Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 kommúnistanjósnaranna eru eins margþætt- ar og smámunasamar og starfsreglur Araba- njósnaranna, sem við tókum til fanga. Þeir vilja fræðast um sérhvert smáatriði varðandi vegi og brýr, sem hafa hernaðargildi. Þeir hafa líka reynt að njósna um fjárhag okkar °g vísindastarfsemi. Það er einkenni sovézku leyniþjónustunnar, að hún trúir hvorki opin- berum tilkynningum né skýrslum. Hún álít- Ur! að meginviðfangsefni blaðanna sé að halda sannleikanum leyndum og rugla óvin- ína. Þar eyða þeir ógrynni tíma og fjár til að rannsaka, hvort blöðin segi satt. Ef getið er t. d. um það í blaði, að einhver vegar- spotti hafi verið malbikaður, gera þeir út heil- au njósnaleiðangur til að ganga úr skugga Um, hvort það sé satt.“ Iser Harel vildi ekki fremur en eftirmað- Ur hans gefa Shin Beth einkunn, og er það skiljanlegt. Samt sagði hann: „Við erum öðru- visi en leyniþjónusta annarra ríkja. Ég hef aldrei lesið um afrek James Bonds, en sé það rett, sem ég hef heyrt um þau, er hann ekki vitund líkur raunverulegum njósnurum. hijá þeim er tilveran allt öðruvísi. Starfs- menn okkar eru engir ævintýramenn. Við höfum kvennjósnara, en þeir beita ekki kyn- Þokka sínum til að leysa viðfangsefnin. Við Israelsmenn höfum ekki átt neina Mata Hari. Nokkrir kvennjósnarar okkar hafa fram- kvæmt hættulegustu störf, sem hugsazt get- Urj en það gerðu þeir eingöngu með kjarki, snarræði og snilli. Þeir höguðu sér ekki eins °g konurnar í njósnareyfurunum. Njósnarar okkar lifa engu samkvæmis- né skemmtana- iífi. Þeir eru embættismenn ríkisins. Þeir íá hvorki kaupuppbætur né áhættuþóknun. Njósnastarfsemi, sem notast við Bond-mann- gerðir, bíður siðferðilegt og starfrænt skip- brot. Njósnarar okkar verða að vera greindir, duglegir og mjög skylduræknir í starfi sínu fyrir ríkið. Við þjálfum starfslið okkar í því greina milli hins leyfilega og óleyfilega, Það er nauðsynlegt, þegar unnið er fyrir leynilega þjónustu, sem lýtur ekki venjulegu opinberu aðhaldi. Menn okkar verða að vera fserir í starfi sínu, síprófandi nýjar vinnuað- ferðir. Það getur reynzt njósnurum stórhættu- legt að endurtaka aðferðir sínar. Svo verða þeir að vera svalir, því leyniþjónusta krefst sterkra tauga.“ Leyniþjónustur sumra ríkja hafa fyrrver- andi afbrotamenn í starfi. Þar halda þeir, að slungnir þjófar hljóti einnig að geta orðið dugándi njósnarar. ísraelsmenn eru á annarri skoðun. Upplýsingaþjónustan í ísrael skipt- ist í 5 deildir. 3 þeirra starfa að mestu „ofan jarðar“, en 2 mestmegnis „neðan jarðar“, eins og það er orðað. Látið er heita svo, að hlutverk þessara deilda sé í því fólgið „að safna upplýsingum, er ísrael þarfnist sér til öryggis og til styrktar utanríkismálum sín- um.“ Einnig eiga deildirnar að safna vitn- eskju innan lands og utan um hernaðaráform og herstyrk óvina. Þá éiga þær sí og æ að gefa hverjum þeim félagsskap nánar gætur, sem er fjandsamlegur ísraelsmönnum, þar á meðal andsemítiskum og hálfnaziskum sam- tökum. Jafnframt skulu þær vinna að sam- starfi við þær þjóðir, sem hlynntar eru ísra- el, en óska af einhverjum ástæðum, að sam- starf þetta fari leynt. Sú þjónusta má því kallast dulin utanríkisþjónusta. Hún beinist m. a. að löndum, sem hafa ekki stjórnmáía- samband við ísrael. En aðalhlutverk Shins Beths er gagnnjósnastarfsemi, sem beinist fyrst og fremst gegn njósnurum úr leyni- þjónustu Araba- og kommúnistalandanna. Eftir 6 daga stríðið og' hernám Vestur-Jórd- aníu og Gazasvæðisins var Shin Beth einnig falið að berjast gegn E1 Fatah og 73 öðrum arabiskum samtökum, er lýstu sig opinber- lega fjandsamleg hernámi ísraelsmanna og tilveru ísraels. Ha-Mosad stofnunin í ísrael fæst við svo- nefnt jákvætt njósnastarf, þ. e. aflar vitn- eskju eftir duldum leiðum. Hún starfar oft með Shin Beth og lýtur forstjóra hennar, en er undir eftirliti forsætisráðherrans. Ótald- ar eru þá 3 stofnanir: upplýsingaþjónusta lög- reglunnar, hersins og utanríkisráðuneytisins. SKÖMMU eftir stofnun Ísraelsríkis 1948 fól David Ben Gurion, þáverandi forsætis- og varnarmálaráðherra þess, Iser Harel að skipuleggja upplýsingaþjónustu mótspyrnu- hreyfingarinnar og sjá um, að hún yrði á heimsmælikvarða. Iser hefur lýst þessu við- fangsefni sínu þannig: „Auðvelt var það ekki. Það var miklu örðugra en að skapa nýtízku her úr > starfshópum mótspyrnuhreyfingar- innar. Þekking okkar var í molum, og upp- lýsingaþjónustur annarra landa voru ekki sérlega ginnkeyptar fyrir að miðla okkur af leyndardómum sínum. Við vorum líka í vandræðum, vegna þess að nokkur þeirra

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.