Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN ur við höndina! Ekki virtist hann samt hafa þurft á því að halda, því að dósin hafði ekki verið opnuð. Ég tók hana og las notkunar- reglurnar, sem voru prentaðar á miðann utan á henni. Þar stóð m. a.: Þetta eitur er fljót- virkt. Tíu mínútum eftir að rottan hefur étið það, verður hún máttvana. Síðan drepst hún. Fyrst í stað bauð mér svo við þessu, að ég setti dósina aftur á sinn stað og fór út að ganga. En nóttina eftir byrjaði rottan að naga eins og áður, en ég gat ekki fest blund. Og þar sem ég lá, fölur og miður mín, sá ég ekki fram á annað en að ég yrði að neyðast til að eitra fyrir hana. Oft hef ég verið að velta því fyrir mér, hvort rottuna muni hafa rennt grun i, hvað ég hafði í bígerð þessa andvökunótt. Skyldi hún hafa haft nokkurt hugboð um, hve sneypulegur ég var á svipinn, þegar ég var að bisa við að koma þessu eitraða dufti fyrir í ostbitunum, sem ég lagði hjá báðum göt- unum á gólffjölunum? Sannast að segja fann ég til þvílikrar sektarmeðvitundar, að ég sár- skammaðist mín fyrir athæfi mitt. Hvílíkur flekkur á mannorði sauðmeinlauss skáld- sagnahöfundar! Ég verð varla það gamall, að þessi nótt líði mér úr minni. Þarna lá ég í rúminu án þess að geta fest blund. Mér fannst ég vera orðinn samvizkulaus böðull. Ég lagði við hlustirnar, því að nú heyrði ég til rottunnar: Krrrrrnsj. Þögn, og aftur heyrðist sama surgið. Síðan þagnaði það, og ímyndunarafl mitt brá á leik. Ég sá rott- una í anda, þar sem hún tróð sér gegnum gatið á gólfinu, eftir að næmt þefskyn henn- ar hafði vísað henni á ostinn. Klær hennar læstust í ljúffengt ætið, og beittar tennurn- ar holuðu mjúkan ostinn, en hvítt eiturduft- ið hékk í kömpunum. Ef til vill hugsaði vesl- ings dýrið hlýlega til mín á þessari örlaga- stundu, minntist mín með þakklæti fyrir þennan óvænta málsverð . . . Hræðilegt! Ég bylti mér í rúminu og reyndi árangurslaust að flýja á náðir svefnsins. Mínúturnar urðu að klukkustundum og ætluðu aldrei að líða. Ég gizka á, að hálftími hafi verið liðinn, þegar ég heyrði í fyrsta skipti allt annað hljóð frá rottunni en ég hafði áður heyrt. Það líktist hlunki. Þá settist ég upp, stjarfur af óhugnaði. Jæja. Var skapadægur rottunnar minnar þá loksins upp runnið? Var hún nú að byrja að heyja dauðastríðið? Var eitrið nú að læs- ast út í hverja taug þessa athafnasama lik- ama? Ég hvessti augun á götin á gólfinu, en sá ekki votta þar fyrir neinni rottu. Hins vegar var osturinn horfinn! En ég heyrði aftur þennan hlunk, sem ég hafði heyrt skömmu áður. Hann kom neðan úr undirdjúpunum. Nú var rottan auðvitað í dauðateygjunum. og hér húkti ég — banamaður hennar! Ég tróð vísifingrnnum í eyrun til að heyra ekki hljóðin. En þá virtust þau skýrast, því að þau smugu gegnum gómana alla leið inn í taugakerfi mitt. Og ég heyrði þau aftur og aftur! Af hverju dó rottan ekki undir eins? Af hverju þurfti hún að kveljast svona lengi? Loks gat ég ekki afborið þessa tilhugsun lengur. Ég skreiddist því á fætur, labbaði að skápnum og tók dósina með eitrinu. Dauí von vaknaði í brjósti mér um það, að ef til vill mundi rottan nú ekki deyja. Ef til vill væri hún svo hraust, að hún fengi bara magaverki af eitrinu, eins og þegar fólk veikist af mat- areitrun og kemst aftur til heilsu. Svo las ég aftur það, sem stóð á miðanum utan á dós- inni og rak þá augun í línu, sem mér hafði áður sézt yfir. Þar stóð: Eitrið vekur þorsta. Ef undirskál með vatni er látin hjá því og rottan drekkur það, drepst hún miklu fyrr en ella mundi. Mér brá i brún. Með því að lesa það, sem stóð á miðanum, svona flausturslega hafði ég orðið valdur að ógurlegum kvölum vesalings kvikindisins. Ég þaut inn í eldhúsið, kom með vatn á undirskál og setti hana við gatið á gólfinu. Ég var svo miður mín af geðshræringu, að ég hrópaði í ofboði: „Komdu, rotta mín, og drekktu þetta! . .. Þá deyrðu fyrr . . . Komdu og drekktu það!“ Auðvitað anzaði rottan mér engu. Ekkert heyrðist nema þessir einkennilegu hlunkar, sem deyfðust smám saman. Síðan varð allt hljótt, það sem eftir var nætur. Og hvílik þögn! Nú fannst mér hún jafnvel enn þá ó- hugnanlegri en allt naghljóðið, sem ég hafði orðið að hlusta á að undanförnu. Öll þessi dauðakyrrð var eins og ásökun lífsins gegn mér, morðingjanum. Og ekki var nú réttlæt- inu hér í heimi fyrir að fara fremur en endranær. Þarna átti ég, sekur morðinginn, að fá að líta birtu komandi dags, en rottan alsaklaus átti að deyja kvalafullum dauða, ein og yfirgefin í svartnættinu undir gólf- fjölum sumarbústaðarins.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.