Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 Ekkert kvikindi hefur leikið mig jafn grátt og - ROTTAN MÍN EG var að hamast við að skrifa skáldsögu, sem átti að koma út fyrir næstu jól, og það var komið fram í júni. Það, sem mig van- hagaði mest um, var fullkomið næði til að berjast við verkefnið, og því leigði ég mér sumarbústað austur með sjó. I júní er nóttin orðin svo björt, að menn Þurfa minni svefn en á veturna. Ég hugði Því gott til að vinna þarna í kyrrðinni að rninnsta kosti hálfan sólarhringinn og sofa yaert milli sprettanna á skáldfákinum, sem ég vonaði, að yrði ekki allt of staður. Sumarbústaðurinn var vistlegt timburhús með stórri stofu, rúmgóðu svefnherbergi og eldhúsi, og mér leizt mætavel á allt þetta. Ég hafði meðferðis nauðsynleg sængurföt og lagðist til hvíldar um miðnættið fyrstu nótt- ina. Ég hef verið búinn að sofa á að gizka klukkutíma, þegar ég glaðvaknaði við undar- legt þrusk þarna í einverunni. Það var eitt- hvað í líkingu við þetta: Krrrrrnsj, og það endurtók sig hvað eftir annað með andstyggi- legri þögn á milli, en ekki eins og saimfelldar hrotur í neftóbaksmanni. Ég settist upp í rúminu og strauk stírurnar ur augunum. Hér var ekki um að villast. Þetta Var í'Otta. Ég sá hana í anda læsa hárbeittum tönnunum í mjúkan viðinn og naga og naga, unz holan varð stærri og stærri. Ég veit ekki, hvort þú þekkir naghljóð, lesari góður, og veizt, hve ógeðfellt það er? Skáldleg viðkvæmni mín magnaði það um allan helming, og rottan varð stærri og stserri í huga mér. Ég sá hana á stærð við uieðal kött, með langa kampa og augu, sem voru blóðhlaupin af einskærum áhuga á að komast gegnum viðinn alla leið inn til mín. Sennilega hafði hún ekki gert sér fylliiega grein fyrir, að ég væri þarna, heldur hugðist hún leggja undir sig bústaðinn og verða þar einvaldsherra. Þarna hafði ég því heldur en ekki eignazt keppinaut. Munurinn á okkur var sá, að ég hafði greitt umsamda húsaleigu fyrir sumarbústaðinn, en rottan hugðist vit- anlega búa þar ókeypis, fjandinn sá arna! Um dularfull áform hennar var mér að öðru leyti ókunnugt, sem vonlegt var. Bærileg byrjun eða hitt þó heldur! Ég skreiddist fram úr bælinu morguninn eftir, vansvefta og í versta skapi. Fyrsta verk mitt var að rannsaka gólfið í svefnher- berginu. Mér til mikillar skelfingar sá ég, að það voru tvö grunsamleg göt á gólffjöl- unum. Og nú verð ég að gera þá játningu, að ég er dauðhræddur við rottur. Það fer hrollur um mig, þegar ég heyri þær nefnd- ar. Þú getur því nærri, lesari góður, hvernig mér hefur verið innan brjósts þennan morg- un! Dagurinn leið, án þess að ég gæti einbeitt mér að skáldskapnum, og svo kom næsta nótt. Aftur upphófst þetta viðbjóðslega, ómúsík- alska hljóð: Krrrrrnsj undir gólffjölunum í svefnherberginu. Það kom fyrir ekki, þó að ég lemdi í gólfið með stígvélunum mínum. Rottan hélt áfram að naga án þess að láta það á sig fá. Það var eins og hún hamaðist samkvæmt kjörorðinu: „Út vil ek“ í nútíma- merkingu, eins og hún væri ámóta æst 1 að' komast út úr vistarveru sinni og tánings- stúlka að komast út á lífið. Líklega vakti það þó fyrst og fremst fyrir þessu kvikindi að ná sér í æti, en ekki að hitta mig, skorpinn og skeggjaðan rithöfundinn. Nema hún ætlaöi að leggja mig sér til munns! Ógeðslegar frásagnir um rottur, sem ráð- izt höfðu á fólk og bitið það, læddust fram í huga minn, þar sem ég lá, sveittur og and- vaka í rúminu. Ég verð að játa, að aidrei hafði mér fundizt ég jafn einmana og um- komulaus. Hvort skyldi hafa betur, rottan eða ég, ef til átaka kæmi? EFTIR nokkrar andvökunætur var ég orð- inn sannkallaður andlegur aumingi, kominn í rusl, orðin ein taugahrúga, eins og sagt er á nútíma-íslenzku. Sögunni minni miðaði ekkert, því að ég gat ekki einbeitt mér að henni. Á daginn gerði ég lítið annað en ganga um gólf í stofunni og reykja hverja sigar- ettuna eftir aðra. Þá var það, að ég fór að skyggnast inn í skáp, sem stóð þarna, en þorði það þó varla, því að vel gat verið, að þar leyndist heilt rottuhreiður. Svo var þó ekki, lof sé Guði, en í neðstu hillunni rakst ég hins vegar á blikkdós með áletruninni: Rottueitur! Jæja, svo eiganda sumarbústaðarins hafði þá grunað, að vissara væri að hafa rottueit-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.