Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 22
18
SAMTÍÐIN
Ingólfur Davíðsson:
náttúrunnar
*
Ur dagbttkum J«na§ar Tlallgrímissionar
10. júlí 1839 kom Jónas Hallgrímsson skáld
að Skriðu í Hörgárdal og gisti hjá Þorláki
Hallgrímssyni dannebrogsmanni. Jónas segir
svo frá (þýtt úr dönsku):
Á þessum fagra bæ býr Þorlákur Hallgríms-
son, alkunnur fyrir vel heppnaðar tilraunir
til eflingar garðyrkjunni. Hann er nú gamail
maður, 85 ára, en mjög fjörugur og kvikur.
Hann sýndi mér garða sína, fullur áhuga.
Einkum var hann ánægður með reynitrén sín,
enda eru þau mjög gróskumikil. Þau eru öll
sprotar af hinni frægu Möðrufellshríslu, sem
er ævagömul og stór, villt hrísla. Um hana eru
til þjóðsögur. Rétt er að geta þess, að reynii
þrífst mjög vel þar, sem reynt hefur verið
að rækta hann á íslandi, en hingað til hefur
aðeins verið reynt að rækta einstaka tré.
Hryggur í huga sýndi Þorlákur mér aftur
á móti nokkrar vesælar greniplöntur, krækl-
ur, sem eiga auðsjáanlega ekki hér heima.
Þorlákur hafði líka gróðursett dálítil bjarka-
trjágöng. Virtust bjarkirnar í góðum vexti,
en eru allar mjög kræklóttar og verða aldrei
bolfagrar. Allar bjarkirnar eru teknar úr
niðurníddum, deyjandi kjarrskógi. Munu
trén þar naumast annað en rótarsprotar upp
af gömlum stúfum. Væri eflaust miklu betra
að sá birkifræi, helzt innlendu eða frá norð-
urhéruðum Noregs, ef menn vilja reyna að
rækta birkiskóg á íslandi.
Ég sá líka íslenzk jarðarber í hinum fallega
garði Þorláks. Þau hafa verið flutt þangað úr
Miðhálsaskógi. Þar eru nú aðeins kjarrleifar
eftir í austurbrekku Bakkahálsins nyrzt, þar
sem Hörgárdalur og Öxnadalur koma feaman.
Það er unun að sjá með hve mikilli natni,
reglusemi og varúð þessi gamli ágætismaður
annast garða sína. Hann bæði gefur. öðrum
gott fordæmi og hefur með tilraunum sínum
MINJAGRIPIR DG GJAFAVÖRUR
VIÐ ALLRA HÆFI.
Skartgripaverzlunin EMAIL
HAFNARSTRÆTI 7 - SIMI 2-D4-75
sannað, að hægt er að stunda garðrækt á ís-
landi með góðum árangri. Þorlákur talaði,
þótt gamall væri, með miklum áhuga um þá
fyrirætlun sína að breyta rúmlega 4000 fer-
álna bletti í skóglendi handa komandi kyn-
slóðum. Það er gott að mæta slíkum manni,
sem vinnur hress í huga og trúir á betri tírr.a,
segir Jónas að lokum.
. Ýmsar sögur ganga um Þorlák og trjárækt
hans. Heldur kvaðst hann vilja missa kú úr
fjósinu en hríslu úr garðinum. Vinnukonum
sínum harðbannaði hann að hengja þvott á
hríslurnar, en þær höfðu eitt sinn freistazt til
þess. Ættmóðir reynitrjánna í Skriðu og
Fornhaga, Möðrufellshríslan fræga, lifir enn
a. m. k. sprotar, sem vaxið hafa upp af hinni
gömlu hríslu. Og afkomendur hríslanna hans
Þorláks í Skriðu hafa verið gróðursettir víða
um land. Trjágarðurinn í Skriðu mun vera
hinn elzti á landinu. Gömlu hríslurnar þar eru
nú 11 m á hæð og mjög gildvaxnar. Fjöldi rót-
arsprota vex upp kringum þær. En gömlu
bjarkirnar eru fallnar, aðeins reyniviðirnir
lifa. Álíka gamlir reyniviðir lifðu í „Fjörunni“
á Akureyri fram undir 1930. Við kirkjuna í
Laufási við Eyjafjörð voru gróðursett reyni-
tré á árunum 1849—1853. Féll aðalstofn eldra
trésins í ofsa krapaveðri í ársbyrjun 1947.
Sunnan lands var lengi fræg reynihríslan í
Nauthúsagili. Hún er fallin, en nýir sprotar
vaxa upp til endurnýjunar.
Þegar eiginmaðurinn eignaðist þríbur-
ana, varð honum að orði: ,,Æ, nú held ég,
að ég hætti alveg að tako.\ pilluna.“
4 MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI undir
eins búslaðaskipti til að forðast vanskil.
Vestur-þýzk útvarps- og sjónvarpstæki frá
Schaub-Lorenz.
Hagstætt verð.
GELLIR sf., Garðastræti 11, sími 17412.