Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN
13
Allan daginn eftir var ég að hugsa um ör-
lög rottunnar. Ég þóttist vita, að hún hefði
lifað góðu lífi, áður en mig bar þarna að
garði, að hún hefði verið mesta sómakvik-
indi, ef til vill iðjusamur heimilisfaðir, elsk-
aður og virtur af fjölskyldu sinni. Hver vissi,
nema kona hans og börn biðu hans núna
nieð óþreyju einhvers staðar í grjótgarðinum
niðri undir sjó?
Ég setla ekki að reyna að lýsa því, hvern-
ig mér leið. En eitt var víst: Þarna gat ég
ekki verið lengur. Ég gat ekki hugsað til að
vera þarna aora nótt og hlusta á alla þessa
voðalegu, ásakandi þögn — eða ef til vill
naghljóð annarrar rottu!
Ég tók því saman pjönkur mínar seinni
hluta dagsins og hélt heimleiðis.
SÍÐAN þetta gerðist eru liðin nokkur ár,
en ég hef aldrei getað gleymt því, sem ég hef
reynt að segja hér frá. Fólk, sem ég hef sagt
þessa sögu, hefur litið undrandi á mig, og
ég hef séð á svip þess, að það hefur haídið,
að ég væri eitthvað smáskrítinn eða að
niinnsta kosti dæmalaus heybrók. Ég álit
hins vegar, að þetta ágæta fólk sé því miður
gersneytt því, sem ég á mér í ríkum mæli,
en það er: skáldlegt ímyndunarafl.
Lesari góður, reyndu að setja þig í mín
spor. Það er nótt og dimmt í svefnherberg-
mu, og ég ligg einn í rúmi mínu. Allt er kyrrt
°g hljótt. En allt í einu berst mér að eyrum
dauft hljóð, sem ég veit ekki, hvort nokkur
annar mundi geta greint. Þá heyri ég þetta
gamalkunna, viðurstyggilega: Krrrrrnsj ...
krrrrrnsj!
A hverri nótttu, þegar allt er orðið hljótt,
berst það að eyrum mér, því að við erum
oi'ðin óaðskiljanleg, rottan mín og ég.
Hann: ,,HvaÖ álítur þú góða samvizku.?“
Hún: „Á hún ekki citthvað skylt við
minnisleysi ?“
♦ SEGIÐ vinum yðar frá SAMTÍÐINNI.
GuIIsmiðir STEINÞÓR og JÓHANNES
Laugavegi 30. Sími 19209.
Austurstræti 17. Sími 19170.
Demantar, perlur, silfur og gull.
Einkunnarorð frægra manna
PARÍSARBLAÐIÐ ,,L’Express“ hefur á
undanförnum árum haft þann hátt á að
birta myndir af fjölmörgum frægum mönn-
um, en undir myndunum hafa verið prent-
uð einkunnarorð, sem blaðinu hefur þótt
hæfa lífsviðhorfi þessara manna.
Hér fara á eftir nöfn nokkurra manna úr
,,L’Express“ ásamt einkunnarorðunum, sem
fylgja þeim, en þau hefur blaðið valið ur
ritum kunnra höfunda, og eru nöfn höfund-
anna tilfærð innan sviga.
A Charles de Gaulle: „Vanþakklæti gagn-
vart stórmennum er einkenni þróttmikilla
þjóða“. (Plútark).
A Georges Pompidou: „Gerum okkur
ljóst, að forsjónin veit betur en við, hvað
gera þarf“. (Jean de la Fontaine).
A Giscard d’Estaing: „Sannleikurinn á
sér eins og trúarbrögðin tvo óvini, of eða
van“. (Samuel Butler).
A Michel Debré: „Það er gott að eiga sér
trausta skapgerð og sveigjanlega hugsun“.
(Vauvenargues).
A Olivier Guichard: „Ungt blóð hlýðir
ekki gömlum kreddum". (Shakespeare).
A Chaban-Delmas: „Raunveruleikinn er
það, sem mestu máli skiptir“. (Jean-Paul
Sartre).
A Edward Kennedy: „Þeir voru vanir
að horfa upp á börn sín deyja, en ekki því
að gefa upp alla von“. (Graham Greene).
A Pierre Cardin: „Stíll er ekki dans,
heldur spor áfram“. (Jean Cocteau).
A Le R. P. Boulogne: „Líf okkar er jafn-
virði þess erfiðis, sem það hefur valdið okk-
ur“. (F. Mauriac).
A Mao Tse-tung: „Það er vegna hræðslu
þinnar, sem ég er hræddur“. (Shakespeare).
A Leonid Brezhnev: „Kjarni valdsins er
íhaldssemin". (Pascal).
Hreinsum og pressum hvers konar
fatnað fljótt og vel.
Fatapressa A. KIJLD
Vesturgata 23, Sími 14749