kótiletturnar eru þykkar, á að sjóða þær við vægan hita 1 20 mínútur. Takið síðan kótiletturnar og raðið þeim á fat, hellið eplasafanum og af- ganginum af rjómanum ásamt 1 tsk. af sinnepi út í og hitið það vel, áður en því er hellt yfir kótiletturnar. Með þess- um rétti má hafa brytjaðar, sykri stráð- ar kartöflur. EF’TIRMATUR: Aprikósur meö hrís- grjónum. — Þetta er hollur og næringar- ríkur réttur, og er hér miðað við, að hann nægi handa 6 manns. 20 g hrísgrjón, þó 1 af mjólk, 150 g strá- sykur, vanillustöng og 15 vel þroskaðar aprikósur. — Látið grjónin sjóða 20 mín- útur í mjólkinni. Þegar þau eru orðin hálfsoðin, er smjörinu, helmingnum af strásykrinum (um 6 msk.) ásamt vanillu- stönginni bætt út í þau. Þegar hrísgrjónin eru soðin, er þeim þjappað í hringmót, lít- ið eitt smurt. Rétturinn er síðan kældur, en að því loknu tekiiín úr forminu og lát- inn á stóran disk. Á meðan hafa apríkós- urnar verið skornar sundur. og steinarnir verið teknir úr þeim. Afgangurinn af sykrinum hefur þá verið soðinn í síróp. Er því nú helít yfir apríkósurnar, sem drekka það í sig. Því næst er hrísgrjónahringur- inn skreyttur með þeim bæði innan- og ut- anvert, en þær, sem afgangs verða, eru marðar út í sírópið, sem af gekk og því síð- an smáhellt yfir hringinn. Rétturinn er látinn kólna, áður en hann er framreiddur. Hvað merkja þessi ^-= ORÐ? 1. Bitra, 2 gambur, 3. jölstur, 4. obbi, 5. mar- skálkur, 6. oddhagur, 7 ódeila, 8. pápiska, 9. patti, 10. penpía. Merkingarnar eru á bls. 32. . hártoþpar! salon llCLTkoUUl! KleópATKA TÝSGÖTU 1. J(jólc ar í ilœóilei L Cfiœiitecpu. Liruali, ATHUGIÐ VERÐ □□ GÆÐI Kjólaverzlunin ELSA Laugaveg 53 — Sími 13197

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.