Samtíðin - 01.05.1970, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN
31
ÞEIR
VITRU SÖGÐU
HELGI HARALDSSON á Hrafnkelsstöð-
Uitt: „Lærður maður getur haldið fram
hvaða firru sem er. Hann þarf aldrei að
leiðrétta neitt, og stallbræður hans blaka
aldrei við neinu. Þegar ólærður maður,
sem reynt hefur að brjóta eitthvert efni til
mergjar, lætur til sín heyra, er eins og
frosið sé fyrir vitin á lærdómsmönnum.
En það er reginmunur á þögninni. I fyrra
tilfellinu stafar hún af einhvers konarsam-
ábjTgð stéttartilfinningarinnar, ef hún er
ekki beinlínis samþykkjandi. I hinu síð-
ara er hún afneitandi hunzun“.
X: „Það er háttur andlegra gamal-
wenna að horfa sí og æ um öxl. Þau lifa
°S' hrærast í liðinni tíð, ganga aftur á bak,
ef svo mætti að orði komast. Margir
ffrúskarar eru með því marki brenndir.
Ævidútl þeirra er í því fólgið að tína upp
rytjur af þeim fróðleiksmolum, sem „rás-
in tíða“ leifði. Sumum þeirra veitist stund-
uni sú hugsvölun að rölta slóðir látinna
niikilmenna og safna þar fróðleiksmolum
um afrek þeirra. Takist þeim að raða þessu
efni f skipulega heild og fabúlera höndug-
iega, eru þeir kallaðir sagnfræðingar. —
Jón Sigurðsson forseti, einn af öndvegis-
niönnum íslenzkra fræða, beitti söguþekk-
lngu sinni fyrst og fremst sem nytsömu
'opni í baráttunni fyrir mannsæmandi
framtíð íslenzku þjóðarinnar. Hann var
fyrst og fremst maður komandi tíma,
studdur traustri þekkingu á veigamestu
atriðum fortíðar. Víðsýni hans og einurð,
hert í afli þeirrar heimsmenningar, sem
barst að honum við Eyrarsund, skópu hon-
Uln lífsviðhorf, sem Einar Benediktsson
orðaði síðar þannig: „Að fortíð skal
Eyggja, ef frumlegt skal byggja, / án
fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt“.
*
A
BÓKAMARKAÐINUM
—_________________________________________
Sigurður H. Þorsteinsson: íslenzk frimerki 1970.
Með myndum. Fjórtánda útgáfa. (Catalogue of
Icelandic Stamps). 130 bls., ób. kr. 200.00.
Anita: Silfurbeltið. Skáldsaga. Stefán Jónsson
þýddi. 234 bls., ib. kr. 399.50.
Jack London: Hnefaleikarinn. Skáldsaga um
heimsmeistara i hnefaleikum. Stefán Jónsson
þýddi. 136 bls., ib. kr. 266.50.
Kári Tryggvason: Sunnan jökla. Ljóð. 84 bls.,
ób. kr. 255.50.
James A. Pike: Hinum megin grafar. Reynsla
mín af dulrænum fyrirbærum. Sveinn Víking-
ur þýddi. 242 bls., íb. kr. 444.00.
Magnús Sveinsson: Mýramanna þættir. Ymiss
konar þjóðlegur fróðleikur, æviskrár, ævin-
týri, sögur og sagnir. Með myndum. 252 bls.,
ib. kr. 455.00.
Jack Nicklaus: Má ég gcfa yður ráð. Leiðbein-
ingar i golfi eftir einn þekktasta golf-atvinnu-
mann Bandaríkjanna. Með 70 litmyndum. Ein-
ar Guðnason þýddi. 125 bls., íb. kr. 511.00.
Þorstcinn Thorarensen: Móralskir meistarar.
Myndir úr lífi og viðhorfum þeirra, sem uppi
voru um aldamótin. Með myndum. 544 bls.,
íb. kr. 1011.50.
Vegurinn og dygðin. Valkaflar úr bókinni
Zhuang-zi. Skúli Magnússon þýddi. 153 bls.,
ób. kr. 352.00
Jón Helgason: Vér íslands börn. H. bindi. Frá-
sagnir af islenzkum örlögum og eftirminnileg-
um atburðum. 222 bls., íb. kr. 599.50.
Jónas M. Guðmundsson: Dáið á miðvikudögum.
Þrettán smásögur. 112 bls., íb. kr. 344.00
Bókin um Pétur Ottesen. Man ég þann mann.
Bókin er skrifuð af vinum hans. Með mynd-
um. (Bókaflokkur um mæta menn). Hersteinn
Pálsson bjó til prentunar. 207 bls., íb. kr.
610.50.
Ivan Fleming: Áhætta eða dauði. James Bond
007. Sakamálasaga. Skúli Jensson þýddi. 204
bls., íb. kr. 222.00.
Útvegumi allar fáanlegar bækur. Kaupið
bækurniar og ritföngin þar, sem úrvalið er
mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Bókaverslwn ÍSAJFOL,DA.R
Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27